Umönnun við aldraða á Akranesi til fyrirmyndar Kristjana Guðjónsdóttir skrifar 7. desember 2017 07:00 Tilefni þessa greinarstúfs er umfjöllun á opinberum vettvangi um hjúkrunar- og dvalarrými fyrir aldraða. Viðfangsefnið er kunnuglegt. Þjóðin eldist og er því vaxandi og algjörlega fyrirséð þörf á úrræðum fyrir aldraða. Sem ríkt velferðarsamfélag þurfum við sem þjóð að sinna þessum málum mun betur en gert hefur verið. Að mínu mati hefur nýleg umfjöllun hins vegar að hluta verið ósanngjörn í garð þeirra sem sinna störfum í þágu aldraðra af alúð og faglegum metnaði. Þegar þörf á fleiri dvalar- og hjúkrunarheimilum ber á góma er því stundum slegið fram að nóg sé af slíkum heimilum og að lausnin felist í aukinni heimahjúkrun og -þjónustu. Að mínu mati er þetta þó ekki spurning um annaðhvort eða. Opinberar tölur t.d. frá Landlæknisembættinu sýna að fjöldi dvalar- og hjúkrunarrýma á landinu öllu hefur nánast staðið í stað frá árinu 2005. Rýmum á hverja 1.000 einstaklinga yfir 67 ára hefur því farið ört fækkandi. Þá er fjöldi rýma eftir landshlutum og sveitarfélögum mjög breytilegur. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélögin því miður staðið sig verr að þessu leyti en flest önnur, en staðan t.d. á Vesturlandi og Suðurlandi er hins vegar mun betri. Er því þörf bæði á fleiri hjúkrunar- og dvalarheimilum og auknum fjármunum til heimahjúkrunar. Ekki er nægjanlegt að byggja fleiri heimili. Það skiptir ekki síður máli að þau séu vel rekin og að gott starfsfólk fáist til að vinna við þau oft á tíðum erfiðu og vandasömu störf sem þjónustan krefst. Er svo sannarlega þörf á viðhorfsbreytingu stjórnvalda og bættum starfskjörum þeirra sem sinna þessum störfum. Þetta er efni í aðra grein. Alkunna er að á vettvangi heilbrigðismála er ein stærsta áskorunin að á sjúkrahúsum eru hjúkrunarrými í of ríkum mæli bundin við að sinna þörfum aldraðra sem í raun væri betur sinnt á sérhæfðum dvalar- og hjúkrunarheimilum – á fagmáli nefnt fráflæðisvandi. Er ekki um það deilt að síðarnefnda lausnin er í senn mun betri fyrir þá sem á þjónustunni þurfa að halda og langtum ódýrari. Flestir vilja búa sem lengst á eigin heimili. En svo getur komið að því, oft með litlum fyrirvara vegna heilsubrests, að þörf verður á að leita eftir dvöl á hjúkrunarheimili. Fyrirkomulagið í þessu efni er langt og krefst fyrirhyggju. Aldraðir þurfa nú að fara í gegnum svonefnt vistunarmat. Hér mætti stuðningur barna eða annarra nákominna ættingja aldraðra gjarna vera meiri og markvissari en oft er raunin. Því miður er því oft slegið á frest að sækja um þar til nánast er í óefni komið með heilsu eða færni hins aldraða. Þetta er því alvarlegra þegar þess er gætt að eftir að vistunarmat hefur fengist eru því miður langir biðlistar eftir rými og oftast ekkert laust á því heimili þar sem hinn aldraði kysi helst að dveljast. Endurspeglar þetta í raun þann skort sem stöðugt blasir við öldruðum um aðgang að vistun. Meðal þeirra úrræða sem Landspítalinn hefur stuðst við til þess að leita lausna á fráflæðisvanda er að semja við aðrar sjúkrastofnanir um tímabundin rými fyrir aldraða. Þar á meðal hefur Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi ákveðið að hlaupa undir bagga og bjóða tímabundin rými á heimilinu. Ég hef nýlega kynnst framkvæmd þessa samnings af eigin raun vegna nákomins fjölskyldumeðlims sem þar dvelur. Í sem stystu máli er mat mitt það að þessi framkvæmd er Akurnesingum til mikils sóma. Sú umönnun sem viðkomandi einstaklingur hefur fengið þar er til fyrirmyndar. Starfsfólk heimilisins á þakkir skildar fyrir að hlúa afbragðsvel að heimilismönnum og umgjörð gæti vart verið betri. Það er því ekki mikil ábyrgð gagnvart vandasömu viðfangsefni sem við blasir að tala um að þessi samningur feli í sér „hreppaflutninga“, aldraðir einstaklingar séu gegn vilja sínum sendir í útlegð í byggðarlögum þar sem þeir þekki engan og fjarri ættingjum sínum, eins og nýlega hefur verið skrifað í blöð og fluttar fréttir um bæði í blöðum og sjónvarpi. Ættingjar sem þannig tala á opinberum vettvangi og gera kröfur á hið opinbera mættu einnig huga að því hvort þeir beri ekki einnig einhverja ábyrgð á því að ævikvöld foreldra eða annarra nákominna verði með sómasamlegum hætti. Það er t.d. erfitt að skilja að það sé almennt ofviða fólki á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja aldraða ættingja sína á hjúkrunarheimili, t.d. á Akranesi. Aksturstíminn er í raun oft lítið lengri en t.d. ferð á milli bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem þangað gengur strætó. Höfundur er sjúkraliði með sérnám í öldrunarhjúkrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessa greinarstúfs er umfjöllun á opinberum vettvangi um hjúkrunar- og dvalarrými fyrir aldraða. Viðfangsefnið er kunnuglegt. Þjóðin eldist og er því vaxandi og algjörlega fyrirséð þörf á úrræðum fyrir aldraða. Sem ríkt velferðarsamfélag þurfum við sem þjóð að sinna þessum málum mun betur en gert hefur verið. Að mínu mati hefur nýleg umfjöllun hins vegar að hluta verið ósanngjörn í garð þeirra sem sinna störfum í þágu aldraðra af alúð og faglegum metnaði. Þegar þörf á fleiri dvalar- og hjúkrunarheimilum ber á góma er því stundum slegið fram að nóg sé af slíkum heimilum og að lausnin felist í aukinni heimahjúkrun og -þjónustu. Að mínu mati er þetta þó ekki spurning um annaðhvort eða. Opinberar tölur t.d. frá Landlæknisembættinu sýna að fjöldi dvalar- og hjúkrunarrýma á landinu öllu hefur nánast staðið í stað frá árinu 2005. Rýmum á hverja 1.000 einstaklinga yfir 67 ára hefur því farið ört fækkandi. Þá er fjöldi rýma eftir landshlutum og sveitarfélögum mjög breytilegur. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélögin því miður staðið sig verr að þessu leyti en flest önnur, en staðan t.d. á Vesturlandi og Suðurlandi er hins vegar mun betri. Er því þörf bæði á fleiri hjúkrunar- og dvalarheimilum og auknum fjármunum til heimahjúkrunar. Ekki er nægjanlegt að byggja fleiri heimili. Það skiptir ekki síður máli að þau séu vel rekin og að gott starfsfólk fáist til að vinna við þau oft á tíðum erfiðu og vandasömu störf sem þjónustan krefst. Er svo sannarlega þörf á viðhorfsbreytingu stjórnvalda og bættum starfskjörum þeirra sem sinna þessum störfum. Þetta er efni í aðra grein. Alkunna er að á vettvangi heilbrigðismála er ein stærsta áskorunin að á sjúkrahúsum eru hjúkrunarrými í of ríkum mæli bundin við að sinna þörfum aldraðra sem í raun væri betur sinnt á sérhæfðum dvalar- og hjúkrunarheimilum – á fagmáli nefnt fráflæðisvandi. Er ekki um það deilt að síðarnefnda lausnin er í senn mun betri fyrir þá sem á þjónustunni þurfa að halda og langtum ódýrari. Flestir vilja búa sem lengst á eigin heimili. En svo getur komið að því, oft með litlum fyrirvara vegna heilsubrests, að þörf verður á að leita eftir dvöl á hjúkrunarheimili. Fyrirkomulagið í þessu efni er langt og krefst fyrirhyggju. Aldraðir þurfa nú að fara í gegnum svonefnt vistunarmat. Hér mætti stuðningur barna eða annarra nákominna ættingja aldraðra gjarna vera meiri og markvissari en oft er raunin. Því miður er því oft slegið á frest að sækja um þar til nánast er í óefni komið með heilsu eða færni hins aldraða. Þetta er því alvarlegra þegar þess er gætt að eftir að vistunarmat hefur fengist eru því miður langir biðlistar eftir rými og oftast ekkert laust á því heimili þar sem hinn aldraði kysi helst að dveljast. Endurspeglar þetta í raun þann skort sem stöðugt blasir við öldruðum um aðgang að vistun. Meðal þeirra úrræða sem Landspítalinn hefur stuðst við til þess að leita lausna á fráflæðisvanda er að semja við aðrar sjúkrastofnanir um tímabundin rými fyrir aldraða. Þar á meðal hefur Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi ákveðið að hlaupa undir bagga og bjóða tímabundin rými á heimilinu. Ég hef nýlega kynnst framkvæmd þessa samnings af eigin raun vegna nákomins fjölskyldumeðlims sem þar dvelur. Í sem stystu máli er mat mitt það að þessi framkvæmd er Akurnesingum til mikils sóma. Sú umönnun sem viðkomandi einstaklingur hefur fengið þar er til fyrirmyndar. Starfsfólk heimilisins á þakkir skildar fyrir að hlúa afbragðsvel að heimilismönnum og umgjörð gæti vart verið betri. Það er því ekki mikil ábyrgð gagnvart vandasömu viðfangsefni sem við blasir að tala um að þessi samningur feli í sér „hreppaflutninga“, aldraðir einstaklingar séu gegn vilja sínum sendir í útlegð í byggðarlögum þar sem þeir þekki engan og fjarri ættingjum sínum, eins og nýlega hefur verið skrifað í blöð og fluttar fréttir um bæði í blöðum og sjónvarpi. Ættingjar sem þannig tala á opinberum vettvangi og gera kröfur á hið opinbera mættu einnig huga að því hvort þeir beri ekki einnig einhverja ábyrgð á því að ævikvöld foreldra eða annarra nákominna verði með sómasamlegum hætti. Það er t.d. erfitt að skilja að það sé almennt ofviða fólki á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja aldraða ættingja sína á hjúkrunarheimili, t.d. á Akranesi. Aksturstíminn er í raun oft lítið lengri en t.d. ferð á milli bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem þangað gengur strætó. Höfundur er sjúkraliði með sérnám í öldrunarhjúkrun.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar