Erlent

Skotmaður gengur laus í Suður-Karólínu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tilkynnt var um skotmanninn um hádegisbil að staðartíma.
Tilkynnt var um skotmanninn um hádegisbil að staðartíma. vísir/getty
Lögregluyfirvöld í Charleston í Suður-Karólínu hafa staðfest að skotmaður gangi laus í miðbæ Charleston.

Talsmaður lögreglu, Charles Francis, sagði í samtali við fréttastofu AP að tilkynnt hafi verið um skotmanninn um hádegisbil að staðartíma. Ekki hefur fengist staðfest hvort einhver hafi slasast í skothríðinni.

Maðurinn á að hafa komið í gegnum eldhús veitingastaðar og tilkynnt um að „nýr kóngur sé tekinn við í Charleston“

Charleston er stærsta borg í Suður-Karólínu. Skotárásinn átti sér stað á King Street sem er í miðbæ Charleston. Í götunni eru fjölmargir veitingastaðir og búðir og er hún einstaklega vinsæl á meðal ferðamanna.

Lögreglan biður almenning um að halda sig fjarri vettvangi.

Uppfært klukkan 21.44. Nýjustu upplýsingar í málinu má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×