Gleraugun í kassanum! Svavar Guðmundsson skrifar 12. desember 2017 07:00 Hvað eiga blindir og sjónskertir einna erfiðast með? Það er að lesa og skrifa. Því hefur það alltaf vakið undrun mína afhverju stofnum sem þjónustar blinda og sjónskerta skuli vera með lengsta stofnanaheiti á Íslandi. Stofnunin heitir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (ÞOÞFBSODE). Ég hef aldrei heyrt neinn bera þetta rétt fram nema símsvarann hjá stofnuninni. Undirritaður er skilgreindur lögblindur með mælanlega sjón 2/60. Sé það umreiknað í prósentur þá er það skemmtilegt fyrir lesendur að reikna það út. Ég frétti af því í vor að það væru til gleraugu sem kanadískt fyrirtæki hefði þróað og hannað, sem gæti hentað mínum augnsjúkdómi sem og annarra. Því sendi ég erindi þar sem ég óskaði eftir því að Blindrafélagið hefði milligöngu um að ábyrgjast gleraugun, án þess að um beina fjárfestingu væri að ræða, svo hægt væri að prófa gleraugun. Svo ég gæti sett þau á nefið á mér. Allt gekk vel þannig að gleraugun voru komin til Blindrafélagsins í byrjun júlí s.l. sem sendi gleraugun samdægurs til ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir um að fá að prófa gleraugun hefur mér ekki enn tekist það. Í millitíðinni, þar til dagsins í dag, hafa starfað þrír forstjórar hjá ÞOÞFBSODE. Ég lét liggja eftir þónokkur skilaboð til forstjórans sem starfaði frá því í ágúst fram í október. Því var aldrei svarað. Ég hef verið í sambandi við fjóra starfsmenn stofnunarinnar, að frátöldum forstjórunum þremur, frá því að gleraugun komu í hús. Þar með talið tvo sjóntækjafræðinga. Þegar ekkert rak ákvað ég að hafa samband við Velferðarráðuneytið í byrjun október s.l. Þá sendi ég tölvupóst á tvo starfsmenn þar sem ég í raun bauð fram þjónustu mína svo að hægt væri að bæta þjónustu ÞOÞFBSODE og óskaði eftir því að ráðuneytið legði mér lið. Ekkert gerðist í þeim málum þar, tölvupósturinn var aðeins áframsendur til ÞOÞFBSODE. Loksins fékk ég fund um miðjan október hjá ÞOÞFBSODE. Ég tók með mér aðstoðarmann svo ég hefði vitundarvott um hvað væri sagt. Þar hitti ég yfirsjóntækjafræðing og núverandi forstjóra ÞOÞFBSODE. Þar fékk ég þær útskýringar að ástæða þess að ég hefði ekki getað prófað gleraugun voru sumarleyfi, námskeiðahald og ráðstefnur starfsmanna. Eftir þrjá og hálfan mánuð fékk ég loks einhver svör. Jafnframt var mér lofað, í áheyrn vitundarvottarins og þeirra aðila sem fundinn sátu, að ég fengi að prófa gleraugun um miðjan nóvember. Þ.e. aðeins að setja þau á nefbroddinn því það er ekki eins og ég þurfi að fara í sértæka aðgerð til að fá að prófa gleraugun. Nú er kominn desember og ekki hef ég enn fengið að prófa gleraugun, fimm mánuðum eftir að þau komu í hús hjá ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir að augnlæknirinn minn hafi sent tölvupóst í tvígang, á framangreindu tímabili, til stofnunarinnar og ítrekað að ég fái að prófa gleraugun. Því hefur hvorki verið sinnt né svarað. Starfsfólk ÞOÞFBSODE hefur það að aðalstarfi og fær greitt laun fyrir að þjónusta blinda, sjóndapra og daufblinda. Því miður þá virðist vera svo mikið annríki hjá starfsfólkinu við að reka stofnunina og það sem ætti að vera aðalatriði er orðið algjör aukaatriði. Þess er sennilega skammt að bíða að þjónustu við blinda, sjóndapra og daufblinda verði vikið algjörlega út úr rekstrinum svo að stofnunin geti verið til fyrir sjálfa sig. Það myndi sennilega hvína í einhverjum starfsmanni ÞOÞFBSODE ef þeim væri gert ókleyft að keyra bifreið til vinnu sinnar nema með aðstoð gleraugna. Mig dreymir ekki einu sinni um að keyra bíl heldur að eiga möguleika á að bæta lífsgæði mín svo að ég geti ristað mér brauð. Gleraugun gera aðilum í mínum aðstæðum, þ.e. blindum einstaklingum, von um að villast síður um í viðsjárverðum heimi þar sem starfsmenn kerfisins hafa áföst gleraugu sem litast af móðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hvað eiga blindir og sjónskertir einna erfiðast með? Það er að lesa og skrifa. Því hefur það alltaf vakið undrun mína afhverju stofnum sem þjónustar blinda og sjónskerta skuli vera með lengsta stofnanaheiti á Íslandi. Stofnunin heitir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (ÞOÞFBSODE). Ég hef aldrei heyrt neinn bera þetta rétt fram nema símsvarann hjá stofnuninni. Undirritaður er skilgreindur lögblindur með mælanlega sjón 2/60. Sé það umreiknað í prósentur þá er það skemmtilegt fyrir lesendur að reikna það út. Ég frétti af því í vor að það væru til gleraugu sem kanadískt fyrirtæki hefði þróað og hannað, sem gæti hentað mínum augnsjúkdómi sem og annarra. Því sendi ég erindi þar sem ég óskaði eftir því að Blindrafélagið hefði milligöngu um að ábyrgjast gleraugun, án þess að um beina fjárfestingu væri að ræða, svo hægt væri að prófa gleraugun. Svo ég gæti sett þau á nefið á mér. Allt gekk vel þannig að gleraugun voru komin til Blindrafélagsins í byrjun júlí s.l. sem sendi gleraugun samdægurs til ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir um að fá að prófa gleraugun hefur mér ekki enn tekist það. Í millitíðinni, þar til dagsins í dag, hafa starfað þrír forstjórar hjá ÞOÞFBSODE. Ég lét liggja eftir þónokkur skilaboð til forstjórans sem starfaði frá því í ágúst fram í október. Því var aldrei svarað. Ég hef verið í sambandi við fjóra starfsmenn stofnunarinnar, að frátöldum forstjórunum þremur, frá því að gleraugun komu í hús. Þar með talið tvo sjóntækjafræðinga. Þegar ekkert rak ákvað ég að hafa samband við Velferðarráðuneytið í byrjun október s.l. Þá sendi ég tölvupóst á tvo starfsmenn þar sem ég í raun bauð fram þjónustu mína svo að hægt væri að bæta þjónustu ÞOÞFBSODE og óskaði eftir því að ráðuneytið legði mér lið. Ekkert gerðist í þeim málum þar, tölvupósturinn var aðeins áframsendur til ÞOÞFBSODE. Loksins fékk ég fund um miðjan október hjá ÞOÞFBSODE. Ég tók með mér aðstoðarmann svo ég hefði vitundarvott um hvað væri sagt. Þar hitti ég yfirsjóntækjafræðing og núverandi forstjóra ÞOÞFBSODE. Þar fékk ég þær útskýringar að ástæða þess að ég hefði ekki getað prófað gleraugun voru sumarleyfi, námskeiðahald og ráðstefnur starfsmanna. Eftir þrjá og hálfan mánuð fékk ég loks einhver svör. Jafnframt var mér lofað, í áheyrn vitundarvottarins og þeirra aðila sem fundinn sátu, að ég fengi að prófa gleraugun um miðjan nóvember. Þ.e. aðeins að setja þau á nefbroddinn því það er ekki eins og ég þurfi að fara í sértæka aðgerð til að fá að prófa gleraugun. Nú er kominn desember og ekki hef ég enn fengið að prófa gleraugun, fimm mánuðum eftir að þau komu í hús hjá ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir að augnlæknirinn minn hafi sent tölvupóst í tvígang, á framangreindu tímabili, til stofnunarinnar og ítrekað að ég fái að prófa gleraugun. Því hefur hvorki verið sinnt né svarað. Starfsfólk ÞOÞFBSODE hefur það að aðalstarfi og fær greitt laun fyrir að þjónusta blinda, sjóndapra og daufblinda. Því miður þá virðist vera svo mikið annríki hjá starfsfólkinu við að reka stofnunina og það sem ætti að vera aðalatriði er orðið algjör aukaatriði. Þess er sennilega skammt að bíða að þjónustu við blinda, sjóndapra og daufblinda verði vikið algjörlega út úr rekstrinum svo að stofnunin geti verið til fyrir sjálfa sig. Það myndi sennilega hvína í einhverjum starfsmanni ÞOÞFBSODE ef þeim væri gert ókleyft að keyra bifreið til vinnu sinnar nema með aðstoð gleraugna. Mig dreymir ekki einu sinni um að keyra bíl heldur að eiga möguleika á að bæta lífsgæði mín svo að ég geti ristað mér brauð. Gleraugun gera aðilum í mínum aðstæðum, þ.e. blindum einstaklingum, von um að villast síður um í viðsjárverðum heimi þar sem starfsmenn kerfisins hafa áföst gleraugu sem litast af móðu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar