Erlent

Átta saknað eftir skriðufall í Ölpunum

Atli Ísleifsson skrifar
Um hundrað íbúum þorpsins Bondo var gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðufallsins.
Um hundrað íbúum þorpsins Bondo var gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðufallsins. Vísir/EPA
Átta manns er saknað í kjölfar mikils skriðufalls sem varð í Ölpunum í suðvesturhluta Sviss í gær.

Lögregla í Sviss greinir frá því að rýma hafi þurft nokkur þorp í Val Bondasca vegna hættu á frekari skriðuföllum.

Lögregla segir í yfirlýsingu að þýskir, austurrískir og svissneskir ríkisborgarar séu í hópi þeirra sem er saknað.

Á myndum frá vettvangi má sjá grjót og annað lauslegt á vegum.

Skriðufallið varð í hlíðum fjallsins Piz Cengalo klukkan 9:30 að staðartíma í gærmorgun, eða um 7:30 að íslenskum tíma.

Um hundrað íbúum þorpsins Bondo var gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðufallsins. Þeim hefur enn ekki verið heimilað að snúa aftur til síns heima.

Sjá má myndband frá hruninu að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×