10 ára píanósnillingur Elín Albertsdóttir skrifar 29. apríl 2017 09:00 Ásta Dóra spilar gömlu meistarana með miklum tilþrifum. Hún mun sýna gestum Hörpu hvers hún er megnuð í dag. MYND/EYÞÓR Ásta Dóra Finnsdóttir er 10 ára en er þegar farin að vekja athygli um allan heim fyrir snilli sína á píanó. Hún hefur fengið milljónir áhorfenda á netinu en í dag verður hún með sína fyrstu tónleika í Hörpu. Ásta Dóra komst í heimsfréttirnar fyrir ári þegar hún sýndi snilli sína á almenningspíanói í Canary-Wharf í London. Þar lék hún Tyrkneska marsinn – Rondo Alla Turca eftir Mozart án þess að slá feilnótu við mikinn fögnuð vegfarenda. Netmiðillinn Daily Mail sýndi myndband af viðburðinum og fjallaði um þennan unga píanósnilling. Myndbandið fór á flug í netheimum og sem dæmi hafa yfir þrjár milljónir manna horft á það í Taívan. Sjálf á Ásta Dóra ættir að rekja til Malasíu en þaðan er móðir hennar, Fey eða Chin Ming Teoh. Faðirinn, Finnur Þorgeirsson, er hins vegar Íslendingur og fjölskyldan býr í Garðabæ.Tónleikar í Hörpu Ásta Dóra hefur leikið á píanó frá fjögurra ára aldri. Hún er langt á undan jafnöldrum sínum í námi. Ásta Dóra stundar Suzuki-nám við Allegri Suzuki tónlistarskólann undir handleiðslu Kristins Arnar Kristinssonar. Hún lauk við námsefni skólans í fyrra en tónleikarnir í dag eru formleg útskrift úr síðustu bókinni í náminu en þær eru alls sjö. Þetta eru ákveðin tímamót því Ásta Dóra hefur ekki áður haldið einleikstónleika. Þeir verða í Hörpuhorni á annarri hæð Hörpu og eru allir velkomnir að hlusta á hana spila og aðgangur er ókeypis. Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir Bach, Mozart, Händel, Chopin, Debussy og Bartók. Ásta stundar nám á framhaldsstigi sem er nánast einsdæmi fyrir barn á þessum aldri.Einbeittur ungur píanósnillingur.MYND/EYÞÓREkkert píanó Hæfileikar Ástu Dóru komu snemma í ljós. „Það var ekkert píanó heima en ég fékk að æfa mig hjá ömmu og afa. Ég elskaði tónlist og langaði að spila. Pabbi sendi mig í tónlistarskóla og eftir fyrsta veturinn keypti hann píanó fyrir mig,“ segir þessi ungi snillingur. Faðir hennar bætir því við að foreldrarnir vildu sjá hvort áhuginn væri raunverulegur áður en fjárfest yrði í píanói en það kom reyndar fljótt í ljós að svo var. „Ég hlustaði mikið á tónlist. Fyrsti kennarinn minn var Anna Fossberg Kjartansdóttir. Hún kenndi mér fingrasetningu og hvernig ég ætti að bera mig að við hljóðfærið. Síðan tók Kristinn við sem kennarinn minn,“ segir hún. Ásta Dóra var ekki orðin fimm ára þegar hún byrjaði í Suzuki skólanum.Alveg kreisí „Mamma sagði mér að þegar ég var yngri hafi ég verið alveg kreisí við píanóið og vildi stöðugt vera að spila. Hún þurfti stundum að minna mig á að taka hlé. Núna æfi ég tvo tíma á dag,“ segir Ásta Dóra sem auk píanónámsins stundar nám í Alþjóðaskóla Íslands sem er í sama húsi og Sjálandsskóli. Enska er annað móðurmál Ástu Dóru og hún stundar nám á ensku og íslensku. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að spila fyrir áhorfendur. Ég hlakka mikið til tónleikanna,“ segir Ásta Dóra en hún er ekki óvön að koma fram á tónleikum og ýmsum uppákomum. „Ég hef leikið fyrir forsetann,“ segir hún stolt. „Á tónleikunum mínum í Hörpu ætla ég að leika upp úr heilli bók, sautján mismunandi verk. Það verða prelúdíur, rúmensk þjóðlög og allavega lög,“ segir hún kát en Ásta Dóra er ákveðin í að halda áfram píanónámi. Að sögn föður hennar hefur hún einstakt tóneyra og á auðvelt með að læra nótur. „Það tekur smá tíma að læra erfiðustu nóturnar, svolítið flókið en mjög skemmtilegt,“ segir hún.Ásta Dóra með forsetahjónunum, Guðna og Elisu, og foreldrum sínum, Finni og Fey. Ásta var ákaflega ánægð með að spila fyrir forsetann á Bessastöðum.Með frægum píanóleikara Ásta Dóra fór á tónleika með Mariu João Pires píanóleikara þegar hún kom hingað til lands og lék í Hörpu. Maria byrjaði að læra á píanó fjögurra ára eins og Ásta Dóra og er í dag einn eftirsóttasti píanóleikari heims. „Ég elskaði hvernig hún lék á píanóið,“ segir Ásta einlæg en hún fékk að hitta Mariu. Hún hefur sömuleiðis hitt Víking Heiðar. „Hann er ótrúlega fær. Mig langar til að leggja píanóleik fyrir mig eins og hann.“Spilað á lestarstöð Þegar Ásta Dóra settist við píanóið í London var hún á námskeiði í Royal Albert Hall. „Ég sá svona almenningspíanó á lestarstöðvum og var búin að spyrja mömmu nokkrum sinnum hvort ég mætti spila. Mér leist best á þetta í Canary-Wharf af því að það leit út eins og tveggja hæða strætó. Ég veit ekkert hvernig þetta komst í Daily Mail og var alveg steinhissa að sjá fréttina.“ Fyrir tilviljun var þekktur konsertmeistari staddur á lestarstöðinni þegar Ásta lék á píanóið. „Hann spjallaði við mig og gaf mér góð ráð,“ segir hún. Ásta Dóra er algjörlega ófeimin að koma fram. Hún vonast til að sjá sem flesta í Hörpu. „Ég ætla að gera mitt allra besta fyrir gesti og ég hlakka mikið til. Síðan verð ég með tónleika 6. maí hjá Píanó plús í Tónskóla Sigursveins,“ segir hún. Ásta Dóra hefur verið í Píanó plús verkefni hjá Nínu Margréti Grímsdóttur píanókennara síðan í september. Það er verkefni fyrir nemendur á framhaldsstigi, jafnvel háskólastigi. Ásta er yngsti nemandinn. Ásta Dóra var verðlaunahafi Nótunnar árin 2014, 2015 og 2016. Hún vann sinn flokk í EPTA-keppninni 2015. Ásta er með YouTube-síðu https://www.youtube.com/user/feyoneteoh Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Ásta Dóra Finnsdóttir er 10 ára en er þegar farin að vekja athygli um allan heim fyrir snilli sína á píanó. Hún hefur fengið milljónir áhorfenda á netinu en í dag verður hún með sína fyrstu tónleika í Hörpu. Ásta Dóra komst í heimsfréttirnar fyrir ári þegar hún sýndi snilli sína á almenningspíanói í Canary-Wharf í London. Þar lék hún Tyrkneska marsinn – Rondo Alla Turca eftir Mozart án þess að slá feilnótu við mikinn fögnuð vegfarenda. Netmiðillinn Daily Mail sýndi myndband af viðburðinum og fjallaði um þennan unga píanósnilling. Myndbandið fór á flug í netheimum og sem dæmi hafa yfir þrjár milljónir manna horft á það í Taívan. Sjálf á Ásta Dóra ættir að rekja til Malasíu en þaðan er móðir hennar, Fey eða Chin Ming Teoh. Faðirinn, Finnur Þorgeirsson, er hins vegar Íslendingur og fjölskyldan býr í Garðabæ.Tónleikar í Hörpu Ásta Dóra hefur leikið á píanó frá fjögurra ára aldri. Hún er langt á undan jafnöldrum sínum í námi. Ásta Dóra stundar Suzuki-nám við Allegri Suzuki tónlistarskólann undir handleiðslu Kristins Arnar Kristinssonar. Hún lauk við námsefni skólans í fyrra en tónleikarnir í dag eru formleg útskrift úr síðustu bókinni í náminu en þær eru alls sjö. Þetta eru ákveðin tímamót því Ásta Dóra hefur ekki áður haldið einleikstónleika. Þeir verða í Hörpuhorni á annarri hæð Hörpu og eru allir velkomnir að hlusta á hana spila og aðgangur er ókeypis. Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir Bach, Mozart, Händel, Chopin, Debussy og Bartók. Ásta stundar nám á framhaldsstigi sem er nánast einsdæmi fyrir barn á þessum aldri.Einbeittur ungur píanósnillingur.MYND/EYÞÓREkkert píanó Hæfileikar Ástu Dóru komu snemma í ljós. „Það var ekkert píanó heima en ég fékk að æfa mig hjá ömmu og afa. Ég elskaði tónlist og langaði að spila. Pabbi sendi mig í tónlistarskóla og eftir fyrsta veturinn keypti hann píanó fyrir mig,“ segir þessi ungi snillingur. Faðir hennar bætir því við að foreldrarnir vildu sjá hvort áhuginn væri raunverulegur áður en fjárfest yrði í píanói en það kom reyndar fljótt í ljós að svo var. „Ég hlustaði mikið á tónlist. Fyrsti kennarinn minn var Anna Fossberg Kjartansdóttir. Hún kenndi mér fingrasetningu og hvernig ég ætti að bera mig að við hljóðfærið. Síðan tók Kristinn við sem kennarinn minn,“ segir hún. Ásta Dóra var ekki orðin fimm ára þegar hún byrjaði í Suzuki skólanum.Alveg kreisí „Mamma sagði mér að þegar ég var yngri hafi ég verið alveg kreisí við píanóið og vildi stöðugt vera að spila. Hún þurfti stundum að minna mig á að taka hlé. Núna æfi ég tvo tíma á dag,“ segir Ásta Dóra sem auk píanónámsins stundar nám í Alþjóðaskóla Íslands sem er í sama húsi og Sjálandsskóli. Enska er annað móðurmál Ástu Dóru og hún stundar nám á ensku og íslensku. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að spila fyrir áhorfendur. Ég hlakka mikið til tónleikanna,“ segir Ásta Dóra en hún er ekki óvön að koma fram á tónleikum og ýmsum uppákomum. „Ég hef leikið fyrir forsetann,“ segir hún stolt. „Á tónleikunum mínum í Hörpu ætla ég að leika upp úr heilli bók, sautján mismunandi verk. Það verða prelúdíur, rúmensk þjóðlög og allavega lög,“ segir hún kát en Ásta Dóra er ákveðin í að halda áfram píanónámi. Að sögn föður hennar hefur hún einstakt tóneyra og á auðvelt með að læra nótur. „Það tekur smá tíma að læra erfiðustu nóturnar, svolítið flókið en mjög skemmtilegt,“ segir hún.Ásta Dóra með forsetahjónunum, Guðna og Elisu, og foreldrum sínum, Finni og Fey. Ásta var ákaflega ánægð með að spila fyrir forsetann á Bessastöðum.Með frægum píanóleikara Ásta Dóra fór á tónleika með Mariu João Pires píanóleikara þegar hún kom hingað til lands og lék í Hörpu. Maria byrjaði að læra á píanó fjögurra ára eins og Ásta Dóra og er í dag einn eftirsóttasti píanóleikari heims. „Ég elskaði hvernig hún lék á píanóið,“ segir Ásta einlæg en hún fékk að hitta Mariu. Hún hefur sömuleiðis hitt Víking Heiðar. „Hann er ótrúlega fær. Mig langar til að leggja píanóleik fyrir mig eins og hann.“Spilað á lestarstöð Þegar Ásta Dóra settist við píanóið í London var hún á námskeiði í Royal Albert Hall. „Ég sá svona almenningspíanó á lestarstöðvum og var búin að spyrja mömmu nokkrum sinnum hvort ég mætti spila. Mér leist best á þetta í Canary-Wharf af því að það leit út eins og tveggja hæða strætó. Ég veit ekkert hvernig þetta komst í Daily Mail og var alveg steinhissa að sjá fréttina.“ Fyrir tilviljun var þekktur konsertmeistari staddur á lestarstöðinni þegar Ásta lék á píanóið. „Hann spjallaði við mig og gaf mér góð ráð,“ segir hún. Ásta Dóra er algjörlega ófeimin að koma fram. Hún vonast til að sjá sem flesta í Hörpu. „Ég ætla að gera mitt allra besta fyrir gesti og ég hlakka mikið til. Síðan verð ég með tónleika 6. maí hjá Píanó plús í Tónskóla Sigursveins,“ segir hún. Ásta Dóra hefur verið í Píanó plús verkefni hjá Nínu Margréti Grímsdóttur píanókennara síðan í september. Það er verkefni fyrir nemendur á framhaldsstigi, jafnvel háskólastigi. Ásta er yngsti nemandinn. Ásta Dóra var verðlaunahafi Nótunnar árin 2014, 2015 og 2016. Hún vann sinn flokk í EPTA-keppninni 2015. Ásta er með YouTube-síðu https://www.youtube.com/user/feyoneteoh
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira