Dumbungsleg staða í öldrunarmálum á Akureyri Gunnar Kr. Jónasson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Í viðtali í Fréttablaðinu 24. október sl. viðhafði Halldór S. Guðmundsson, forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar, þau ummæli að ekki væri skortur á dvalarrýmum á Akureyri og „í raun gæti verið að það séu of mörg hjúkrunarrými“. Þessi orð urðu mér sem og fjölmörgum öðrum umhugsunarefni. Það virðist því vera yfirlýst stefna Akureyrarbæjar að halda þjónustu og framþróun við málaflokk eldri borgara botnfrosinni eins og hún hefur verið um langt skeið. Þessi ummæli eru eins og blaut tuska í andlit aldraðra og aðstandenda þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda, og mannlegri reisn gefið hornauga. Forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar virðist vera einn á báti með þessa skoðun sína á ástandi dvalarheimilismála á Akureyri. Ekki virðist starfsfólk sem vinnur í þessu kerfi eða aðrir sem eiga hagsmuna að gæta geta hugsað sér að taka undir þessa skoðun forstöðumannsins, þvert á móti. Það verður að segjast eins og er að þessi yfirlýsing gengur algjörlega á svig við mannlegar þarfir þeirra sem honum ber að þjóna, öldruðu fólki sem litla björg sér getur veitt og er beinlínis nauðbeygt til að einangrast inni á sínum heimilum vegna ýmissa krankleika sem gera þeim miserfitt fyrir um að sinna sínum daglegu þörfum og er orðið fangar ellinnar, vegna vöntunar á hjúkrunarrýmum. Eins og umgjörð um öldrunarmál virðist byggð upp hér á Akureyri treystir kerfið á að aðstandendur sinni sínu fólki, það hefur vísanir áratugi aftur í tímann þar sem yngri kynslóðirnar hjúkruðu þeim eldri, konan sá um heimilið og kallinn að fóðra og fita skepnurnar þannig að eitthvað væri til að éta.Að bugast undan álagi Lausnarorð kerfisins er heimahjúkrun, þar sem útkeyrðir einstaklingar hendast milli íbúða skjólstæðinga sinna, að bugast undan álagi með takmarkaðan tíma á hverjum stað. Það má leiða líkur að því að þær aðstæður sem hafa skapast í öldrunarmálum á Akureyri séu vegna skoðunar forstöðumannsins á því að öll öldrunarheimili verði orðin tóm á árunum 2040-2050 (úr hádegisfréttatíma RÚV 25. okt.) og þess vegna borgi sig ekki að byggja upp og fjölga hjúkrunarrýmum en það er dágóður tími þangað til eða 23-33 ár, hvers eiga eldri borgarar að gjalda þangað til? Líklegasta svarið frá kerfinu er „æi, það borgar sig eiginlega alltaf að gera sem minnst en helst ekki neitt“. Nú erum við ekki í þeirri stöðu til að meta hvort öldrunarheimili verði óþörf á tímabilinu 2040-50, verða sjúkrahúsin kannski óþörf líka, og hestaheilsan orðin landlæg og ellin á braut? Eins og er liggur fjöldi eldri borgara á sjúkrahúsum og teppa sjúkrarými, vegna skorts á hjúkrunarrýmum þar sem þeir geta ekki verið heima vegna heilsubrests. Að byggja hús er ekki flókin aðgerð. Hús eru stöðugt að breyta um hlutverk, refabú verða að geymslum, gömul fjós breytast í gistiheimili, iðnaðarhús breytast í íbúðir eða hótel og þannig mætti lengi telja. Að því sögðu ætti það ekki að vera stór áhætta að byggja og fjölga hjúkrunar- og dvalarrýmum á Akureyri til hagsbóta fyrir þá sem minna mega sín. Að bera það á borð fyrir okkar samfélag að ekki borgi sig að hlúa vel að þeim sem eldri eru og veikburða vegna spár um að þeir einstaklingar verði horfnir úr mannlífsflórunni 2040-2050 eru afar dapurleg fræði og ómanneskjuleg. Okkur sem berum uppi samfélagið í dag ber skilyrðislaus skylda til að sjá þessu fólki fyrir viðunandi aðstöðu, hjúkrun og hjálp, á forsendum einstaklingsins, en ekki excel-skjalsins. Tilfinningar og vellíðan fólks verður aldrei reiknuð út í excel-skjali. Eitt það brýnasta sem okkur varðar sem getum staðið í fæturna er að standa með þeim sem ekki geta staðið í fæturna og barist fyrir sínu, á þann hátt verðum við betri manneskjur. Góðir Akureyringar stöndum saman, stöndum upp fyrir eldri borgurum bæjarins og veitum þeim áhyggjulaust ævikvöld. „Akureyri öll lífsins gæði“ líka fyrir eldri borgara. Með baráttukveðju til allra aldinna höfðingja og aðstandenda þeirra. Höfundur er myndlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali í Fréttablaðinu 24. október sl. viðhafði Halldór S. Guðmundsson, forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar, þau ummæli að ekki væri skortur á dvalarrýmum á Akureyri og „í raun gæti verið að það séu of mörg hjúkrunarrými“. Þessi orð urðu mér sem og fjölmörgum öðrum umhugsunarefni. Það virðist því vera yfirlýst stefna Akureyrarbæjar að halda þjónustu og framþróun við málaflokk eldri borgara botnfrosinni eins og hún hefur verið um langt skeið. Þessi ummæli eru eins og blaut tuska í andlit aldraðra og aðstandenda þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda, og mannlegri reisn gefið hornauga. Forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar virðist vera einn á báti með þessa skoðun sína á ástandi dvalarheimilismála á Akureyri. Ekki virðist starfsfólk sem vinnur í þessu kerfi eða aðrir sem eiga hagsmuna að gæta geta hugsað sér að taka undir þessa skoðun forstöðumannsins, þvert á móti. Það verður að segjast eins og er að þessi yfirlýsing gengur algjörlega á svig við mannlegar þarfir þeirra sem honum ber að þjóna, öldruðu fólki sem litla björg sér getur veitt og er beinlínis nauðbeygt til að einangrast inni á sínum heimilum vegna ýmissa krankleika sem gera þeim miserfitt fyrir um að sinna sínum daglegu þörfum og er orðið fangar ellinnar, vegna vöntunar á hjúkrunarrýmum. Eins og umgjörð um öldrunarmál virðist byggð upp hér á Akureyri treystir kerfið á að aðstandendur sinni sínu fólki, það hefur vísanir áratugi aftur í tímann þar sem yngri kynslóðirnar hjúkruðu þeim eldri, konan sá um heimilið og kallinn að fóðra og fita skepnurnar þannig að eitthvað væri til að éta.Að bugast undan álagi Lausnarorð kerfisins er heimahjúkrun, þar sem útkeyrðir einstaklingar hendast milli íbúða skjólstæðinga sinna, að bugast undan álagi með takmarkaðan tíma á hverjum stað. Það má leiða líkur að því að þær aðstæður sem hafa skapast í öldrunarmálum á Akureyri séu vegna skoðunar forstöðumannsins á því að öll öldrunarheimili verði orðin tóm á árunum 2040-2050 (úr hádegisfréttatíma RÚV 25. okt.) og þess vegna borgi sig ekki að byggja upp og fjölga hjúkrunarrýmum en það er dágóður tími þangað til eða 23-33 ár, hvers eiga eldri borgarar að gjalda þangað til? Líklegasta svarið frá kerfinu er „æi, það borgar sig eiginlega alltaf að gera sem minnst en helst ekki neitt“. Nú erum við ekki í þeirri stöðu til að meta hvort öldrunarheimili verði óþörf á tímabilinu 2040-50, verða sjúkrahúsin kannski óþörf líka, og hestaheilsan orðin landlæg og ellin á braut? Eins og er liggur fjöldi eldri borgara á sjúkrahúsum og teppa sjúkrarými, vegna skorts á hjúkrunarrýmum þar sem þeir geta ekki verið heima vegna heilsubrests. Að byggja hús er ekki flókin aðgerð. Hús eru stöðugt að breyta um hlutverk, refabú verða að geymslum, gömul fjós breytast í gistiheimili, iðnaðarhús breytast í íbúðir eða hótel og þannig mætti lengi telja. Að því sögðu ætti það ekki að vera stór áhætta að byggja og fjölga hjúkrunar- og dvalarrýmum á Akureyri til hagsbóta fyrir þá sem minna mega sín. Að bera það á borð fyrir okkar samfélag að ekki borgi sig að hlúa vel að þeim sem eldri eru og veikburða vegna spár um að þeir einstaklingar verði horfnir úr mannlífsflórunni 2040-2050 eru afar dapurleg fræði og ómanneskjuleg. Okkur sem berum uppi samfélagið í dag ber skilyrðislaus skylda til að sjá þessu fólki fyrir viðunandi aðstöðu, hjúkrun og hjálp, á forsendum einstaklingsins, en ekki excel-skjalsins. Tilfinningar og vellíðan fólks verður aldrei reiknuð út í excel-skjali. Eitt það brýnasta sem okkur varðar sem getum staðið í fæturna er að standa með þeim sem ekki geta staðið í fæturna og barist fyrir sínu, á þann hátt verðum við betri manneskjur. Góðir Akureyringar stöndum saman, stöndum upp fyrir eldri borgurum bæjarins og veitum þeim áhyggjulaust ævikvöld. „Akureyri öll lífsins gæði“ líka fyrir eldri borgara. Með baráttukveðju til allra aldinna höfðingja og aðstandenda þeirra. Höfundur er myndlistarmaður.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun