Höldum vöku okkar! Valgerður Guðjónsdóttir skrifar 6. desember 2017 08:19 Nú til dags eru námsmöguleikar fólks fjölbreyttir, á öllum sviðum samfélagsins. Hins vegar er stóra vandamálið að erfitt kann að vera fyrir fólk að finna réttu leiðina að sínu markmiði. Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvarnar um land allt leggja mikla áherslu á náms- og starfsráðgjöf, fólki að kostnaðarlausu. Hlutverk náms- og starfsráðgjafanna er að vísa fólki veginn þannig að allir finni nám við sitt hæfi. Eðlilega tekur námsframboð hverrar símenntunarmiðstöðvar mið af því umhverfi sem hún starfar í. Ýmsar námsleiðir eru í boði hjá öllum símenntunarmiðstöðvum á landinu en þær sérhæfa sig líka út frá atvinnulífi hvers byggðarlags. Við búum í fjölbreyttu samfélagi hér í Vestmannaeyjum en hvernig sem á það er litið er sjávarútvegurinn sá grunnur sem flest byggir á. Í Sölku Völku kemst nóbelskáldið svo að orði að þegar öllu sé á botninn hvolft sé „lífið þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl.“ Þetta á vel við hér í Eyjum, í samfélagi sem stendur að baki u.þ.b. 12% af útflutningi íslenskra sjávarafurða. Við höfum lengi lagt ríka áherslu á að mennta fólk sem starfar í fiskvinnslu og sjómennsku. Hér eru stór fyrirtæki í sjávarútvegi með fjölda starfsmanna. Lykilatriðið í því að ná til þeirra allra er áhugi stjórnenda fyrirtækjanna á að bjóða starfsmönnum sínum upp á fræðslu, sem styrkir þá í starfi og gerir að betri starfsmönnum. Sem betur fer eru fyrirtæki almennt meðvituð um mikilvægi þess að efla starfsmenn sína í starfi, með fræðslu af ýmsum toga. Nýliðum er gert að kynna sér vel ýmsa grunnþætti er lúta til dæmis að öryggismálum á vinnustað. Við höfum líka unnið náið með Vinnueftirlitinu með öryggis- og lyftaranámskeiðum, svo eitthvað sé nefnt. Viðhorf stjórnenda fyrirtækja til fræðslumála er almennt jákvætt en þó dugar það ekki alltaf til. Starfsmenn sjálfir þurfa að finna hvatann til að efla þekkingu sína og færni og finna því tíma. Þetta á ekki síst við um erlenda starfsmenn sem ýmist eru hér til lengri eða skemmri tíma. En vissulega hefur okkur gengið bærilega að ná til fjölmargra fiskvinnslumanna með m.a. „Grunnnámskeiði fyrir fiskvinnslufólk“, sem er vottað nám frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námið, sem er 128 klukkustundir og hugsað fyrir 18 ára og eldri, er ætlað þeim sem starfa við vinnslu sjávarfangs og hefur það að markmiði að auka þekkingu fólks frá veiðum til vinnslu og alla leið á borð neytenda. Frá upphafi fiskvinnslunámskeiða hafa yfir 800 einstaklingar fengið slíka fræðslu í Vestmannaeyjum. Hjá fyrirtækjum sem starfa bæði í bolfiskvinnslu og vinnslu uppsjávartegunda, eins og dæmi eru um hér í Vestmannaeyjum, getur reynst erfitt að finna tíma fyrir fræðslu starfsfólks. Með tilkomu makrílsins eru úr sögunni hin eiginlegu vertíðarlok, með því kærkomna fríi sem það felur í sér fyrir fólk í fiskvinnslu. Við í símenntunarmiðstöðvunum finnum einnig fyrir þessum breytingum hvað varðar fræðslu fyrir fólk í þessum geira. Það svigrúm sem áður var og við nýttum gjarnan til þess að setja upp ýmis námskeið fyrir starfsfólk í fiskvinnslu hefur takmarkast. Nú má heita að vinnslan í þessum fyrirtækjum nái saman árið um kring – í loðnu, kolmunna, makríl og síld. Að sjálfsögðu er afar jákvætt fyrir starfsfólk að hafa mikla og stöðuga vinnu en á móti kemur að þetta hefur þrengt möguleika þess að sitja námskeið og afla sér aukinnar þekkingar á ýmsum sviðum. Annar mikilvægur þáttur í starfi okkar hjá Visku – fræðslu og símenntunarmiðstöð lýtur að fræðslu og endurmenntun sjómanna. Þar er ekki síst mikilvægt að geta boðið ófaglærðum sjómönnum, sem hafa lengi verið til sjós, upp á raunfærnimat þar sem margþætt færni þeirra er metin til náms. Við hjá Visku önnumst raunfærnimat sjómanna um allt land til styttingar náms í skipstjórn. Til þess að geta farið í raunfærnimat, þurfa þátttakendur að vera orðnir 25 ára gamlir og hafa starfað að lágmarki fimm ár til sjós. Við nýtum fjarskiptatæknina og vinnum raunfærnimatið að hluta til í gegnum Skype. Að meta færni og þekkingu til náms og starfa krefst þekkingar og menntunar í greininni og því sækjum við matsmenn þar sem slíka þekkingu er að finna. Þetta hefur almennt gengið mjög vel og mikil ánægja er hjá sjómönnum að eiga þess kost að fá metna hæfni sína og starfsreynslu til frekara náms í skipstjórn eða til annars náms. Á þessu ári hafa um tuttugu og fimm sjómenn um allt land nýtt sér þennan möguleika. Þessi leið hefur alveg tvímælalaust sannað gildi sitt því þess eru mörg dæmi að sjómenn hafa í framhaldinu farið í nám, hvort sem er í skipstjórn eða eitthvað annað. En stóra málið í þessu er að sjómenn geta með þessu móti nýtt sér þá fræðslu sem í boði er samhliða vinnu sinni úti á sjó. Sumir vilja styrkja sig í starfi til sjós en aðrir horfa til annarra starfa í landi og vilja búa sig undir ný störf á vinnumarkaði sem gerir kröfur um sífellt meiri þekkingu og menntun starfsfólks. Sjávarútvegurinn er og hefur verið ein af mikilvægustu burðarstoðunum í efnahag þjóðarinnar. Við stöndum framar flestum öðrum í tækniþróun í sjávarútvegi. Menntun allra sem starfa í sjávarútvegi er og verður í framtíðinni afar mikilvægur þáttur í að sækja fram á þessu sviði. Ljóst er að efla þarf enn frekar framboð á tæknimenntun fyrir fólk sem kýs að starfa í fiskvinnslu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að við höldum vöku okkar.Höfundur er framkvæmdastjóri Visku – fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar í Vestmannaeyjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nú til dags eru námsmöguleikar fólks fjölbreyttir, á öllum sviðum samfélagsins. Hins vegar er stóra vandamálið að erfitt kann að vera fyrir fólk að finna réttu leiðina að sínu markmiði. Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvarnar um land allt leggja mikla áherslu á náms- og starfsráðgjöf, fólki að kostnaðarlausu. Hlutverk náms- og starfsráðgjafanna er að vísa fólki veginn þannig að allir finni nám við sitt hæfi. Eðlilega tekur námsframboð hverrar símenntunarmiðstöðvar mið af því umhverfi sem hún starfar í. Ýmsar námsleiðir eru í boði hjá öllum símenntunarmiðstöðvum á landinu en þær sérhæfa sig líka út frá atvinnulífi hvers byggðarlags. Við búum í fjölbreyttu samfélagi hér í Vestmannaeyjum en hvernig sem á það er litið er sjávarútvegurinn sá grunnur sem flest byggir á. Í Sölku Völku kemst nóbelskáldið svo að orði að þegar öllu sé á botninn hvolft sé „lífið þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl.“ Þetta á vel við hér í Eyjum, í samfélagi sem stendur að baki u.þ.b. 12% af útflutningi íslenskra sjávarafurða. Við höfum lengi lagt ríka áherslu á að mennta fólk sem starfar í fiskvinnslu og sjómennsku. Hér eru stór fyrirtæki í sjávarútvegi með fjölda starfsmanna. Lykilatriðið í því að ná til þeirra allra er áhugi stjórnenda fyrirtækjanna á að bjóða starfsmönnum sínum upp á fræðslu, sem styrkir þá í starfi og gerir að betri starfsmönnum. Sem betur fer eru fyrirtæki almennt meðvituð um mikilvægi þess að efla starfsmenn sína í starfi, með fræðslu af ýmsum toga. Nýliðum er gert að kynna sér vel ýmsa grunnþætti er lúta til dæmis að öryggismálum á vinnustað. Við höfum líka unnið náið með Vinnueftirlitinu með öryggis- og lyftaranámskeiðum, svo eitthvað sé nefnt. Viðhorf stjórnenda fyrirtækja til fræðslumála er almennt jákvætt en þó dugar það ekki alltaf til. Starfsmenn sjálfir þurfa að finna hvatann til að efla þekkingu sína og færni og finna því tíma. Þetta á ekki síst við um erlenda starfsmenn sem ýmist eru hér til lengri eða skemmri tíma. En vissulega hefur okkur gengið bærilega að ná til fjölmargra fiskvinnslumanna með m.a. „Grunnnámskeiði fyrir fiskvinnslufólk“, sem er vottað nám frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námið, sem er 128 klukkustundir og hugsað fyrir 18 ára og eldri, er ætlað þeim sem starfa við vinnslu sjávarfangs og hefur það að markmiði að auka þekkingu fólks frá veiðum til vinnslu og alla leið á borð neytenda. Frá upphafi fiskvinnslunámskeiða hafa yfir 800 einstaklingar fengið slíka fræðslu í Vestmannaeyjum. Hjá fyrirtækjum sem starfa bæði í bolfiskvinnslu og vinnslu uppsjávartegunda, eins og dæmi eru um hér í Vestmannaeyjum, getur reynst erfitt að finna tíma fyrir fræðslu starfsfólks. Með tilkomu makrílsins eru úr sögunni hin eiginlegu vertíðarlok, með því kærkomna fríi sem það felur í sér fyrir fólk í fiskvinnslu. Við í símenntunarmiðstöðvunum finnum einnig fyrir þessum breytingum hvað varðar fræðslu fyrir fólk í þessum geira. Það svigrúm sem áður var og við nýttum gjarnan til þess að setja upp ýmis námskeið fyrir starfsfólk í fiskvinnslu hefur takmarkast. Nú má heita að vinnslan í þessum fyrirtækjum nái saman árið um kring – í loðnu, kolmunna, makríl og síld. Að sjálfsögðu er afar jákvætt fyrir starfsfólk að hafa mikla og stöðuga vinnu en á móti kemur að þetta hefur þrengt möguleika þess að sitja námskeið og afla sér aukinnar þekkingar á ýmsum sviðum. Annar mikilvægur þáttur í starfi okkar hjá Visku – fræðslu og símenntunarmiðstöð lýtur að fræðslu og endurmenntun sjómanna. Þar er ekki síst mikilvægt að geta boðið ófaglærðum sjómönnum, sem hafa lengi verið til sjós, upp á raunfærnimat þar sem margþætt færni þeirra er metin til náms. Við hjá Visku önnumst raunfærnimat sjómanna um allt land til styttingar náms í skipstjórn. Til þess að geta farið í raunfærnimat, þurfa þátttakendur að vera orðnir 25 ára gamlir og hafa starfað að lágmarki fimm ár til sjós. Við nýtum fjarskiptatæknina og vinnum raunfærnimatið að hluta til í gegnum Skype. Að meta færni og þekkingu til náms og starfa krefst þekkingar og menntunar í greininni og því sækjum við matsmenn þar sem slíka þekkingu er að finna. Þetta hefur almennt gengið mjög vel og mikil ánægja er hjá sjómönnum að eiga þess kost að fá metna hæfni sína og starfsreynslu til frekara náms í skipstjórn eða til annars náms. Á þessu ári hafa um tuttugu og fimm sjómenn um allt land nýtt sér þennan möguleika. Þessi leið hefur alveg tvímælalaust sannað gildi sitt því þess eru mörg dæmi að sjómenn hafa í framhaldinu farið í nám, hvort sem er í skipstjórn eða eitthvað annað. En stóra málið í þessu er að sjómenn geta með þessu móti nýtt sér þá fræðslu sem í boði er samhliða vinnu sinni úti á sjó. Sumir vilja styrkja sig í starfi til sjós en aðrir horfa til annarra starfa í landi og vilja búa sig undir ný störf á vinnumarkaði sem gerir kröfur um sífellt meiri þekkingu og menntun starfsfólks. Sjávarútvegurinn er og hefur verið ein af mikilvægustu burðarstoðunum í efnahag þjóðarinnar. Við stöndum framar flestum öðrum í tækniþróun í sjávarútvegi. Menntun allra sem starfa í sjávarútvegi er og verður í framtíðinni afar mikilvægur þáttur í að sækja fram á þessu sviði. Ljóst er að efla þarf enn frekar framboð á tæknimenntun fyrir fólk sem kýs að starfa í fiskvinnslu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að við höldum vöku okkar.Höfundur er framkvæmdastjóri Visku – fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar í Vestmannaeyjum
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar