Eins og klóakrennsli frá 1,1 milljón manns Ingólfur Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2017 07:00 Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi fiskeldisstöðva má reikna með að frá hverju tonni í laxeldi komi skólp sem er á við „klóakrennsli frá 8 manns“. Til að setja þessa tölu í samhengi þá væri „klóakrennsli“ frá 30.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi á við 240.000 manna byggð. Hver vill fá slíkan ófögnuð við bæjardyrnar hjá sér? Nýlega bárust fréttir af því að Arnarlax verður að færa til kvíar sínar í Patreksfirði vegna mengunar sem stafar frá þeim. Fyrirtækið hafði hugsað sér að fá alþjóðlega votttun fyrir ábyrgu og sjálfbæru fiskeldi í sjó en uppfyllti ekki nauðsynleg skilyrði. Við botnsýnatöku Náttúrustofu Vestfjarða við Hlaðseyri í Patreksfirði kom í ljós mikil uppsöfnun úrgangs við kvíarnar. Það sem er verra er að þessi úrgangur virðist fara með sjávarstraumum inn fjörðinn en ekki út til hafs. Að öllu óbreyttu mun því úrgangurinn safnast saman innar í firðinum og valda enn meiri mengun þar. Þessi mengun er þegar farin að hafa alvarleg áhrif á lífríki við Patreksfjörð eins og kemur fram í skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða: „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu.“ Furðu lítið hefur farið fyrir umræðum um að fiskeldi í opnum sjókvíum er verulega mengandi iðnaður. Við skulum hafa í huga að ofangreindar tölur Landssambands fiskeldisstöðva um „klóakrennsli frá 8 manns“ eru mjög varfærnar. Alþjóðleg umhverfissamtök vísa til rannsókna sem sýna að skólpið frá hverju tonni samsvarar frárennsli 9 til 20 manns. Þó ekki sé farið hærra en í 16 manns á þeim skala þá yrði skólpmengunin frá 71 þúsund tonna eldi – eins og Hafrannsóknastofnun telur rétt að leyfa – á við það sem rennur til sjávar frá rúmlega 1,1 milljón manns. Það er hrollvekjandi framtíðarsýn. Höfundur er flugstjóri og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi fiskeldisstöðva má reikna með að frá hverju tonni í laxeldi komi skólp sem er á við „klóakrennsli frá 8 manns“. Til að setja þessa tölu í samhengi þá væri „klóakrennsli“ frá 30.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi á við 240.000 manna byggð. Hver vill fá slíkan ófögnuð við bæjardyrnar hjá sér? Nýlega bárust fréttir af því að Arnarlax verður að færa til kvíar sínar í Patreksfirði vegna mengunar sem stafar frá þeim. Fyrirtækið hafði hugsað sér að fá alþjóðlega votttun fyrir ábyrgu og sjálfbæru fiskeldi í sjó en uppfyllti ekki nauðsynleg skilyrði. Við botnsýnatöku Náttúrustofu Vestfjarða við Hlaðseyri í Patreksfirði kom í ljós mikil uppsöfnun úrgangs við kvíarnar. Það sem er verra er að þessi úrgangur virðist fara með sjávarstraumum inn fjörðinn en ekki út til hafs. Að öllu óbreyttu mun því úrgangurinn safnast saman innar í firðinum og valda enn meiri mengun þar. Þessi mengun er þegar farin að hafa alvarleg áhrif á lífríki við Patreksfjörð eins og kemur fram í skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða: „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu.“ Furðu lítið hefur farið fyrir umræðum um að fiskeldi í opnum sjókvíum er verulega mengandi iðnaður. Við skulum hafa í huga að ofangreindar tölur Landssambands fiskeldisstöðva um „klóakrennsli frá 8 manns“ eru mjög varfærnar. Alþjóðleg umhverfissamtök vísa til rannsókna sem sýna að skólpið frá hverju tonni samsvarar frárennsli 9 til 20 manns. Þó ekki sé farið hærra en í 16 manns á þeim skala þá yrði skólpmengunin frá 71 þúsund tonna eldi – eins og Hafrannsóknastofnun telur rétt að leyfa – á við það sem rennur til sjávar frá rúmlega 1,1 milljón manns. Það er hrollvekjandi framtíðarsýn. Höfundur er flugstjóri og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun