Þeir Björgólfur og Beckham eru miklir mátar en þeir þekkjast í gegnum börn sín sem ganga í sama skóla í Lundúnum. Beckham kom hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni á síðasta ári og tók Björgólfur þá á móti honum en Vísir greindi frá því í júlí í fyrra að Beckham hefði rennt fyrir laxi í Langá í Mýrum.

Svo virðist sem að fjölskyldur þeirra séu saman í fríi í Bandaríkjunum um þessar myndir en Cruz, yngsti sonur Beckham, birti nýlega mynd af sér með Daníel Darra, syni Björgólfs Thor, þar sem þeir eru að spóka sig saman á hjólum.