Höfundurinn vill láta fjarlægja Gæsahúðarbækur sínar úr bókabúðum Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2017 12:24 Helgi Jónsson hefur sent erindi til bókabúða þar sem hann fer þess á leit að bækur hans verði teknar úr hillum. Helgi Jónsson hjá bókaútgáfunni Tindur hefur sent bókabúðum erindi þar sem hann fer þess á leit að bækur hans, Gæsahúðarbækurnar, verði fjarlægðar úr hillum og teknar úr sölu. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að ná tali af Helga. Ekki liggur því fyrir á hvaða forsendum þessi tilmæli eru sett fram.Eins og fram hefur komið hefur verið sett fram sú krafa á samfélagsmiðlum og í beinum áskorunum til bókabúða að þessar bækur verði teknar úr sölu. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að fara verði verulega varlega í að láta undan kröfum sem eru í ætt við ritskoðun og gera verði skýran greinarmun á umfjöllunarefni höfunda og svo því að verið væri að tala fyrir tilteknum fyrirbærum: bókstafstúlkun. Gæsahúðarbækurnar eru ætlaðar börnum og unglingum en í síðustu viku spratt fram umræða um að í þeim mætti finna textabrot sem ættu vart erindi við þann hóp, svo sem lýsingar á nauðgunum. Er meðal annars um að ræða bókina Gæsahúð ætluð eldri – Villi vampíra. Sú bók kom út fyrir tíu árum og virðist tilviljun hafa ráðið því að bókin er nú svo umdeild. Vísir greindi jafnframt frá því að Bæjarbókasafn Ölfuss hafi þegar tekið bókina úr hillum og ætli að afskrá bókina. Ekki náðist í bókasafnið nú í morgun en forstöðumaður Borgarbókasafnsins er Pálína Magnúsdóttir.Bókaverðirnir stjórna því sem er í hillumHún segir það undir bókavörðum sjálfum komið hvað er í hillum safnanna. „Við ráðum þannig séð hvað við kaupum inn og hvað ekki. Og fylgjum ákveðnum siðareglum í þeim efnum. Við kaupum nánast allt sem kemur út á íslandi og erum ekki með nein sérstök ritskoðunargleraugu á nefinu.“Pálinu er illa við allt sem heitir ritskoðun, telur betra að fólk geti nálgast bækurnar og myndað sér sína eigin skoðun.Dagur GunnarssonPálína bendir á að Gæsahúðarbækur hafi verið býsna lengi í umferð og hvað sem mönnum finnst um gæði bóka, að þau séu upp og ofan eigi það við um margar bækur aðrar. Hún segir þetta tiltekna mál nú til umræðu innan veggja bókasafnsins en þeim þar sé almennt afar illa við allt sem heitir ritskoðun. „Og ef fyrirskipanir um slíkt koma erlendis frá þá setjum við hælana niður. Okkur er illa við slíkar fyrirskipanir. Þumalputtareglan er sú að fólk ætti að geta nálgast bækur til að geta myndað sér sína eigin skoðun,“ segir Pálína sem fylgir þeirri stefnu að fara varlega í alla ritskoðun og ekki standi til að taka bækurnar úr hillu.Umræða um óviðeigandi barnabækur sígild Hún segir málin vissulega flóknari þegar um er að ræða lesefni fyrir börn en almennt verði að treysta því að foreldrar passi uppá hvað börnin lesa. Og gera verði greinarmun á umfjöllunarefni í skáldskap og svo hins bókstaflega; að verið sé að boða eitthvað. Pálína segir að umræðan um meintar skaðlegar barnabækur sé sígild og nefnir sem dæmi það þegar allt varð vitlaust vegna bókarinnar Uppreisnin á barnaheimilinu sem Olga Guðrún Árnadóttir þýddi og las upp í útvarpinu. Án þess að hún sé að leggja þessar bækur að jöfnu. Þegar leitað er í skráningarkerfi bókasafnanna eftir: Gæsahúð, Helgi Jónsson, ritröð; koma upp 27 niðurstöður þannig að bækurnar eru ófáar og þær hafa verið vinsælar meðal barna og unglinga nú í um 20 ár. Fyrsta bókin kom út 1997.Aukinn áhugi á GæsahúðarbókunumForstöðumaður Borgarbókasafnsins segir þau þar vissulega hafa greint aukinn áhuga á bókunum undanfarna daga. „Það er meira spurt. Þetta er forvitni og krakkar eru forvitnir líka,“ segir Pálína. Ef fólk vill ekki að bækurnar séu lesnar sé líkast til best að tala ekki um þær.En, ef höfundur sjálfur fer þess á leit? „Höfundar hafa leyfi til að taka bækur úr hillum bókasafna hvenær sem er. Það er þeirra réttur. Lögn eru þannig að ríkið greiðir þeim fyrir útlánin, og stundum koma hótanir frá höfundum um að bækur þeirra verði teknar úr hillum,“ segir Pálína en það tengist þá helst kjarabaráttu, að lítið fáist fyrir það greitt. „Og ef ég skil þetta rétt hefur höfundur fulla heimild til þess. Ég hugsa að ef Helgi óskaði eftir því að bækur hans yrðu teknar niður þykir mér líklegt að ég yrði við því.“ Tengdar fréttir Þess krafist að Gæsahúðarbækurnar verði fjarlægðar úr bókabúðum Egill Örn Jóhannsson hjá Forlaginu segir að stíga verði varlega til jarðar. 24. mars 2017 14:37 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Helgi Jónsson hjá bókaútgáfunni Tindur hefur sent bókabúðum erindi þar sem hann fer þess á leit að bækur hans, Gæsahúðarbækurnar, verði fjarlægðar úr hillum og teknar úr sölu. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að ná tali af Helga. Ekki liggur því fyrir á hvaða forsendum þessi tilmæli eru sett fram.Eins og fram hefur komið hefur verið sett fram sú krafa á samfélagsmiðlum og í beinum áskorunum til bókabúða að þessar bækur verði teknar úr sölu. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að fara verði verulega varlega í að láta undan kröfum sem eru í ætt við ritskoðun og gera verði skýran greinarmun á umfjöllunarefni höfunda og svo því að verið væri að tala fyrir tilteknum fyrirbærum: bókstafstúlkun. Gæsahúðarbækurnar eru ætlaðar börnum og unglingum en í síðustu viku spratt fram umræða um að í þeim mætti finna textabrot sem ættu vart erindi við þann hóp, svo sem lýsingar á nauðgunum. Er meðal annars um að ræða bókina Gæsahúð ætluð eldri – Villi vampíra. Sú bók kom út fyrir tíu árum og virðist tilviljun hafa ráðið því að bókin er nú svo umdeild. Vísir greindi jafnframt frá því að Bæjarbókasafn Ölfuss hafi þegar tekið bókina úr hillum og ætli að afskrá bókina. Ekki náðist í bókasafnið nú í morgun en forstöðumaður Borgarbókasafnsins er Pálína Magnúsdóttir.Bókaverðirnir stjórna því sem er í hillumHún segir það undir bókavörðum sjálfum komið hvað er í hillum safnanna. „Við ráðum þannig séð hvað við kaupum inn og hvað ekki. Og fylgjum ákveðnum siðareglum í þeim efnum. Við kaupum nánast allt sem kemur út á íslandi og erum ekki með nein sérstök ritskoðunargleraugu á nefinu.“Pálinu er illa við allt sem heitir ritskoðun, telur betra að fólk geti nálgast bækurnar og myndað sér sína eigin skoðun.Dagur GunnarssonPálína bendir á að Gæsahúðarbækur hafi verið býsna lengi í umferð og hvað sem mönnum finnst um gæði bóka, að þau séu upp og ofan eigi það við um margar bækur aðrar. Hún segir þetta tiltekna mál nú til umræðu innan veggja bókasafnsins en þeim þar sé almennt afar illa við allt sem heitir ritskoðun. „Og ef fyrirskipanir um slíkt koma erlendis frá þá setjum við hælana niður. Okkur er illa við slíkar fyrirskipanir. Þumalputtareglan er sú að fólk ætti að geta nálgast bækur til að geta myndað sér sína eigin skoðun,“ segir Pálína sem fylgir þeirri stefnu að fara varlega í alla ritskoðun og ekki standi til að taka bækurnar úr hillu.Umræða um óviðeigandi barnabækur sígild Hún segir málin vissulega flóknari þegar um er að ræða lesefni fyrir börn en almennt verði að treysta því að foreldrar passi uppá hvað börnin lesa. Og gera verði greinarmun á umfjöllunarefni í skáldskap og svo hins bókstaflega; að verið sé að boða eitthvað. Pálína segir að umræðan um meintar skaðlegar barnabækur sé sígild og nefnir sem dæmi það þegar allt varð vitlaust vegna bókarinnar Uppreisnin á barnaheimilinu sem Olga Guðrún Árnadóttir þýddi og las upp í útvarpinu. Án þess að hún sé að leggja þessar bækur að jöfnu. Þegar leitað er í skráningarkerfi bókasafnanna eftir: Gæsahúð, Helgi Jónsson, ritröð; koma upp 27 niðurstöður þannig að bækurnar eru ófáar og þær hafa verið vinsælar meðal barna og unglinga nú í um 20 ár. Fyrsta bókin kom út 1997.Aukinn áhugi á GæsahúðarbókunumForstöðumaður Borgarbókasafnsins segir þau þar vissulega hafa greint aukinn áhuga á bókunum undanfarna daga. „Það er meira spurt. Þetta er forvitni og krakkar eru forvitnir líka,“ segir Pálína. Ef fólk vill ekki að bækurnar séu lesnar sé líkast til best að tala ekki um þær.En, ef höfundur sjálfur fer þess á leit? „Höfundar hafa leyfi til að taka bækur úr hillum bókasafna hvenær sem er. Það er þeirra réttur. Lögn eru þannig að ríkið greiðir þeim fyrir útlánin, og stundum koma hótanir frá höfundum um að bækur þeirra verði teknar úr hillum,“ segir Pálína en það tengist þá helst kjarabaráttu, að lítið fáist fyrir það greitt. „Og ef ég skil þetta rétt hefur höfundur fulla heimild til þess. Ég hugsa að ef Helgi óskaði eftir því að bækur hans yrðu teknar niður þykir mér líklegt að ég yrði við því.“
Tengdar fréttir Þess krafist að Gæsahúðarbækurnar verði fjarlægðar úr bókabúðum Egill Örn Jóhannsson hjá Forlaginu segir að stíga verði varlega til jarðar. 24. mars 2017 14:37 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Þess krafist að Gæsahúðarbækurnar verði fjarlægðar úr bókabúðum Egill Örn Jóhannsson hjá Forlaginu segir að stíga verði varlega til jarðar. 24. mars 2017 14:37
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent