Erlent

Einn látinn í skotárásinni í Suður-Karólínu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fréttamiðlar í Bandaríkjunum tala um að maðurinn hafi verið „óángður starfsmaður.“
Fréttamiðlar í Bandaríkjunum tala um að maðurinn hafi verið „óángður starfsmaður.“ Vísir/getty
Einn lést og annar særðist þegar starfsmaður hleypti af skotum á veitingastað í Charleston í Suður-Karólínu. Þetta kemur fram á vef CBS.

Maðurinn á að hafa komið í gegnum eldhús veitingastaðarins og tilkynnt um að „nýr kóngur sé tekinn við í Charleston.“ Þá tók maðurinn gesti og starfsfólk veitingarstaðarins í gíslingu. Sérsveitin skaut hann og særði í kjölfarið og er maðurinn þungt haldinn.

Talsmaður lögreglu, Charles Francis, sagði í samtali við fréttastofu AP að tilkynnt hafi verið um mann sem hafi orðið fyrir skoti í árásinni um hádegisbil að staðartíma. Sá lést af sárum sínum skömmu seinna.

Sérsveit lögreglunnar var kölluð út ásamt samningamanni en þeim tókst að tryggja öryggi flestra sem haldið var í gíslingu á veitingastaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×