
Markmiðið er að veita sjúklingum svigrúm
Gæta þarf að því að lögin veiti ekki Ríkisskattstjóra of víðtækt svigrúm til matskenndra ákvarðana. Í almennri skattframkvæmd er sérstaklega mikilvægt að tryggt sé að samræmis og jafnræðis sé gætt. Ekkert í lögum gefur til að mynda Ríkisskattstjóra heimild til að líta til efnahags einstaklinga við ákvarðanir um ívilnanir þótt líta eigi til gjaldþols. Í lögunum er kveðið á um að ráðherra sé heimilt að setja reglugerð um nánari skilyrði um veitingu ívilnana. Mér vitandi hefur það ekki verið gert og er bagalegt að um jafn matskennda stjórnvaldsákvörðun skuli ekki gilda almenn stjórnvaldsfyrirmæli til fyllingar lögunum.
Þá er ástæða til að endurskoða þau skilyrði sem sett eru fyrir heimild til ívilnunar í lögum um tekjuskatt. Þegar um er að ræða slys eða veikindi er skilyrði fyrir ívilnun að slíkt hafi skert gjaldþol manns verulega. Ekki er skilgreint frekar hvað telst veruleg skerðing á gjaldþoli. En þegar um önnur ívilnunarefni er að ræða, eins og menntun barns, framfærslu vandamanna eða eignartjón, þá er áherslan á þann kostnað sem fallið hefur á einstaklinginn af þeim orsökum. Á þessu er nokkur munur og æskilegt væri að meira samræmis gætti í lagaákvæðinu að þessu leyti.
Í áratugi hefur löggjafinn talið ástæðu til að hafa í lögum heimild til ívilnunar vegna alvarlegra veikinda og slysa. Að sama skapi er ljóst að slík heimild er undantekning frá almennri skattframkvæmd og löggjafinn hefur ætlast til þess að farið yrði varlega í sakirnar við veitingu slíkra ívilnana. Það gefur þó skattayfirvöldum ekki heimild til að túlka hin matskenndu tilvik svo svakalega þröngt að markmið laganna, sem er að veita sjúkum örlítið svigrúm frá íþyngjandi skattkröfum ríkisins, verði að engu haft.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar