Markmiðið er að veita sjúklingum svigrúm Teitur Björn Einarsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Ívilnanir í skattalögum eru ávallt vandmeðfarnar. Af nýlegum fréttum að dæma, af höfnun skattayfirvalda um skattívilnun vegna veikinda manns með krabbamein, er fullt tilefni til að yfirfara lög og reglur sem gilda um heimild Ríkisskattstjóra til að veita skattaívilnun vegna veikinda og skoða nánar skattframkvæmdina í slíkum málum. Gæta þarf að því að lögin veiti ekki Ríkisskattstjóra of víðtækt svigrúm til matskenndra ákvarðana. Í almennri skattframkvæmd er sérstaklega mikilvægt að tryggt sé að samræmis og jafnræðis sé gætt. Ekkert í lögum gefur til að mynda Ríkisskattstjóra heimild til að líta til efnahags einstaklinga við ákvarðanir um ívilnanir þótt líta eigi til gjaldþols. Í lögunum er kveðið á um að ráðherra sé heimilt að setja reglugerð um nánari skilyrði um veitingu ívilnana. Mér vitandi hefur það ekki verið gert og er bagalegt að um jafn matskennda stjórnvaldsákvörðun skuli ekki gilda almenn stjórnvaldsfyrirmæli til fyllingar lögunum. Þá er ástæða til að endurskoða þau skilyrði sem sett eru fyrir heimild til ívilnunar í lögum um tekjuskatt. Þegar um er að ræða slys eða veikindi er skilyrði fyrir ívilnun að slíkt hafi skert gjaldþol manns verulega. Ekki er skilgreint frekar hvað telst veruleg skerðing á gjaldþoli. En þegar um önnur ívilnunarefni er að ræða, eins og menntun barns, framfærslu vandamanna eða eignartjón, þá er áherslan á þann kostnað sem fallið hefur á einstaklinginn af þeim orsökum. Á þessu er nokkur munur og æskilegt væri að meira samræmis gætti í lagaákvæðinu að þessu leyti. Í áratugi hefur löggjafinn talið ástæðu til að hafa í lögum heimild til ívilnunar vegna alvarlegra veikinda og slysa. Að sama skapi er ljóst að slík heimild er undantekning frá almennri skattframkvæmd og löggjafinn hefur ætlast til þess að farið yrði varlega í sakirnar við veitingu slíkra ívilnana. Það gefur þó skattayfirvöldum ekki heimild til að túlka hin matskenndu tilvik svo svakalega þröngt að markmið laganna, sem er að veita sjúkum örlítið svigrúm frá íþyngjandi skattkröfum ríkisins, verði að engu haft.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ívilnanir í skattalögum eru ávallt vandmeðfarnar. Af nýlegum fréttum að dæma, af höfnun skattayfirvalda um skattívilnun vegna veikinda manns með krabbamein, er fullt tilefni til að yfirfara lög og reglur sem gilda um heimild Ríkisskattstjóra til að veita skattaívilnun vegna veikinda og skoða nánar skattframkvæmdina í slíkum málum. Gæta þarf að því að lögin veiti ekki Ríkisskattstjóra of víðtækt svigrúm til matskenndra ákvarðana. Í almennri skattframkvæmd er sérstaklega mikilvægt að tryggt sé að samræmis og jafnræðis sé gætt. Ekkert í lögum gefur til að mynda Ríkisskattstjóra heimild til að líta til efnahags einstaklinga við ákvarðanir um ívilnanir þótt líta eigi til gjaldþols. Í lögunum er kveðið á um að ráðherra sé heimilt að setja reglugerð um nánari skilyrði um veitingu ívilnana. Mér vitandi hefur það ekki verið gert og er bagalegt að um jafn matskennda stjórnvaldsákvörðun skuli ekki gilda almenn stjórnvaldsfyrirmæli til fyllingar lögunum. Þá er ástæða til að endurskoða þau skilyrði sem sett eru fyrir heimild til ívilnunar í lögum um tekjuskatt. Þegar um er að ræða slys eða veikindi er skilyrði fyrir ívilnun að slíkt hafi skert gjaldþol manns verulega. Ekki er skilgreint frekar hvað telst veruleg skerðing á gjaldþoli. En þegar um önnur ívilnunarefni er að ræða, eins og menntun barns, framfærslu vandamanna eða eignartjón, þá er áherslan á þann kostnað sem fallið hefur á einstaklinginn af þeim orsökum. Á þessu er nokkur munur og æskilegt væri að meira samræmis gætti í lagaákvæðinu að þessu leyti. Í áratugi hefur löggjafinn talið ástæðu til að hafa í lögum heimild til ívilnunar vegna alvarlegra veikinda og slysa. Að sama skapi er ljóst að slík heimild er undantekning frá almennri skattframkvæmd og löggjafinn hefur ætlast til þess að farið yrði varlega í sakirnar við veitingu slíkra ívilnana. Það gefur þó skattayfirvöldum ekki heimild til að túlka hin matskenndu tilvik svo svakalega þröngt að markmið laganna, sem er að veita sjúkum örlítið svigrúm frá íþyngjandi skattkröfum ríkisins, verði að engu haft.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar