Ábyrgð ferðamanna, ábyrgð okkar allra Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 26. júlí 2017 07:00 Ábyrgð okkar sem sinnum markaðssetningu í ferðaþjónustu er mikil. Við kynnum landið okkar, fræðum og upplýsum ferðamenn sem eru á leið – eða eru komnir – til landsins, og kveikjum áhuga hjá þeim sem kannski hafa aldrei látið sér detta í hug að koma hingað. Það er mikilvægt að það kynningar- og markaðsefni sem við bjóðum upp á endurspegli þessa ábyrgð. Við þurfum að gæta þess að allar upplýsingar sem við veitum séu réttar og í samræmi við lög og reglur í landinu. Það eru ekki bara textar sem þurfa að vera réttir heldur þurfa myndir að lúta sömu kröfu. Myndir af fólki á klettanöf, veltandi um í mosa, á ísjökum, bílar utan vega og fólk standandi á steinum í beljandi ám eru dæmi um myndir sem eru ekki til þess fallnar að kynna landið með ábyrgum hætti. Þetta á jafnt við kynningar- og markaðsefni frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem og allar auglýsingar sem við sjáum hvar sem er í fréttablöðum, samfélagsmiðlum eða auglýsingum vítt og breitt um landið s.s. frá bönkum, bensínstöðvum, bílaumboðum, verslunum og mörgum fleirum. Í júní hófst sumarherferð markaðsátaksins Inspired by Iceland. Að því standa Íslandsstofa, í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Icelandair, og Samtök ferðaþjónustunnar sem eru fulltrúi fjölmargra leiðandi fyrirtækja úr ferðaþjónustunni. Aðaláhersla herferðarinnar er að hvetja ferðamenn til að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Það er gert með því að samþykkja loforð sem kallast „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland. Loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland í öllum veðrum. Við teljum að með þessari sumarherferð sé hægt að hafa jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á ferðum þeirra um landið. Við trúum því að ferðamenn sem komi til Íslands vilji ferðast með ábyrgum hætti en viti oft ekki hvað það felur í sér. Ánægðir og vel upplýstir ferðamenn hafa jákvæð áhrif á orðspor og ímynd landsins til lengri tíma. Misvísandi skilaboð og upplýsingar um lög og reglur munu ekki skapa ánægju eða jákvæða upplifun af landi og þjóð. Ísland er fyrsta landið sem býður gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Í dag hafa yfir 20.000 manns samþykkt loforðið á vef inspiredbyiceland.com frá yfir 100 löndum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi hafa tekið mjög vel í herferðina og deilt henni og nýtt í sinni markaðssetningu. Við öll, Íslendingar og fyrirtæki, getum tekið þátt í þessu verkefni með því að hvetja ferðamenn til þess að samþykkja loforðið með því að samþykkja það sjálf og deila því á samfélagsmiðlum. Við Íslendingar getum líka tileinkað okkur loforðið í ferðum okkar um landið. Við skorum einnig á fyrirtæki að skoða eigið markaðs- og kynningarefni og athuga hvort eitthvað þar megi betur fara. Því oft á tíðum gera (ferða)menn það sem fyrir þeim er haft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ábyrgð okkar sem sinnum markaðssetningu í ferðaþjónustu er mikil. Við kynnum landið okkar, fræðum og upplýsum ferðamenn sem eru á leið – eða eru komnir – til landsins, og kveikjum áhuga hjá þeim sem kannski hafa aldrei látið sér detta í hug að koma hingað. Það er mikilvægt að það kynningar- og markaðsefni sem við bjóðum upp á endurspegli þessa ábyrgð. Við þurfum að gæta þess að allar upplýsingar sem við veitum séu réttar og í samræmi við lög og reglur í landinu. Það eru ekki bara textar sem þurfa að vera réttir heldur þurfa myndir að lúta sömu kröfu. Myndir af fólki á klettanöf, veltandi um í mosa, á ísjökum, bílar utan vega og fólk standandi á steinum í beljandi ám eru dæmi um myndir sem eru ekki til þess fallnar að kynna landið með ábyrgum hætti. Þetta á jafnt við kynningar- og markaðsefni frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem og allar auglýsingar sem við sjáum hvar sem er í fréttablöðum, samfélagsmiðlum eða auglýsingum vítt og breitt um landið s.s. frá bönkum, bensínstöðvum, bílaumboðum, verslunum og mörgum fleirum. Í júní hófst sumarherferð markaðsátaksins Inspired by Iceland. Að því standa Íslandsstofa, í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Icelandair, og Samtök ferðaþjónustunnar sem eru fulltrúi fjölmargra leiðandi fyrirtækja úr ferðaþjónustunni. Aðaláhersla herferðarinnar er að hvetja ferðamenn til að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Það er gert með því að samþykkja loforð sem kallast „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland. Loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland í öllum veðrum. Við teljum að með þessari sumarherferð sé hægt að hafa jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á ferðum þeirra um landið. Við trúum því að ferðamenn sem komi til Íslands vilji ferðast með ábyrgum hætti en viti oft ekki hvað það felur í sér. Ánægðir og vel upplýstir ferðamenn hafa jákvæð áhrif á orðspor og ímynd landsins til lengri tíma. Misvísandi skilaboð og upplýsingar um lög og reglur munu ekki skapa ánægju eða jákvæða upplifun af landi og þjóð. Ísland er fyrsta landið sem býður gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Í dag hafa yfir 20.000 manns samþykkt loforðið á vef inspiredbyiceland.com frá yfir 100 löndum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi hafa tekið mjög vel í herferðina og deilt henni og nýtt í sinni markaðssetningu. Við öll, Íslendingar og fyrirtæki, getum tekið þátt í þessu verkefni með því að hvetja ferðamenn til þess að samþykkja loforðið með því að samþykkja það sjálf og deila því á samfélagsmiðlum. Við Íslendingar getum líka tileinkað okkur loforðið í ferðum okkar um landið. Við skorum einnig á fyrirtæki að skoða eigið markaðs- og kynningarefni og athuga hvort eitthvað þar megi betur fara. Því oft á tíðum gera (ferða)menn það sem fyrir þeim er haft.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun