Erlent

May skipar nýjan ráðherra þróunarmála

Atli Ísleifsson skrifar
Penny Mordaunt barðist fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Penny Mordaunt barðist fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Vísir/AFP
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur skipað Penny Mordaunt nýjan ráðherra þróunarmála eftir að Priti Patel sagði af sér í gærkvöldi.

Hin 44 ára Mordaunt hefur verið ráðherra málefna fatlaðra frá síðustu þingkosningum, sumarið 2016.

Patel sagði af sér eftir að upp komst að hún hafi átt leynifundi með háttsettum stjórnmálamönnum og fulltrúum stofnana í Ísrael. Fundina átti hún þegar hún var í fríi í landinu og hafi hún látið vera að tilkynna þá til utanríkisráðuneytisins.

Íhaldsmaðurinn Mordaunt tók sæti á breska þinginu fyrir Portsmouth norður árið 2010. Hún var ráðherra málefna hersins á árunum 2015 til 2016.

Líkt og Patel barðist Mordaunt fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.


Tengdar fréttir

Breskur ráðherra í vanda í kjölfar leynifunda

Óvíst er um framtíð ráðherra þróunarmála í Bretlandi eftir að upp komst að hún hafi átt leynifundi með háttsettum stjórnmálamönnum og fulltrúum stofnana í Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×