Lífið

David Beckham dásamaði Björgólf Thor á sérsmíðuðu mótórhjóli

Anton Egilsson skrifar
Þeir Beckham og Björgólfur Thor eru miklir mátar.
Þeir Beckham og Björgólfur Thor eru miklir mátar. Vísir/Getty/GVA
Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgjólfsson og knattspyrnukappinn fyrrverandi David Beckham skelltu sér saman á mótórhjól í Bandaríkjunum á dögunum. Birti Beckham myndband  á Instagram-reikningi sínum þar sem hann dásamaði Björgólf sem þeystist um á sérsmíðuðu mótórhjóli.

Þeir Björgólfur og Beckham eru miklir mátar en þeir þekkjast í gegnum börn sín sem ganga í sama skóla í Lundúnum. Beckham kom hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni  á síðasta ári og tók Björgólfur þá á móti honum en Vísir greindi frá því í júlí í fyrra að Beckham hefði rennt fyrir laxi í Langá í Mýrum.

Björgólfur Thor að þeysast um á mótórhjólinu.Skjáskot
David Beckham sem er 42 ára lék stærstan hluta knattspyrnuferils síns  með Manchester United en síðar fór hann til Real Madrid og Los Angeles Galaxy. Undir lok ferils síns tók hann svo stutt stopp hjá AC Milan og Paris Saint German. Lék hann yfir 100 landsleiki fyrir enska landsliðið og bar fyrirliðabandið um hríð.

Svo virðist sem að fjölskyldur þeirra séu saman í fríi í Bandaríkjunum um þessar myndir en Cruz, yngsti sonur Beckham, birti nýlega mynd af sér með Daníel Darra, syni Björgólfs Thor, þar sem þeir eru að spóka sig saman á hjólum.

Fun time hanging out with @danieldarri55

A post shared by Cruz Beckham (@cruzbeckham) on
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.