Hið árlega Hafnarfjarðarmót í handbolta karla hófst í gærkvöldi og fóru þá fram tveir leikir í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarmót er einn af föstum liðum á undirbúningstímabili handboltans en þar mæta Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar tveimur sterkum liðum. Að þessu sinni eru það Íslands- og bikarmeistarar Vals og Afturelding sem taka þátt í mótinu.
Það er allt jafnt eftir fyrsta dag því báðum leikjum gærkvöldsins lauk með jafntefli. FH gerði fyrst 30-30 jafntefli við Aftureldingu og á eftir gerðu Haukar og Valur 21-21 jafntefli þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi.
Hafnarfjarðarmót heldur áfram á morgun föstudag og lýkur svo á laugardaginn.
Úrslit og markaskorarar á fyrsta degi Hafnarfjarðarmótsins:
FH - Afturelding 30-30
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6, Ísak Rafnsson 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Einar Rafn Eiðsson 4, Ágúst Birgisson 3, Jóhann Karl Reynisson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Einar Örn Sindrason 1.
Mörk Aftureldingar: Gunnar Malmquist Þórsson 6, Bjarki Kristinsson 5, Mikk Pinnonen 4, Einar Ingi Hrafnsson 3, Gestur Ólafur Ingvarsson 3, Elvar Ásgeirsson 2, Birkir Benediktsson 1.
Haukar - Valur 21-21 (11-13)
Mörk Hauka: Daníel Þór Ingason 6, Tjörvi Þorgeirsson 3, Jón Þorbjörn Jóhannsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Atli Már Báruson 2, Heimir Óli Heimisson 2, Björgvin Páll Gústafsson 1, Pétur Pálsson 1, Hákon Daði Styrmisson 1.
Mörk Vals: Anton Rúnarsson 5, Magnús Óli Magnússon 4, Sveinn Jose Rivera 3, Alexander Örn Júlíusson 3, Árni Þór Sigtryggsson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 1, Vignir Stefánsson 1, Ásgeir Snær Vignisson 1, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1.
Dagskráin á mótinu:
Föstudagur 25. ágúst
18:00 Haukar - Afturelding
20:00 FH - Valur
Laugardagur 26. ágúst
14:00 Afturelding - Valur
16:00 FH - Haukar
Allt jafnt eftir fyrsta dag Hafnarfjarðarmótsins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?
Íslenski boltinn

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn
Íslenski boltinn


Trafford segist hundrað sinnum betri í dag
Enski boltinn

Njarðvík á toppinn
Íslenski boltinn



Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn
