Þess krafist að Gæsahúðarbækurnar verði fjarlægðar úr bókabúðum Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2017 14:37 Fjölmargir krefjast þess að Gæsahúðarbækur Helga Jónssonar verði fjarlægðar úr bókabúðum og af bókasöfnum. Fram hefur komið kröfugerð þess efnis að Gæsahúðabækurnar eftir Helga Jónsson verði fjarlægðar úr bókabúðum og eru dæmi um að bókaverðir hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að fjarlægja bækurnar úr bókasöfnum. Brot úr bókinni Gæsahúð fyrir eldri - Villi Vampíra eftir Helga Jónsson, hafa nú gengið um samfélagsmiða og er varað eindregið við efni bókarinnar. Þannig birtir Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir nokkrar myndir á sinni Facebooksíðu sinni og biður fólk að vera sér meðvituð um hvað börn okkar eru að lesa. Rúmlega þúsund manns hafa deilt færslu hennar, sem sjá má hér neðar. Á umræðuþræði við færslu Bryndísar kemur meðal annars fram að bókin hafi þegar verið fjarlægð úr bókasafni: „Gæsahúðarbækurnar eftir HJ hafa verið teknar úr umferð á Bókasafni Ölfuss. Verða afskráðar á morgun.“ Bókabúðum hafa borist fjöldi áskoranna þess efnis að þær hætti að selja Gæsahúðabækurnar. Egil Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins staðfestir þetta.Egill Örn segir að þeir muni í búðum sínum fara yfir aldursflokkamerkingar en hann vill stíga varlega til jarðar með að fjarlægja bækur á forsendum umfjöllunarefnis í skáldskap.„Í kjölfar mikillar gagnrýni í fjölmiðlum og ekki síst á samfélagsmiðlum vegna bókar sem kom út hjá Tindi, höfðu einhverjir samband við bókaverslun Forlagsins og kröfðust þess að Gæsahúðabækurnar yrðu allar teknar úr sölu. Við munum sannarlega fara yfir hvernig og fyrir hvaða aldur bækurnar eru flokkaðar í bókabúðinni en okkur finnst við verða að stíga afar varlega til jarðar áður en kemur að því beinlínis að taka tilteknar bækur úr sölu sökum innihalds,“ segir Egill. Nokkur umræða hefur sprottið upp í tengslum við þetta og það hvort um ritskoðun eða jafnvel bókabrennur geti verið að ræða; hvort skáldskapur verði ekki að fá að lúta sínum lögmálum? Hvort ekki sé varasamt að bókstafleg merking sé lögð í skáldskap, hversu vondur sem hann má teljast og krefjast þess á þeim forsendum að hann sé tekinn úr umferð? Eiríkur Örn Norðdal rithöfundur veltir málinu fyrir sér á sinni heimasíðu. „Mótþróaröskunin í mér þolir svona lagað illa. Og þá hjálpar ekki til að innra með mér berjast tveir aðilar – rithöfundurinn með öll sín bókmenntaprinsipp og faðirinn sem vandar valið þegar hann kaupir bækur fyrir börnin sín.“ Þá skrifar Óli Gneisti Sóleyjarson pistil á Stundina þar sem hann segir skorta fé til að hafa umsjá með því hvernig bækur rata fyrir augu íslenskrar æsku. Þetta sé vandamál. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Fram hefur komið kröfugerð þess efnis að Gæsahúðabækurnar eftir Helga Jónsson verði fjarlægðar úr bókabúðum og eru dæmi um að bókaverðir hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að fjarlægja bækurnar úr bókasöfnum. Brot úr bókinni Gæsahúð fyrir eldri - Villi Vampíra eftir Helga Jónsson, hafa nú gengið um samfélagsmiða og er varað eindregið við efni bókarinnar. Þannig birtir Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir nokkrar myndir á sinni Facebooksíðu sinni og biður fólk að vera sér meðvituð um hvað börn okkar eru að lesa. Rúmlega þúsund manns hafa deilt færslu hennar, sem sjá má hér neðar. Á umræðuþræði við færslu Bryndísar kemur meðal annars fram að bókin hafi þegar verið fjarlægð úr bókasafni: „Gæsahúðarbækurnar eftir HJ hafa verið teknar úr umferð á Bókasafni Ölfuss. Verða afskráðar á morgun.“ Bókabúðum hafa borist fjöldi áskoranna þess efnis að þær hætti að selja Gæsahúðabækurnar. Egil Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins staðfestir þetta.Egill Örn segir að þeir muni í búðum sínum fara yfir aldursflokkamerkingar en hann vill stíga varlega til jarðar með að fjarlægja bækur á forsendum umfjöllunarefnis í skáldskap.„Í kjölfar mikillar gagnrýni í fjölmiðlum og ekki síst á samfélagsmiðlum vegna bókar sem kom út hjá Tindi, höfðu einhverjir samband við bókaverslun Forlagsins og kröfðust þess að Gæsahúðabækurnar yrðu allar teknar úr sölu. Við munum sannarlega fara yfir hvernig og fyrir hvaða aldur bækurnar eru flokkaðar í bókabúðinni en okkur finnst við verða að stíga afar varlega til jarðar áður en kemur að því beinlínis að taka tilteknar bækur úr sölu sökum innihalds,“ segir Egill. Nokkur umræða hefur sprottið upp í tengslum við þetta og það hvort um ritskoðun eða jafnvel bókabrennur geti verið að ræða; hvort skáldskapur verði ekki að fá að lúta sínum lögmálum? Hvort ekki sé varasamt að bókstafleg merking sé lögð í skáldskap, hversu vondur sem hann má teljast og krefjast þess á þeim forsendum að hann sé tekinn úr umferð? Eiríkur Örn Norðdal rithöfundur veltir málinu fyrir sér á sinni heimasíðu. „Mótþróaröskunin í mér þolir svona lagað illa. Og þá hjálpar ekki til að innra með mér berjast tveir aðilar – rithöfundurinn með öll sín bókmenntaprinsipp og faðirinn sem vandar valið þegar hann kaupir bækur fyrir börnin sín.“ Þá skrifar Óli Gneisti Sóleyjarson pistil á Stundina þar sem hann segir skorta fé til að hafa umsjá með því hvernig bækur rata fyrir augu íslenskrar æsku. Þetta sé vandamál.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“