Hanna Rún handlímdi 30 þúsund steina á brúðarkjól Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 16. nóvember 2017 11:30 Steinarnir og perlurnar, alls þrjátíu þúsund, voru sett á í höndunum. „Ég hef aldrei saumað brúðarkjól fyrir neinn. Ég hef verið að sauma danskjóla fyrir mig en það er annað að sauma fyrir aðra,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir sem hannaði brúðarkjól fyrir Valdísi Sylvíu Sigurþórsdóttur. Hún eyddi 300 klukkustundum í kjólinn sem hún kallar Mónadísu, enda var hún staðráðinn í að gera kjólinn að sínu Mónu Lísu verki. „Hún hringdi í mig níu vikum fyrir brúðkaupið og spurði hvort ég væri til í þetta en ég afþakkaði. Hún bað mig um að hugsa málið til enda og mér fannst eins og einhver væri að gefa mér merki um að ég ætti að taka þetta verkefni að mér. Ég sagði því já á endanum. Þetta var mitt Mónu Lísu verkefni og ég var staðráðin í að gera eitthvert listaverk. Ég vildi hafa hann geggjaðan. En ég fattaði þegar ég var búin að eyða 10 klukkustundum í kjólinn að ég myndi ekki ná að klára hann fyrir brúðkaupið með því að vinna bara á daginn þannig að ég fór að vinna á nóttunni líka.“Valdís í essinu sínu í kjólnum ásamt eiginmanni sínum, Friðþjófi Arnari Friðþjófssyni.Þegar styttist í brúðkaupið var unnið myrkranna á milli. Maður Hönnu og sonur fóru út úr húsi og hún fékk Hanna næði til að klára kjólinn. „Brúðkaupið var á laugardaginn og þegar ég afhenti kjólinn á föstudag þá var ég ekki búin að sofa síðan á miðvikudag og var því orðin svolítið þvoglumælt.“ Kjóllinn sló í gegn í brúðkaupinu og hefur Hanna fengið mikið hrós fyrir hann. Brúðurin geislaði og glitraði sem aldrei fyrr og gerði kjóllinn glæsilegt brúðkaup enn glæsilegra. „Ég er stolt og ánægð með kjólinn og ekki síður þakklát henni Valdísi að trúa svona á mig. Hún peppaði mig upp og lét mig öðlast trú á því að ég gæti þetta. Hún lét mig hafa trú á sjálfri mér. Mig langaði aðeins að gráta þegar ég setti síðasta steininn í og kláraði kjólinn. En táraflóðið kom þegar hún tók fyrstu skrefin inn kirkjugólfið. Þá grét ég og maðurinn minn líka.“ .Eins og sjá má var mikið lagt í kjólinn. Hún notaði lítið teikningar...Hanna segir að stofugólfið hafi verið sinn besti vinur á meðan að verkinu stóð..Glæsilegar saman á brúðkaupsdaginn, Valdís og Hanna.. Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
„Ég hef aldrei saumað brúðarkjól fyrir neinn. Ég hef verið að sauma danskjóla fyrir mig en það er annað að sauma fyrir aðra,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir sem hannaði brúðarkjól fyrir Valdísi Sylvíu Sigurþórsdóttur. Hún eyddi 300 klukkustundum í kjólinn sem hún kallar Mónadísu, enda var hún staðráðinn í að gera kjólinn að sínu Mónu Lísu verki. „Hún hringdi í mig níu vikum fyrir brúðkaupið og spurði hvort ég væri til í þetta en ég afþakkaði. Hún bað mig um að hugsa málið til enda og mér fannst eins og einhver væri að gefa mér merki um að ég ætti að taka þetta verkefni að mér. Ég sagði því já á endanum. Þetta var mitt Mónu Lísu verkefni og ég var staðráðin í að gera eitthvert listaverk. Ég vildi hafa hann geggjaðan. En ég fattaði þegar ég var búin að eyða 10 klukkustundum í kjólinn að ég myndi ekki ná að klára hann fyrir brúðkaupið með því að vinna bara á daginn þannig að ég fór að vinna á nóttunni líka.“Valdís í essinu sínu í kjólnum ásamt eiginmanni sínum, Friðþjófi Arnari Friðþjófssyni.Þegar styttist í brúðkaupið var unnið myrkranna á milli. Maður Hönnu og sonur fóru út úr húsi og hún fékk Hanna næði til að klára kjólinn. „Brúðkaupið var á laugardaginn og þegar ég afhenti kjólinn á föstudag þá var ég ekki búin að sofa síðan á miðvikudag og var því orðin svolítið þvoglumælt.“ Kjóllinn sló í gegn í brúðkaupinu og hefur Hanna fengið mikið hrós fyrir hann. Brúðurin geislaði og glitraði sem aldrei fyrr og gerði kjóllinn glæsilegt brúðkaup enn glæsilegra. „Ég er stolt og ánægð með kjólinn og ekki síður þakklát henni Valdísi að trúa svona á mig. Hún peppaði mig upp og lét mig öðlast trú á því að ég gæti þetta. Hún lét mig hafa trú á sjálfri mér. Mig langaði aðeins að gráta þegar ég setti síðasta steininn í og kláraði kjólinn. En táraflóðið kom þegar hún tók fyrstu skrefin inn kirkjugólfið. Þá grét ég og maðurinn minn líka.“ .Eins og sjá má var mikið lagt í kjólinn. Hún notaði lítið teikningar...Hanna segir að stofugólfið hafi verið sinn besti vinur á meðan að verkinu stóð..Glæsilegar saman á brúðkaupsdaginn, Valdís og Hanna..
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira