Erlent

Tólf látnir eftir að Hato gekk yfir suðurhluta Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Mikið hreinsunarstarf er framundan þar sem fellibylurinn gekk yfir.
Mikið hreinsunarstarf er framundan þar sem fellibylurinn gekk yfir. Vísir/AFP
Minnst tólf eru látnir eftir að fellibylurinn Hato gekk yfir Makaó, Hong Kong og suðurhluta Kína í gær.

Flæddi meðal annars inn á stræti Hong Kong og þurftu þúsundir manna að flýja heimili sín.

Átta manns létu lífið í sjálfsstjórnarhéraðinu Makaó og fréttaljósmyndir þar sýna bíla á bólakafi og fólk á sundi þar sem vanalega má sjá götur og göngustíga.

Hato náði fyrst landi nærri borginni Zhuhai í Guangdong-héraði á hádegi í gær að staðartíma.

Yfirvöld í Kína hafa varað við flóðum og hættu á aurskriðum á þeim svæðum þar sem fellibylurinn fór yfir.

Hviður fóru mest upp í 49 metra á sekúndu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×