Ábyrgð ferðamanna, ábyrgð okkar allra Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 26. júlí 2017 07:00 Ábyrgð okkar sem sinnum markaðssetningu í ferðaþjónustu er mikil. Við kynnum landið okkar, fræðum og upplýsum ferðamenn sem eru á leið – eða eru komnir – til landsins, og kveikjum áhuga hjá þeim sem kannski hafa aldrei látið sér detta í hug að koma hingað. Það er mikilvægt að það kynningar- og markaðsefni sem við bjóðum upp á endurspegli þessa ábyrgð. Við þurfum að gæta þess að allar upplýsingar sem við veitum séu réttar og í samræmi við lög og reglur í landinu. Það eru ekki bara textar sem þurfa að vera réttir heldur þurfa myndir að lúta sömu kröfu. Myndir af fólki á klettanöf, veltandi um í mosa, á ísjökum, bílar utan vega og fólk standandi á steinum í beljandi ám eru dæmi um myndir sem eru ekki til þess fallnar að kynna landið með ábyrgum hætti. Þetta á jafnt við kynningar- og markaðsefni frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem og allar auglýsingar sem við sjáum hvar sem er í fréttablöðum, samfélagsmiðlum eða auglýsingum vítt og breitt um landið s.s. frá bönkum, bensínstöðvum, bílaumboðum, verslunum og mörgum fleirum. Í júní hófst sumarherferð markaðsátaksins Inspired by Iceland. Að því standa Íslandsstofa, í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Icelandair, og Samtök ferðaþjónustunnar sem eru fulltrúi fjölmargra leiðandi fyrirtækja úr ferðaþjónustunni. Aðaláhersla herferðarinnar er að hvetja ferðamenn til að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Það er gert með því að samþykkja loforð sem kallast „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland. Loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland í öllum veðrum. Við teljum að með þessari sumarherferð sé hægt að hafa jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á ferðum þeirra um landið. Við trúum því að ferðamenn sem komi til Íslands vilji ferðast með ábyrgum hætti en viti oft ekki hvað það felur í sér. Ánægðir og vel upplýstir ferðamenn hafa jákvæð áhrif á orðspor og ímynd landsins til lengri tíma. Misvísandi skilaboð og upplýsingar um lög og reglur munu ekki skapa ánægju eða jákvæða upplifun af landi og þjóð. Ísland er fyrsta landið sem býður gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Í dag hafa yfir 20.000 manns samþykkt loforðið á vef inspiredbyiceland.com frá yfir 100 löndum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi hafa tekið mjög vel í herferðina og deilt henni og nýtt í sinni markaðssetningu. Við öll, Íslendingar og fyrirtæki, getum tekið þátt í þessu verkefni með því að hvetja ferðamenn til þess að samþykkja loforðið með því að samþykkja það sjálf og deila því á samfélagsmiðlum. Við Íslendingar getum líka tileinkað okkur loforðið í ferðum okkar um landið. Við skorum einnig á fyrirtæki að skoða eigið markaðs- og kynningarefni og athuga hvort eitthvað þar megi betur fara. Því oft á tíðum gera (ferða)menn það sem fyrir þeim er haft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð okkar sem sinnum markaðssetningu í ferðaþjónustu er mikil. Við kynnum landið okkar, fræðum og upplýsum ferðamenn sem eru á leið – eða eru komnir – til landsins, og kveikjum áhuga hjá þeim sem kannski hafa aldrei látið sér detta í hug að koma hingað. Það er mikilvægt að það kynningar- og markaðsefni sem við bjóðum upp á endurspegli þessa ábyrgð. Við þurfum að gæta þess að allar upplýsingar sem við veitum séu réttar og í samræmi við lög og reglur í landinu. Það eru ekki bara textar sem þurfa að vera réttir heldur þurfa myndir að lúta sömu kröfu. Myndir af fólki á klettanöf, veltandi um í mosa, á ísjökum, bílar utan vega og fólk standandi á steinum í beljandi ám eru dæmi um myndir sem eru ekki til þess fallnar að kynna landið með ábyrgum hætti. Þetta á jafnt við kynningar- og markaðsefni frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem og allar auglýsingar sem við sjáum hvar sem er í fréttablöðum, samfélagsmiðlum eða auglýsingum vítt og breitt um landið s.s. frá bönkum, bensínstöðvum, bílaumboðum, verslunum og mörgum fleirum. Í júní hófst sumarherferð markaðsátaksins Inspired by Iceland. Að því standa Íslandsstofa, í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Icelandair, og Samtök ferðaþjónustunnar sem eru fulltrúi fjölmargra leiðandi fyrirtækja úr ferðaþjónustunni. Aðaláhersla herferðarinnar er að hvetja ferðamenn til að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Það er gert með því að samþykkja loforð sem kallast „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland. Loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland í öllum veðrum. Við teljum að með þessari sumarherferð sé hægt að hafa jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á ferðum þeirra um landið. Við trúum því að ferðamenn sem komi til Íslands vilji ferðast með ábyrgum hætti en viti oft ekki hvað það felur í sér. Ánægðir og vel upplýstir ferðamenn hafa jákvæð áhrif á orðspor og ímynd landsins til lengri tíma. Misvísandi skilaboð og upplýsingar um lög og reglur munu ekki skapa ánægju eða jákvæða upplifun af landi og þjóð. Ísland er fyrsta landið sem býður gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Í dag hafa yfir 20.000 manns samþykkt loforðið á vef inspiredbyiceland.com frá yfir 100 löndum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi hafa tekið mjög vel í herferðina og deilt henni og nýtt í sinni markaðssetningu. Við öll, Íslendingar og fyrirtæki, getum tekið þátt í þessu verkefni með því að hvetja ferðamenn til þess að samþykkja loforðið með því að samþykkja það sjálf og deila því á samfélagsmiðlum. Við Íslendingar getum líka tileinkað okkur loforðið í ferðum okkar um landið. Við skorum einnig á fyrirtæki að skoða eigið markaðs- og kynningarefni og athuga hvort eitthvað þar megi betur fara. Því oft á tíðum gera (ferða)menn það sem fyrir þeim er haft.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun