Gott aðgengi að samfélaginu er allra hagur Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 9. mars 2017 13:48 Næstkomandi laugardagur 11. mars er tileinkaður aðgengi fyrir alla en markmið hans er að varpa ljósi á hversu víða er pottur brotin þegar kemur að því að tryggja öllum í þjóðfélaginu jafnan rétt og aðgengi að upplýsingum og þjónustu. Vikan er römmuð inn af tveimur atburðum sem báðum er ætlað að draga athyglina að þessari mismunun og að koma hreyfingu á hlutina í átt til réttlátara samfélags. Mánudaginn 6. mars tók aðgerðarhópur á vegum ENIL (European Network on Independent Living) sér stöðu framan við Evrópuþingið og krafðist skilvirkari Evrópulöggjafar sem tryggir öllum aðgengi. Ástæðan er augljós, milljónir Evrópubúa eru útilokaðir frá því að nýta sér margskonar grundvallar þjónustu og vörur sem flestum öðrum þykir alveg sjálfsögð. Vegna takmarkaðs aðgengis eru allt of mörgum gert ókleyft að gera hversdagslegar aðgerðir eins og að notfæra sér hraðbanka, komast leiðar sinnar inn í banka og opinberar stofnanir, kaupa miða í sjálfsala, nota tölvur og síma, horfa á sjónvarp, gista á hóteli eða nota þvottavélina sína svo eitthvað sé nefnt. Þetta er raunveruleiki margra sem búa við fötlun af ýmsu tagi og einnig á þetta við um marga úr hópi eldri borgara. Fyrir Evrópuþinginu liggur nú lagafrumvarp sem gæti, ef vel tekst til, gert margvíslega óaðgengilega þjónustu og vörur nothæfar fyrir þær 80 milljónir Evrópubúa sem búa við fötlun að viðbættum enn stærra hópi eldir borgara. Með aðgengislöggjöfinni opnast tækifæri til að samræma skyldur og kröfur sem gera á til vöru og þjónustu til að tryggja gott aðgengi fyrir alla og draga úr kostnaði og fyrirhöfn notenda. En jafnvel á bestu bæjum rétt eins og hér eiga góð og þörf mál það til að útvatnast í meðförum þingnefnda. Sú er enda raunin og því var markmiðið með aðgerðunum að hvetja Evrópuþingið til dáða til að taka upp strangari og metnaðarfyllri afstöðu til aðgengislöggjafarinnar. Meðal atriða sem vakin er athygli á er að víkka gildissvið löggjafarinnar til að ná til hins manngerða umhverfis, að undanskilja ekki lítil og meðalstór fyrirtæki frá því að uppfylla sjálfsagðar kröfur um aðgengi fyrir alla og að tryggja skilvirkar valdheimildir til að framfylgja lögunum. Evrópusambandið og öll lönd innan þess, utan Írlands, hafa staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar af leiðandi hafa þau skuldbundið sig til að tryggja öllum aðgengi við hæfi. Ísland hefur einnig staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með undirgengist að tryggja sömu réttarbætur. Við eigum samt langt í land með að tryggja öllum aðgengi að íslensku samfélagi og gildir þá einu hvort horft er til þess að afla sér upplýsinga í hinum rafræna heimi nútímans eða komast leiðar sinnar í raunheimum. Vegna stóraukins fjölda ferðamanna undanfarin ár hefur aðgengi og átroðningur á helstu ferðamannastöðum verið mikið í sviðsljósinu, enda ekki vanþörf á. Úttekt sem Átak, félag fólks með þroskahömlun, gerði sumarið 2016 leiðir í ljós að aðgengi fyrir fatlaða að nokkrum af helstu ferðamannastöðum landsins er allstaðar ábótavant og hvergi til fyrirmyndar. Hafa skal í huga að fatlað fólk eru líka ferðamenn og þar sem aðgengi fyrir fatlaða er gott, þar er líka gott aðgengi fyrir alla hina. Annar ávinningur er að umferð fólks er betur stýrt og það dregur úr ágangi á náttúruperlurnar. Innan þéttbýlismarkanna er staðan víða síst skárri og ljóst að þar má gera miklu betur til að tryggja gott aðgengi fyrir alla. Það er margsannað mál að það er ódýrara og skilvirkara að gera hlutina rétt í byrjun en að þurfa að tjasla einhverju upp eftir á. Vöntun á hönnunarreglum og stöðlum gerir það að verkum að fyrirmyndir og viðmið fyrir góðum útfærslum á aðgengislausnum skortir. Það gerir bæði þeim sem fara með skipulagsvald sem og metnaðarfullum hönnuðum erfitt fyrir með að koma fram með góðar og faglegar lausnir. Því má spyrja sig, er leiðin greið?. Til að leita svara við því býður aðgengishópur Öryrkjabandalags Íslands, Blindrafélagið, Verkís hf. Átak - félag fólks með þroskahömlun og Reykjavíkurborg til málþings um algilda hönnun og aðgengi innan borgarmarka og á ferðamannastöðum. Málþingið er haldið í samvinnu við Umhverfisráðuneytið, Ferðamálastofu, Mannvirkjastofnun og Vegagerðina. Á málþinginu verða kynntar niðurstöður úttektar sem unnin var af verkfræðistofunni Verkíss, en tilgangur hennar var að gera ítarlega úttekt á hönnunarreglum og stöðlum sem lúta að algildri hönnun í útiumhverfi í Svíþjóð, Danmörku og Noregi og bera saman við íslenskar reglur og staðla. Kynntur verður nýr leiðbeiningarbæklingur sem aðgengishópur ÖBÍ gefur út þar sem brugðið er ljósi á aðgengisþarfir fatlaðs fólks í almenningsrými innan byggðar og af hverju algild hönnun er mikilvæg við skipulagningu gatna og torga. Staða aðgengismála á ferðamannastöðum verður einnig í brennidepli og sagt frá niðurstöðum aðgengisúttektar Átaks – félags fólks með þroskahömlun, á nokkrum af helstu og fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Það eru margir kallaðir til þátttöku enda þarf sameiginlegt átak og vilja löggjafarvalds og framkvæmdaaðila til til að þoka málum til betri vegar. Nánari upplýsingar um málþingið má finna á heimasíðu Öryrkjabandalags Íslands www.obi.is. Málþingið á erindi við alla sem koma með einum eða öðrum hætti að skipulagsvinnu, hönnun og framkvæmdum, svo sem sveitastjórnarfólks, arkitekta, skipulags- og verkfræðinga og verktaka en ekki síður til ferðaþjónustuaðila og almennings sem lætur sig varða þau sjálfsögðu mannréttindi að allir hafi gott aðgengi að sínu samfélagi. Þetta verður því annasöm aðgengisvika hér heima og í Evrópu og verður vonandi til þess að gott aðgengi verði sjálfsagður hlutur en ekki afgangsstærð á Íslandi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi laugardagur 11. mars er tileinkaður aðgengi fyrir alla en markmið hans er að varpa ljósi á hversu víða er pottur brotin þegar kemur að því að tryggja öllum í þjóðfélaginu jafnan rétt og aðgengi að upplýsingum og þjónustu. Vikan er römmuð inn af tveimur atburðum sem báðum er ætlað að draga athyglina að þessari mismunun og að koma hreyfingu á hlutina í átt til réttlátara samfélags. Mánudaginn 6. mars tók aðgerðarhópur á vegum ENIL (European Network on Independent Living) sér stöðu framan við Evrópuþingið og krafðist skilvirkari Evrópulöggjafar sem tryggir öllum aðgengi. Ástæðan er augljós, milljónir Evrópubúa eru útilokaðir frá því að nýta sér margskonar grundvallar þjónustu og vörur sem flestum öðrum þykir alveg sjálfsögð. Vegna takmarkaðs aðgengis eru allt of mörgum gert ókleyft að gera hversdagslegar aðgerðir eins og að notfæra sér hraðbanka, komast leiðar sinnar inn í banka og opinberar stofnanir, kaupa miða í sjálfsala, nota tölvur og síma, horfa á sjónvarp, gista á hóteli eða nota þvottavélina sína svo eitthvað sé nefnt. Þetta er raunveruleiki margra sem búa við fötlun af ýmsu tagi og einnig á þetta við um marga úr hópi eldri borgara. Fyrir Evrópuþinginu liggur nú lagafrumvarp sem gæti, ef vel tekst til, gert margvíslega óaðgengilega þjónustu og vörur nothæfar fyrir þær 80 milljónir Evrópubúa sem búa við fötlun að viðbættum enn stærra hópi eldir borgara. Með aðgengislöggjöfinni opnast tækifæri til að samræma skyldur og kröfur sem gera á til vöru og þjónustu til að tryggja gott aðgengi fyrir alla og draga úr kostnaði og fyrirhöfn notenda. En jafnvel á bestu bæjum rétt eins og hér eiga góð og þörf mál það til að útvatnast í meðförum þingnefnda. Sú er enda raunin og því var markmiðið með aðgerðunum að hvetja Evrópuþingið til dáða til að taka upp strangari og metnaðarfyllri afstöðu til aðgengislöggjafarinnar. Meðal atriða sem vakin er athygli á er að víkka gildissvið löggjafarinnar til að ná til hins manngerða umhverfis, að undanskilja ekki lítil og meðalstór fyrirtæki frá því að uppfylla sjálfsagðar kröfur um aðgengi fyrir alla og að tryggja skilvirkar valdheimildir til að framfylgja lögunum. Evrópusambandið og öll lönd innan þess, utan Írlands, hafa staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar af leiðandi hafa þau skuldbundið sig til að tryggja öllum aðgengi við hæfi. Ísland hefur einnig staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með undirgengist að tryggja sömu réttarbætur. Við eigum samt langt í land með að tryggja öllum aðgengi að íslensku samfélagi og gildir þá einu hvort horft er til þess að afla sér upplýsinga í hinum rafræna heimi nútímans eða komast leiðar sinnar í raunheimum. Vegna stóraukins fjölda ferðamanna undanfarin ár hefur aðgengi og átroðningur á helstu ferðamannastöðum verið mikið í sviðsljósinu, enda ekki vanþörf á. Úttekt sem Átak, félag fólks með þroskahömlun, gerði sumarið 2016 leiðir í ljós að aðgengi fyrir fatlaða að nokkrum af helstu ferðamannastöðum landsins er allstaðar ábótavant og hvergi til fyrirmyndar. Hafa skal í huga að fatlað fólk eru líka ferðamenn og þar sem aðgengi fyrir fatlaða er gott, þar er líka gott aðgengi fyrir alla hina. Annar ávinningur er að umferð fólks er betur stýrt og það dregur úr ágangi á náttúruperlurnar. Innan þéttbýlismarkanna er staðan víða síst skárri og ljóst að þar má gera miklu betur til að tryggja gott aðgengi fyrir alla. Það er margsannað mál að það er ódýrara og skilvirkara að gera hlutina rétt í byrjun en að þurfa að tjasla einhverju upp eftir á. Vöntun á hönnunarreglum og stöðlum gerir það að verkum að fyrirmyndir og viðmið fyrir góðum útfærslum á aðgengislausnum skortir. Það gerir bæði þeim sem fara með skipulagsvald sem og metnaðarfullum hönnuðum erfitt fyrir með að koma fram með góðar og faglegar lausnir. Því má spyrja sig, er leiðin greið?. Til að leita svara við því býður aðgengishópur Öryrkjabandalags Íslands, Blindrafélagið, Verkís hf. Átak - félag fólks með þroskahömlun og Reykjavíkurborg til málþings um algilda hönnun og aðgengi innan borgarmarka og á ferðamannastöðum. Málþingið er haldið í samvinnu við Umhverfisráðuneytið, Ferðamálastofu, Mannvirkjastofnun og Vegagerðina. Á málþinginu verða kynntar niðurstöður úttektar sem unnin var af verkfræðistofunni Verkíss, en tilgangur hennar var að gera ítarlega úttekt á hönnunarreglum og stöðlum sem lúta að algildri hönnun í útiumhverfi í Svíþjóð, Danmörku og Noregi og bera saman við íslenskar reglur og staðla. Kynntur verður nýr leiðbeiningarbæklingur sem aðgengishópur ÖBÍ gefur út þar sem brugðið er ljósi á aðgengisþarfir fatlaðs fólks í almenningsrými innan byggðar og af hverju algild hönnun er mikilvæg við skipulagningu gatna og torga. Staða aðgengismála á ferðamannastöðum verður einnig í brennidepli og sagt frá niðurstöðum aðgengisúttektar Átaks – félags fólks með þroskahömlun, á nokkrum af helstu og fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Það eru margir kallaðir til þátttöku enda þarf sameiginlegt átak og vilja löggjafarvalds og framkvæmdaaðila til til að þoka málum til betri vegar. Nánari upplýsingar um málþingið má finna á heimasíðu Öryrkjabandalags Íslands www.obi.is. Málþingið á erindi við alla sem koma með einum eða öðrum hætti að skipulagsvinnu, hönnun og framkvæmdum, svo sem sveitastjórnarfólks, arkitekta, skipulags- og verkfræðinga og verktaka en ekki síður til ferðaþjónustuaðila og almennings sem lætur sig varða þau sjálfsögðu mannréttindi að allir hafi gott aðgengi að sínu samfélagi. Þetta verður því annasöm aðgengisvika hér heima og í Evrópu og verður vonandi til þess að gott aðgengi verði sjálfsagður hlutur en ekki afgangsstærð á Íslandi í dag.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun