Börn á ofbeldisheimilum Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2017 07:15 Nýlega fékk Kvennaathvarfið viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag til mannréttinda barna, betri viðurkenningu er vart hægt að hugsa sér. Í viðurkenningunni felst sú mikilvæga hugsun að börn á ofbeldisheimilum séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að. Stundum gleymast það reyndar, enda er kannski erfiðara að muna en að muna ekki að á Íslandi búa hundruðir barna á nokkurs konar vígvelli heima hjá sér, horfa upp á veruleika sem væri stranglega bannaður þeirra aldurshópi ef hann væri sjónvarpsefni og sem hafa sjaldan nokkurn til að tala við um það sem þau upplifa. Börn leita oftast til foreldra sinna þegar þau verða hrædd en hvað með börnin sem eru hræddust þegar pabbi ræðst á mömmu og þau halda að hann ætli kannski að drepa hana í þetta sinn? Eða þau sem hlusta á öskur og ókvæðisorð fljúga á milli veggja á heima hjá þeim? Til hverra geta þau leitað? Í dag eru 35 ár síðan Kvennaathvarfið opnaði. Síðan hafa rúmlega 3100 börn dvalið í athvarfinu. Á þessu ári hafa næstum 100 börn dvalið í Kvennaathvarfinu, flest talsvert lengi eða allavega í lengri tíma en æskilegt er í neyðarathvarfi. Þau kvarta svo sem ekki yfir aðbúnaðinum og það líður yfirleitt undrastuttur tími frá því að þau trítla stóreyg og nýkomin um húsið og reyna að raða saman nýjum veruleika og þangað til þau eiga húsið nokkurn veginn skuldlaust og starfskonurnar með húð og hári. Kannski gerist þetta svona hratt af því að þau eru vön því að bregðast við fáránlegum aðstæðum. Líf á ofbeldisheimili hlýtur alltaf að vera fjarstæðukennt rétt eins og orðið heimilisofbeldi sem í eðli sínu er svo fráleitt að það ætti ekki að vera til í tungumálinu. Börnin láta til sín taka í athvarfinu og hafa bæði kennt okkur sitthvað um börn á ofbeldisheimilum og rennt stoðum undir það sem við höfum lært eftir öðrum leiðum. Drengur með meistarapróf í felustöðum, ekki af því að honum þyki svo gaman í feluleik, börn með botnlausan áhuga á öryggiskerfinu og því hvort það virki örugglega og stúlka sem vildi alls ekki fara til pabba af því að hann var vondur við hana og mömmu en bætti svo við að það væri samt góð lykt af honum setja margt af því sem við höfðum áður lært í alvöru samhengi. Það er lag einmitt núna að beina sjónum að börnum á ofbeldisheimilum. Það má ekki seinna vera því börn hafa ekki tíma til að bíða, barnæskan er stutt og þó það sé kannski aldrei of seint að eiga gott líf þá er á ákveðnum tímapunkti of seint að eiga góða barnæsku. Rannsóknir sýna að ofbeldi á æskuheimili auka líkurnar á því að barn eigi í erfiðleikum með tengslamyndun og með að eignast vini, sé lagt í einelti og eigi við náms- og hegðunarvanda að stríða svo nokkuð sé nefnt. Sjaldnast fá þau hjálp vegna ofbeldisins. Þau fá stundum aðstoð, stuðning eða lyf vegna afleiðinganna, einkum hegðunarvandans en það er ekki nóg. Ekkert lyf sem barni er gefið, hvorki rítalín né verkjalyf við höfuðverk, virkar á heimilisofbeldi af því að heimilisofbeldi er ekki börnunum að kenna. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fékk Kvennaathvarfið viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag til mannréttinda barna, betri viðurkenningu er vart hægt að hugsa sér. Í viðurkenningunni felst sú mikilvæga hugsun að börn á ofbeldisheimilum séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að. Stundum gleymast það reyndar, enda er kannski erfiðara að muna en að muna ekki að á Íslandi búa hundruðir barna á nokkurs konar vígvelli heima hjá sér, horfa upp á veruleika sem væri stranglega bannaður þeirra aldurshópi ef hann væri sjónvarpsefni og sem hafa sjaldan nokkurn til að tala við um það sem þau upplifa. Börn leita oftast til foreldra sinna þegar þau verða hrædd en hvað með börnin sem eru hræddust þegar pabbi ræðst á mömmu og þau halda að hann ætli kannski að drepa hana í þetta sinn? Eða þau sem hlusta á öskur og ókvæðisorð fljúga á milli veggja á heima hjá þeim? Til hverra geta þau leitað? Í dag eru 35 ár síðan Kvennaathvarfið opnaði. Síðan hafa rúmlega 3100 börn dvalið í athvarfinu. Á þessu ári hafa næstum 100 börn dvalið í Kvennaathvarfinu, flest talsvert lengi eða allavega í lengri tíma en æskilegt er í neyðarathvarfi. Þau kvarta svo sem ekki yfir aðbúnaðinum og það líður yfirleitt undrastuttur tími frá því að þau trítla stóreyg og nýkomin um húsið og reyna að raða saman nýjum veruleika og þangað til þau eiga húsið nokkurn veginn skuldlaust og starfskonurnar með húð og hári. Kannski gerist þetta svona hratt af því að þau eru vön því að bregðast við fáránlegum aðstæðum. Líf á ofbeldisheimili hlýtur alltaf að vera fjarstæðukennt rétt eins og orðið heimilisofbeldi sem í eðli sínu er svo fráleitt að það ætti ekki að vera til í tungumálinu. Börnin láta til sín taka í athvarfinu og hafa bæði kennt okkur sitthvað um börn á ofbeldisheimilum og rennt stoðum undir það sem við höfum lært eftir öðrum leiðum. Drengur með meistarapróf í felustöðum, ekki af því að honum þyki svo gaman í feluleik, börn með botnlausan áhuga á öryggiskerfinu og því hvort það virki örugglega og stúlka sem vildi alls ekki fara til pabba af því að hann var vondur við hana og mömmu en bætti svo við að það væri samt góð lykt af honum setja margt af því sem við höfðum áður lært í alvöru samhengi. Það er lag einmitt núna að beina sjónum að börnum á ofbeldisheimilum. Það má ekki seinna vera því börn hafa ekki tíma til að bíða, barnæskan er stutt og þó það sé kannski aldrei of seint að eiga gott líf þá er á ákveðnum tímapunkti of seint að eiga góða barnæsku. Rannsóknir sýna að ofbeldi á æskuheimili auka líkurnar á því að barn eigi í erfiðleikum með tengslamyndun og með að eignast vini, sé lagt í einelti og eigi við náms- og hegðunarvanda að stríða svo nokkuð sé nefnt. Sjaldnast fá þau hjálp vegna ofbeldisins. Þau fá stundum aðstoð, stuðning eða lyf vegna afleiðinganna, einkum hegðunarvandans en það er ekki nóg. Ekkert lyf sem barni er gefið, hvorki rítalín né verkjalyf við höfuðverk, virkar á heimilisofbeldi af því að heimilisofbeldi er ekki börnunum að kenna. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun