Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2017 13:42 Geir á hliðarlínunni í Metz. vísir/epa Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. „Það er alltaf verið að funda og fara yfir stöðuna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari léttur er hann kom af enn einum fundinum með strákunum. „Við vinnum þetta þannig að við förum alltaf yfir síðasta leik með fundi daginn eftir. Það gefur okkur heilmikið og þannig getum við þróað okkar leik áfram,“ segir Geir en hann var eðlilega svekktur að hafa aðeins fengið eitt stig úr leikjum helgarinnar. „Kannski hefðum við getað fengið þrjá. Við vorum svekktir að fá ekki neitt úr leiknum gegn Slóveníu. Með Túnis-leikinn þá litum við á stigið sem við misstum sem tapað stig. Við breytum því ekkert úr þessu og það er bara þetta klassíska. Halda áfram veginn.“ Þjálfarinn sá þó margt jákvætt í leik liðsins sem haldið verður áfram að byggja ofan á. „Sérstaklega fram á við. Hraðar sóknir og hraðaupplaup. Vonandi höldum við því áfram. Varnarleikurinn flottur. Sterk innkoma hjá Aroni í markið og frábær innkoma Bjarka Gunnars í vörnina. Það sem er svo mikilvægt í svona löngu og ströngu móti er að halda breiddinni. Ef einhver dettur niður þá kemur næsti maður inn eins og með Bjarka þar sem Gummi var ekki að finna sig. Það geta allir lent í því. Angóla hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á mótinu og þetta er leikur sem Ísland á að vinna. Angóla er frekar óhefðbundið lið en hvernig undirbýr Geir liðið fyrir þann leik? „Þetta er sérstakt lið. Menn vita að þeir hafa verið að tapa sínum leikjum stórt. Þá segir fólk að þetta sé lið sem á að labba yfir og leyfa öðrum að spila og svona. Það er bara ekkert þannig. Þetta er stórt og kröftugt lið sem er að gera fullt af fínum hlutum. Svolítið óslípaðir. Ef við verðum ekki klárir þá verður þetta vesen og stress í þeim leik.“ Geir segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahópnum og það eru engar líkur á því að Aron Pálmarsson komi í leikinn gegn Makedóníu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. „Það er alltaf verið að funda og fara yfir stöðuna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari léttur er hann kom af enn einum fundinum með strákunum. „Við vinnum þetta þannig að við förum alltaf yfir síðasta leik með fundi daginn eftir. Það gefur okkur heilmikið og þannig getum við þróað okkar leik áfram,“ segir Geir en hann var eðlilega svekktur að hafa aðeins fengið eitt stig úr leikjum helgarinnar. „Kannski hefðum við getað fengið þrjá. Við vorum svekktir að fá ekki neitt úr leiknum gegn Slóveníu. Með Túnis-leikinn þá litum við á stigið sem við misstum sem tapað stig. Við breytum því ekkert úr þessu og það er bara þetta klassíska. Halda áfram veginn.“ Þjálfarinn sá þó margt jákvætt í leik liðsins sem haldið verður áfram að byggja ofan á. „Sérstaklega fram á við. Hraðar sóknir og hraðaupplaup. Vonandi höldum við því áfram. Varnarleikurinn flottur. Sterk innkoma hjá Aroni í markið og frábær innkoma Bjarka Gunnars í vörnina. Það sem er svo mikilvægt í svona löngu og ströngu móti er að halda breiddinni. Ef einhver dettur niður þá kemur næsti maður inn eins og með Bjarka þar sem Gummi var ekki að finna sig. Það geta allir lent í því. Angóla hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á mótinu og þetta er leikur sem Ísland á að vinna. Angóla er frekar óhefðbundið lið en hvernig undirbýr Geir liðið fyrir þann leik? „Þetta er sérstakt lið. Menn vita að þeir hafa verið að tapa sínum leikjum stórt. Þá segir fólk að þetta sé lið sem á að labba yfir og leyfa öðrum að spila og svona. Það er bara ekkert þannig. Þetta er stórt og kröftugt lið sem er að gera fullt af fínum hlutum. Svolítið óslípaðir. Ef við verðum ekki klárir þá verður þetta vesen og stress í þeim leik.“ Geir segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahópnum og það eru engar líkur á því að Aron Pálmarsson komi í leikinn gegn Makedóníu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira