Áhrifavaldar er ekki tískuorð Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Markaðssetning með áhrifavöldum (e. influencer marketing) er búin að vera gífurlega mikið í umræðunni meðal markaðsfólks sem og annarra. Líklega má segja að þetta sé eitt heitasta umræðuefnið í markaðsmálum dagsins í dag. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að það sé eina aðferðin sem fyrirtæki þurfa í markaðssetningu sinni. Í sinni einföldustu mynd má segja að markaðssetning með áhrifavöldum sé markaðssetning þar sem fólk sem talið er hafa jákvæð áhrif á sölu eða ímynd vörumerkja er fengið til að kynna vörumerki á einn eða annan hátt.Enn eitt tískuorðið? Reglulega spretta upp ýmis tískuorð sem oft á tíðum er einungis ný framsetning á gömlum hugtökum eða aðferðafræði. En er hugtakið áhrifavaldar enn eitt tískuorðið í markaðsfræðunum? Áhrifavaldar hafa í raun verið til síðan markaðsfræðin var fundin upp, ef ekki lengur. James Dean í Rebel Without a Cause lagði línurnar að tísku ungmenna um ókomin ár í Lee gallabxum og hvítum stuttermabol. Michael J. Fox magnaði upp körfuboltatísku á sínum tíma í reimalausu uppháu framtíðar Nike-íþróttaskónum í Back to the Future 2. Munurinn er að á þessum tíma fór markaðssetning með áhrifavöldum meira og minna fram í gegnum vörustaðsetningu í bíómyndum. Í dag fer hún að stórum hluta fram í gegnum samfélagsmiðla. Hugmyndin er í raun sú sama en miðlarnir ekki endilega þeir sömu. Í dag sjáum við áhrifavalda af öllum stærðum og gerðum, stjörnur sem flestir þekkja sem og óþekkta aðila sem ná til afmarkaðra hópa með því til dæmis að nota Instagram Story eða snappa um alls konar lífsstílstengda hluti, tísku, veiði, íþróttir, pólitík og fleira. Orðið áhrifavaldar er ekki tískuorð. Þetta getur verið ótrúlega áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Til þess eru ýmsar leiðir. Ein leið er að handvelja áhrifavalda og semja við þá nákvæmlega um það hvernig meðhöndla eigi vörumerkið og jafnvel gera kröfu um að sjá færslur fyrirfram til samþykktar. Önnur leið er að nota kerfi sem velur fyrir þig áhrifavalda út frá ákveðnum forsendum sem þú setur inn í kerfið sem og árangri þeirra á samfélagsmiðlum. Þarna færðu ekki bara stjörnurnar heldur líka svokallaða staðbundna áhrifavalda (e. hyperlocal influencers) sem eru minni hvað varðar fylgjendur en sérhæfa sig oft í afmörkuðu efni. Staðbundnir áhrifavaldar eru oft á tíðum tilbúnir að leggja ansi mikið á sig til að koma skilaboðum vörumerkja vel til skila enda ekki vanir að fá borgað fyrir eitthvað sem þeir hafa vanalega gert sér til skemmtunar.Hvað er framundan? Eins og markaðssetning með áhrifavalda er að þróast þá verður líklega erfiðara og erfiðara fyrir fyrirtæki að hafa fullkomna stjórn á því hvernig áhrifavaldar meðhöndla vörumerki. Fyrir utan flækjustigið við það þá verður það letjandi til lengdar fyrir áhrifavalda að vera alltaf rammaðir inn í ákveðnar formúlur. Áhrifavaldar vilja gjarnan taka þátt í verkefnum sem þeir hafa trú á og hentar þeirra karakter. Líklega verður áhættan við þessa óvissu alltaf hluti af nútíma markaðssetningu með áhrifavöldum og örugglega það sem gerir hana svona skemmtilega og spennandi. Ef þú vilt fulla stjórn, birtu þá auglýsingu í blaði, útvarpi eða sjónvarpi. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Markaðssetning með áhrifavöldum (e. influencer marketing) er búin að vera gífurlega mikið í umræðunni meðal markaðsfólks sem og annarra. Líklega má segja að þetta sé eitt heitasta umræðuefnið í markaðsmálum dagsins í dag. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að það sé eina aðferðin sem fyrirtæki þurfa í markaðssetningu sinni. Í sinni einföldustu mynd má segja að markaðssetning með áhrifavöldum sé markaðssetning þar sem fólk sem talið er hafa jákvæð áhrif á sölu eða ímynd vörumerkja er fengið til að kynna vörumerki á einn eða annan hátt.Enn eitt tískuorðið? Reglulega spretta upp ýmis tískuorð sem oft á tíðum er einungis ný framsetning á gömlum hugtökum eða aðferðafræði. En er hugtakið áhrifavaldar enn eitt tískuorðið í markaðsfræðunum? Áhrifavaldar hafa í raun verið til síðan markaðsfræðin var fundin upp, ef ekki lengur. James Dean í Rebel Without a Cause lagði línurnar að tísku ungmenna um ókomin ár í Lee gallabxum og hvítum stuttermabol. Michael J. Fox magnaði upp körfuboltatísku á sínum tíma í reimalausu uppháu framtíðar Nike-íþróttaskónum í Back to the Future 2. Munurinn er að á þessum tíma fór markaðssetning með áhrifavöldum meira og minna fram í gegnum vörustaðsetningu í bíómyndum. Í dag fer hún að stórum hluta fram í gegnum samfélagsmiðla. Hugmyndin er í raun sú sama en miðlarnir ekki endilega þeir sömu. Í dag sjáum við áhrifavalda af öllum stærðum og gerðum, stjörnur sem flestir þekkja sem og óþekkta aðila sem ná til afmarkaðra hópa með því til dæmis að nota Instagram Story eða snappa um alls konar lífsstílstengda hluti, tísku, veiði, íþróttir, pólitík og fleira. Orðið áhrifavaldar er ekki tískuorð. Þetta getur verið ótrúlega áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Til þess eru ýmsar leiðir. Ein leið er að handvelja áhrifavalda og semja við þá nákvæmlega um það hvernig meðhöndla eigi vörumerkið og jafnvel gera kröfu um að sjá færslur fyrirfram til samþykktar. Önnur leið er að nota kerfi sem velur fyrir þig áhrifavalda út frá ákveðnum forsendum sem þú setur inn í kerfið sem og árangri þeirra á samfélagsmiðlum. Þarna færðu ekki bara stjörnurnar heldur líka svokallaða staðbundna áhrifavalda (e. hyperlocal influencers) sem eru minni hvað varðar fylgjendur en sérhæfa sig oft í afmörkuðu efni. Staðbundnir áhrifavaldar eru oft á tíðum tilbúnir að leggja ansi mikið á sig til að koma skilaboðum vörumerkja vel til skila enda ekki vanir að fá borgað fyrir eitthvað sem þeir hafa vanalega gert sér til skemmtunar.Hvað er framundan? Eins og markaðssetning með áhrifavalda er að þróast þá verður líklega erfiðara og erfiðara fyrir fyrirtæki að hafa fullkomna stjórn á því hvernig áhrifavaldar meðhöndla vörumerki. Fyrir utan flækjustigið við það þá verður það letjandi til lengdar fyrir áhrifavalda að vera alltaf rammaðir inn í ákveðnar formúlur. Áhrifavaldar vilja gjarnan taka þátt í verkefnum sem þeir hafa trú á og hentar þeirra karakter. Líklega verður áhættan við þessa óvissu alltaf hluti af nútíma markaðssetningu með áhrifavöldum og örugglega það sem gerir hana svona skemmtilega og spennandi. Ef þú vilt fulla stjórn, birtu þá auglýsingu í blaði, útvarpi eða sjónvarpi. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun