Fyrir tíu árum Siv Friðleifsdóttir skrifar 1. júní 2017 07:00 Hinn 1. júní 2007 fyrir 10 árum komu til framkvæmda ný lög sem Alþingi hafði samþykkt árinu fyrr. Með lögunum varð, til allra heilla, óheimilt að reykja á veitinga- og skemmtistöðum. Undirrituð lagði fram frumvarp um slíkt bann í febrúar 2005 sem þingmannafrumvarp og fékk viðurnefnið banndrottningin á göngum þingsins. Meðflutningsmenn voru Ásta R. Jóhannesdóttir, Jónína Bjartmarz og Þuríður Backman. Náði málið ekki fram að ganga en umræðan um það var mikilvæg og upplýsandi. Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, lagði sambærilegt mál fram í desember 2005 og þá sem stjórnarfrumvarp. Var það samþykkt á Alþingi ári seinna. Þorri þingmanna studdi málið að lokum. Þrír greiddu þó atkvæði á móti. Talsverð barátta var í aðdraganda málsins á þessum árum milli bannsinna og hinna. Þar tókust á sjónarmið frelsis og lýðheilsu. Svipuð sjónarmið og nú takast á um hvort afleggja eigi rekstur ríkisins á áfengissölu eða ekki. Meginmarkmið banns við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum var að vernda starfsmenn með vísan til vinnuverndarlaga og að vernda almenning með vísan til vaxandi fjölda vísindalegra sannana fyrir heilsuskaða óbeinna reykinga. Þarna var því um að ræða bann til verndar þriðja aðila fyrir óbeinum reykingum, þ.e. starfsmanna og almennings, en í minni mæli bann til verndunar þeim sem reykti. Sömu sjónarmið eru nú uppi í andstöðunni við aukið aðgengi að áfengi og þar með neyslu. Þar ber að vernda þriðja aðila sem mest. Hér er um að ræða þá aðila sem helst mega þola neikvæðar félagslegar afleiðingar aukinnar áfengisneyslu, börnin og ungmennin. Vonandi ber okkur Íslendingum gæfa til þess að fara að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í þessum efnum. Fyrir rúmlega 10 árum þótti ekki sjálfgefið að leggja af þann ósið að reykja á veitinga- og skemmtistöðum. Alþingi tók hins vegar rétta ákvörðun í ljósi upplýsinga um skaðsemi óbeinna reykinga. Síðan þá hefur stuðningurinn við reykleysið fest sig í sessi. Nú tíu árum seinna vill enginn ganga til baka til fyrra fyrirkomulags. Bönn til verndar lýðheilsu eru því réttmæt. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Hinn 1. júní 2007 fyrir 10 árum komu til framkvæmda ný lög sem Alþingi hafði samþykkt árinu fyrr. Með lögunum varð, til allra heilla, óheimilt að reykja á veitinga- og skemmtistöðum. Undirrituð lagði fram frumvarp um slíkt bann í febrúar 2005 sem þingmannafrumvarp og fékk viðurnefnið banndrottningin á göngum þingsins. Meðflutningsmenn voru Ásta R. Jóhannesdóttir, Jónína Bjartmarz og Þuríður Backman. Náði málið ekki fram að ganga en umræðan um það var mikilvæg og upplýsandi. Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, lagði sambærilegt mál fram í desember 2005 og þá sem stjórnarfrumvarp. Var það samþykkt á Alþingi ári seinna. Þorri þingmanna studdi málið að lokum. Þrír greiddu þó atkvæði á móti. Talsverð barátta var í aðdraganda málsins á þessum árum milli bannsinna og hinna. Þar tókust á sjónarmið frelsis og lýðheilsu. Svipuð sjónarmið og nú takast á um hvort afleggja eigi rekstur ríkisins á áfengissölu eða ekki. Meginmarkmið banns við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum var að vernda starfsmenn með vísan til vinnuverndarlaga og að vernda almenning með vísan til vaxandi fjölda vísindalegra sannana fyrir heilsuskaða óbeinna reykinga. Þarna var því um að ræða bann til verndar þriðja aðila fyrir óbeinum reykingum, þ.e. starfsmanna og almennings, en í minni mæli bann til verndunar þeim sem reykti. Sömu sjónarmið eru nú uppi í andstöðunni við aukið aðgengi að áfengi og þar með neyslu. Þar ber að vernda þriðja aðila sem mest. Hér er um að ræða þá aðila sem helst mega þola neikvæðar félagslegar afleiðingar aukinnar áfengisneyslu, börnin og ungmennin. Vonandi ber okkur Íslendingum gæfa til þess að fara að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í þessum efnum. Fyrir rúmlega 10 árum þótti ekki sjálfgefið að leggja af þann ósið að reykja á veitinga- og skemmtistöðum. Alþingi tók hins vegar rétta ákvörðun í ljósi upplýsinga um skaðsemi óbeinna reykinga. Síðan þá hefur stuðningurinn við reykleysið fest sig í sessi. Nú tíu árum seinna vill enginn ganga til baka til fyrra fyrirkomulags. Bönn til verndar lýðheilsu eru því réttmæt. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar