Ósjálfbær skuldsetning og lögvarin einokunarverslun Jónas Gunnar Einarsson skrifar 16. nóvember 2017 07:00 Það er alveg kolröng niðurstaða að kenna krónunni um hrun og okurvexti hérlendis, eins og Baldur Pétursson viðskiptafræðingur gerir í grein í Fréttablaðinu fyrsta nóvember 2017 á bls. 18 og ber heitið: „Kostnaðarsamur og hættulegur gjaldmiðill“, þó alls ekki skuli gert lítið úr hve stórar fjárhreyfingar til og frá landinu geta valdið hér miklum skaða með skaðlegum sveiflum í gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum með bylgjuhreyfingum um allt hagkerfið og ýmsum kostnaði fyrir markaðsaðila, heimilin og fyrirtækin, stofnanir og hagsmunasamtök, stjórnvöld og sveitarstjórnir. Slíkar skaðlegar hreyfingar jafngilda efnahagsárás á okkar þjóðargjaldmiðil, hagkerfi, land og þjóð og þarf því að taka á samsvarandi, sbr. t.d. þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans sem loksins loksins varnarviðbúnað gegn slíkum árásum sem valda miklum óþarfa kostnaði. Baldur nefnir ýmsar afleiðingar hrunsins þegar krónan hrundi niðrúr en segir fátt um orsakir, þ.e. viðskiptalega greiningu skortir, því það er gjaldeyrisskorturinn í kjölfar siðblindra viðskiptaákvarðana sem fellir bankakerfið með þeim hrikalegu afleiðingum sem flestir þekkja, ekki krónan. Bankaúlfar og meðvirk stjórnvöld, meðvirkir stjórnendur og meðvirkir sérfræðingar komust upp með það í allt of langan tíma að ofurskuldsetja bankana í erlendum gjaldmiðlum, einkum dollar og evru. Það er rót bankahrunsins. Ósjálfbær skuldasöfnun í erlendum gjaldeyri. Icesave var glæfraleg tilraun til að safna erlendum gjaldeyri með loforði um hávexti til þess að greiða af þessum erlendu ofurskuldum sem að lokum námu um tífaldri eða tólffaldri þjóðarframleiðslu Íslands, eftir því við hvaða forsendur er miðað. Þegar greiningaraðilum erlendis verða loksins ljós fyrir alvöru þessi súperósköp, Lehmanbræður fallnir, vafningasölubullið upplýst og veðköll dynjandi um alla jörð, þá er einfaldlega lokað lánalínum í erlendum gjaldeyri á íslensku bankana og þar á ofan lokað á ríkisvaldið og Seðlabankann af ríkissjóðum og seðlabönkum Evrópu, Bretlands og Bandaríkjanna, sem átta sig á að á Íslandi er greinilega alls ekki allt eins og það á að vera; en bjóða ráð og áfallahjálp með góðvild í fyrstu, sem af einhverjum orsökum er ekki þegin í einhverju efristéttarmikilmennskubrjálæðiskasti sem af og til grípur landann. Útlent fólk með viti treysti sér sem sagt ekki lengur til að taka þátt í þessu endemis bulli bankaúlfanna undir staurblindu auga ríkisvaldsins þar sem úlfarnir beinlínis gera út á stærilætið, minnimáttarkennd, meðvirkni og vanþekkingu. Af þessu leiddi gjaldeyrisskort til að mæta erlendum skuldbindingum sem í framhaldi eru gjaldfelldar og þegar ljóst er að nægar greiðslur verða ekki tiltækar né bakhjarl til þrautavara, þá falla bankarnir. Það er ekki krónunni að kenna. Það er að kenna ofurskuldsetningu í erlendum gjaldmiðlum undir nefinu á meðvirkum eftirlitsaðilum, sérfræðingum, stjórnendum, embættismönnum og stjórnmálamönnum.Þrælsfjötrar Okurvaxtastigið hérlendis, með þrælsfjötrum verðtryggingar á íbúðalánum og námslánum, er einfaldlega siðblind viðskiptaákvörðun sem ófögur birtingarmynd á skorti á félagsþroska og kemur krónunni lítt við í samhengi utanríkisviðskipta og afleiddrar gengisskráningar þegar lánað er í krónum, greidd eru af í krónum vextir og afborganir og lánið er ótengt erlendum gjaldmiðlum. Ef spurt er af hverju við borgum íbúðirnar okkar þrisvar og fjórum sinnum í gegnum íbúðalánin, miðað við önnur norræn ríki, borgum framhaldsnámið okkar tvisvar og þrisvar sinnum í gegnum námslánin, borgum alls kyns jólasveinaþjónustugjöld, innheimtugjöld, stimpilgjöld, lántökugjöld og önnur hvítflibbagjöld, þá er það vegna þess að stjórnvöld, stórfyrirtæki, bankar og lífeyrissjóðir hafa ríkisstyrkta einokunaraðstöðu á fjármálamarkaði á Íslandi. Löggilta einokunarverslun. Einokunarverslun sem því miður hefur verið og er enn gjörnýtt eins og mögulegt er til þess að okra á okkur viðskiptavinunum, ekki síst í skjóli samfélagslegs heilaþvottar sem ósjaldan vísvitandi þöggun og sniðganga (sbr. núna málefnalegu stjórnarmyndunarviðræðurnar), órökstuddar fullyrðingar eða yfirborðsleg umfjöllun, hagsmunatengdar úttektir, álit, o.fl., oft með góðri hjálp nytsamra sakleysingja á fjölmiðlunum og miklu víðar sem aldrei virðast átta sig vel á þessari þoku sem alltaf skal þyrlað upp samstundis fegrað og blessað járntjald og skjól þessari endemis einokunarverslun þegar landsmenn þora öðru hvoru að mótmæla hástöfum þessu óþolandi opinbera fjárhagslega einelti sem hvergi fær þrifist í okkar nágrannalöndum. Svo einfalt er það. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er alveg kolröng niðurstaða að kenna krónunni um hrun og okurvexti hérlendis, eins og Baldur Pétursson viðskiptafræðingur gerir í grein í Fréttablaðinu fyrsta nóvember 2017 á bls. 18 og ber heitið: „Kostnaðarsamur og hættulegur gjaldmiðill“, þó alls ekki skuli gert lítið úr hve stórar fjárhreyfingar til og frá landinu geta valdið hér miklum skaða með skaðlegum sveiflum í gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum með bylgjuhreyfingum um allt hagkerfið og ýmsum kostnaði fyrir markaðsaðila, heimilin og fyrirtækin, stofnanir og hagsmunasamtök, stjórnvöld og sveitarstjórnir. Slíkar skaðlegar hreyfingar jafngilda efnahagsárás á okkar þjóðargjaldmiðil, hagkerfi, land og þjóð og þarf því að taka á samsvarandi, sbr. t.d. þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans sem loksins loksins varnarviðbúnað gegn slíkum árásum sem valda miklum óþarfa kostnaði. Baldur nefnir ýmsar afleiðingar hrunsins þegar krónan hrundi niðrúr en segir fátt um orsakir, þ.e. viðskiptalega greiningu skortir, því það er gjaldeyrisskorturinn í kjölfar siðblindra viðskiptaákvarðana sem fellir bankakerfið með þeim hrikalegu afleiðingum sem flestir þekkja, ekki krónan. Bankaúlfar og meðvirk stjórnvöld, meðvirkir stjórnendur og meðvirkir sérfræðingar komust upp með það í allt of langan tíma að ofurskuldsetja bankana í erlendum gjaldmiðlum, einkum dollar og evru. Það er rót bankahrunsins. Ósjálfbær skuldasöfnun í erlendum gjaldeyri. Icesave var glæfraleg tilraun til að safna erlendum gjaldeyri með loforði um hávexti til þess að greiða af þessum erlendu ofurskuldum sem að lokum námu um tífaldri eða tólffaldri þjóðarframleiðslu Íslands, eftir því við hvaða forsendur er miðað. Þegar greiningaraðilum erlendis verða loksins ljós fyrir alvöru þessi súperósköp, Lehmanbræður fallnir, vafningasölubullið upplýst og veðköll dynjandi um alla jörð, þá er einfaldlega lokað lánalínum í erlendum gjaldeyri á íslensku bankana og þar á ofan lokað á ríkisvaldið og Seðlabankann af ríkissjóðum og seðlabönkum Evrópu, Bretlands og Bandaríkjanna, sem átta sig á að á Íslandi er greinilega alls ekki allt eins og það á að vera; en bjóða ráð og áfallahjálp með góðvild í fyrstu, sem af einhverjum orsökum er ekki þegin í einhverju efristéttarmikilmennskubrjálæðiskasti sem af og til grípur landann. Útlent fólk með viti treysti sér sem sagt ekki lengur til að taka þátt í þessu endemis bulli bankaúlfanna undir staurblindu auga ríkisvaldsins þar sem úlfarnir beinlínis gera út á stærilætið, minnimáttarkennd, meðvirkni og vanþekkingu. Af þessu leiddi gjaldeyrisskort til að mæta erlendum skuldbindingum sem í framhaldi eru gjaldfelldar og þegar ljóst er að nægar greiðslur verða ekki tiltækar né bakhjarl til þrautavara, þá falla bankarnir. Það er ekki krónunni að kenna. Það er að kenna ofurskuldsetningu í erlendum gjaldmiðlum undir nefinu á meðvirkum eftirlitsaðilum, sérfræðingum, stjórnendum, embættismönnum og stjórnmálamönnum.Þrælsfjötrar Okurvaxtastigið hérlendis, með þrælsfjötrum verðtryggingar á íbúðalánum og námslánum, er einfaldlega siðblind viðskiptaákvörðun sem ófögur birtingarmynd á skorti á félagsþroska og kemur krónunni lítt við í samhengi utanríkisviðskipta og afleiddrar gengisskráningar þegar lánað er í krónum, greidd eru af í krónum vextir og afborganir og lánið er ótengt erlendum gjaldmiðlum. Ef spurt er af hverju við borgum íbúðirnar okkar þrisvar og fjórum sinnum í gegnum íbúðalánin, miðað við önnur norræn ríki, borgum framhaldsnámið okkar tvisvar og þrisvar sinnum í gegnum námslánin, borgum alls kyns jólasveinaþjónustugjöld, innheimtugjöld, stimpilgjöld, lántökugjöld og önnur hvítflibbagjöld, þá er það vegna þess að stjórnvöld, stórfyrirtæki, bankar og lífeyrissjóðir hafa ríkisstyrkta einokunaraðstöðu á fjármálamarkaði á Íslandi. Löggilta einokunarverslun. Einokunarverslun sem því miður hefur verið og er enn gjörnýtt eins og mögulegt er til þess að okra á okkur viðskiptavinunum, ekki síst í skjóli samfélagslegs heilaþvottar sem ósjaldan vísvitandi þöggun og sniðganga (sbr. núna málefnalegu stjórnarmyndunarviðræðurnar), órökstuddar fullyrðingar eða yfirborðsleg umfjöllun, hagsmunatengdar úttektir, álit, o.fl., oft með góðri hjálp nytsamra sakleysingja á fjölmiðlunum og miklu víðar sem aldrei virðast átta sig vel á þessari þoku sem alltaf skal þyrlað upp samstundis fegrað og blessað járntjald og skjól þessari endemis einokunarverslun þegar landsmenn þora öðru hvoru að mótmæla hástöfum þessu óþolandi opinbera fjárhagslega einelti sem hvergi fær þrifist í okkar nágrannalöndum. Svo einfalt er það. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar