Takk strákar! Helga Hlín Hákonardóttir skrifar 6. desember 2017 07:00 Ég er búin að ætla að skrifa þessa grein í nokkra mánuði. Allt frá því að ég fékk hálfgert menningarsjokk á ráðstefnu í Lúxemborg þar sem ég var í panel og ræddar voru leiðir til að auka hlut kvenna í fjármálaheiminum. Ég vissi alltaf að við konur á Íslandi hefðum haft það gott um langt skeið miðað við konur í öðrum löndum. Þó með þeim fyrirvara að við erum auðvitað ekki komin í land og jafnrétti verður á dagskrá enn um stund. En ég hafði sem sagt ætlað mér að beina konum í auða sæti stjórnandans sem bæri ábyrgð á stafrænni þróun fjármálafyrirtækja. Starfið væri óskrifað blað og engin staðalímynd sæti þar. Konur eru enda kaupendur að 80% af vörum og þjónustu til heimilanna og eiga aldeilis að geta sett sig í spor neytenda og þróað „outside in“ lausnir og landað slíkum stjórnunarstöðum. Hvort þetta ráð mitt gagnist einhverri þeirra veit ég ekki. Ég var hins vegar umsvifalaust rifin aftur í tímann þar sem raunveruleika þessara evrópsku kvenna er að finna. Þær voru ekki alveg komnar á þennan stað og þurftu önnur ráð. Því þær fresta barneignum – enda lýkur frama konu þegar hún eignast barn með manni sínum. Konum er borgað fyrir að vera heima að sinna börnum. Dagvist kostar augun úr. Þær mega ekki tala um jöfn laun kynja innan vinnustaðarins því þá er gert grín að þeim. Femínisti er hrópað – sem er það versta sem heyrist. Þær komast ekki í æðstu stjórnunarstöður. Þær eru að bugast af heimilishaldi þótt þær gegni áhrifastöðum og eigi vel viljandi eiginmenn. Þannig er bara menningin. Þetta er svolítið bara þeirra mál. Og svo framvegis. Út af svolitlu. Það rauk úr hausnum á mér á heimleiðinni. Hvers vegna í fjáranum er Ísland komið svona langt á undan öðrum Evrópulöndum? Niðurstaða mín var sú að sama hversu hörð kvenréttindabaráttan getur orðið – þá gerist lítið án þess að strákarnir taki þátt. Og ekki misskilja mig – ég ber ómælda virðingu fyrir kvenréttindakonum og lít sannarlega á mig sem slíka. Barátta er gott hreyfiafl – en einhliða átök ekki. Samskipti og samstarf eru lykillinn að góðri baráttu. Og í henni hafa íslensku strákarnir tekið þátt. Takk fyrir það strákar. Höfundur er hdl. og meðeigandi Strategíu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er búin að ætla að skrifa þessa grein í nokkra mánuði. Allt frá því að ég fékk hálfgert menningarsjokk á ráðstefnu í Lúxemborg þar sem ég var í panel og ræddar voru leiðir til að auka hlut kvenna í fjármálaheiminum. Ég vissi alltaf að við konur á Íslandi hefðum haft það gott um langt skeið miðað við konur í öðrum löndum. Þó með þeim fyrirvara að við erum auðvitað ekki komin í land og jafnrétti verður á dagskrá enn um stund. En ég hafði sem sagt ætlað mér að beina konum í auða sæti stjórnandans sem bæri ábyrgð á stafrænni þróun fjármálafyrirtækja. Starfið væri óskrifað blað og engin staðalímynd sæti þar. Konur eru enda kaupendur að 80% af vörum og þjónustu til heimilanna og eiga aldeilis að geta sett sig í spor neytenda og þróað „outside in“ lausnir og landað slíkum stjórnunarstöðum. Hvort þetta ráð mitt gagnist einhverri þeirra veit ég ekki. Ég var hins vegar umsvifalaust rifin aftur í tímann þar sem raunveruleika þessara evrópsku kvenna er að finna. Þær voru ekki alveg komnar á þennan stað og þurftu önnur ráð. Því þær fresta barneignum – enda lýkur frama konu þegar hún eignast barn með manni sínum. Konum er borgað fyrir að vera heima að sinna börnum. Dagvist kostar augun úr. Þær mega ekki tala um jöfn laun kynja innan vinnustaðarins því þá er gert grín að þeim. Femínisti er hrópað – sem er það versta sem heyrist. Þær komast ekki í æðstu stjórnunarstöður. Þær eru að bugast af heimilishaldi þótt þær gegni áhrifastöðum og eigi vel viljandi eiginmenn. Þannig er bara menningin. Þetta er svolítið bara þeirra mál. Og svo framvegis. Út af svolitlu. Það rauk úr hausnum á mér á heimleiðinni. Hvers vegna í fjáranum er Ísland komið svona langt á undan öðrum Evrópulöndum? Niðurstaða mín var sú að sama hversu hörð kvenréttindabaráttan getur orðið – þá gerist lítið án þess að strákarnir taki þátt. Og ekki misskilja mig – ég ber ómælda virðingu fyrir kvenréttindakonum og lít sannarlega á mig sem slíka. Barátta er gott hreyfiafl – en einhliða átök ekki. Samskipti og samstarf eru lykillinn að góðri baráttu. Og í henni hafa íslensku strákarnir tekið þátt. Takk fyrir það strákar. Höfundur er hdl. og meðeigandi Strategíu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar