Barcelona birti þá myndband af Aroni á sinni fyrstu æfingu með félaginu eftir að hann var keyptur til spænska liðsins frá Veszprém í Ungverjalandi.
Nú getur Aron lagt þetta allt til hliðar og farið að einbeita sér að handbolta á nýjan leik.
Mikil gleðitíðindi sömuleiðis fyrir landsliðið að Aron sé farinn af stað á ný enda bíða afar erfið verkefni á EM í janúar.
Primer entrenament d'@aronpalm amb el grup / Pálmarsson ya entrena con sus nuevos compañeros #HandbolLive #ForçaBarça pic.twitter.com/Iz8DPAhXLV
— FCB Handbol (@FCBhandbol) October 31, 2017