Erlent

41 látinn í tveimur skipssköðum í Brasilíu

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið í dag varð undan strönd Bahia-fylkis.
Slysið í dag varð undan strönd Bahia-fylkis. Vísir/AFP
Á fimmta tug manna hafa látið lífið í tveimur slysum í Brasilíu á innan við sólarhring þar sem bátar hafa sokkið.

Talsmaður brasilíska sjóhersins segir að 22 hafi farist þegar ferja sökk fyrir utan strönd Bahia-fylkis á norðausturstönd Brasilíu í morgun. Var ferjan að flytja 129 farþega yfir sundið milli Mar Grande og Salvador.

Þá sökk bátur í Xingufljóti í Parafylki í gær. Þar segir talsmaður yfirvalda að nítján séu látnir. Voru sjötíu manns um borð þó að báturinn hafi ekki haft heimild til að flytja svo marga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×