Þétting byggðar ekki að ná fram að ganga Sölvi Sturluson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Byggð hefur þynnst verulega undanfarna þrjá áratugi eða svo og fer nú meira landrými undir hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins en nokkru sinni fyrr. Um þessar mundir eru um 35 íbúar á hverjum hektara en til samanburðar voru um 54 íbúar á hvern hektara á árinu 1985. Nýjar tölur Samtaka iðnaðarins (SI) sýna fjölgun íbúða í byggingu frá fyrri talningu í febrúar á þessu ári og er mesta aukningin í Reykjavík. Þetta eru jákvæðar fréttir en þar með er ekki öll sagan sögð því áætlaður fjöldi fullkláraðra eigna inn á markaðinn til loka árs 2020 eru um 800 færri m.v. fyrri spá SI frá því í febrúar. Ástæðan er sögð lengri byggingartími vegna áherslu á þéttingu byggðar sem eykur flækjustig í framkvæmd. Þetta er áhyggjuefni enda verða miklar íbúðaverðshækkanir að undanförnu að mestu skýrðar með ónógu framboði nýs íbúðarhúsnæðis.Þau sveitarfélög sem eru að stækka hraðast þessi misserin eru Mosfellsbær, Garðabær og Kópavogur. Þá hefur mikil uppbygging átt sér stað í Hafnarfirði undanfarin ár þó svo að nýjustu tölur SI bendi til þess að hægja muni á fjölgun íbúða þar á næstu árum. Mun þetta að öðru óbreyttu leiða til þess að hærra hlutfall íbúa á höfuðborgarsvæðinu mun búa í áðurgreindum sveitarfélögum á næstu árum. Íbúar höfuðborgarsvæðisins munu eftir sem áður eiga erindi við miðbæinn enda er þar mestur þéttleiki atvinnu-, skólabygginga, íþróttahúsa og verslunar- og skrifstofuhúsnæðis auk annarra innviða. Þetta mun þá að öðru óbreyttu auka álagið á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem er nú þegar undir töluverðu álagi, sér í lagi á helstu álagstímum. Reykjavík er stærsta sveitarfélag landsins og gegnir þar af leiðandi mikilvægu hlutverki varðandi heilbrigði íbúðamarkaðarins. Þar hefur ekki tekist nægilega vel að auka framboð af einhverjum ástæðum. Ef síðastliðin ár eru skoðuð hjá Reykjavík þá hafa komið inn á markaðinn um 270 íbúðir á ári að meðaltali frá og með árinu 2008 samkvæmt skýrslu frá byggingafulltrúa sem er aðgengileg á vef borgarinnar. Meðalfjölgun íbúða fyrir þann tíma og aftur til 1972 er um 660 íbúðir árlega, eða tvisvar og hálfu sinni fleiri íbúðir. Annað sem vekur athygli er að aldrei áður hefur verið eins mikið ósamræmi á milli íbúða í byggingu og fullkláraðra íbúða eins og á undanförnum árum. Á átta ára tímabili frá 2008-2016 hefur fullkláruðum eignum sem hlutfall af þeim sem hafin hefur verið bygging á fækkað umtalsvert miðað við árin þar á undan. Aukið flækjustig í skipulagsmálum og lengri byggingatími sökum þéttingar byggðar skýra þetta að hluta, en það er í það minnsta áhyggjuefni að íbúðir á byggingarstigi séu ekki að skila sér í skráða fullkláraða eign í Reykjavík því það eru þær tölur sem á endanum skipta öllu máli ef takast á að þétta byggð og draga úr hækkunarþrýstingi á íbúðamarkaði. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Byggð hefur þynnst verulega undanfarna þrjá áratugi eða svo og fer nú meira landrými undir hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins en nokkru sinni fyrr. Um þessar mundir eru um 35 íbúar á hverjum hektara en til samanburðar voru um 54 íbúar á hvern hektara á árinu 1985. Nýjar tölur Samtaka iðnaðarins (SI) sýna fjölgun íbúða í byggingu frá fyrri talningu í febrúar á þessu ári og er mesta aukningin í Reykjavík. Þetta eru jákvæðar fréttir en þar með er ekki öll sagan sögð því áætlaður fjöldi fullkláraðra eigna inn á markaðinn til loka árs 2020 eru um 800 færri m.v. fyrri spá SI frá því í febrúar. Ástæðan er sögð lengri byggingartími vegna áherslu á þéttingu byggðar sem eykur flækjustig í framkvæmd. Þetta er áhyggjuefni enda verða miklar íbúðaverðshækkanir að undanförnu að mestu skýrðar með ónógu framboði nýs íbúðarhúsnæðis.Þau sveitarfélög sem eru að stækka hraðast þessi misserin eru Mosfellsbær, Garðabær og Kópavogur. Þá hefur mikil uppbygging átt sér stað í Hafnarfirði undanfarin ár þó svo að nýjustu tölur SI bendi til þess að hægja muni á fjölgun íbúða þar á næstu árum. Mun þetta að öðru óbreyttu leiða til þess að hærra hlutfall íbúa á höfuðborgarsvæðinu mun búa í áðurgreindum sveitarfélögum á næstu árum. Íbúar höfuðborgarsvæðisins munu eftir sem áður eiga erindi við miðbæinn enda er þar mestur þéttleiki atvinnu-, skólabygginga, íþróttahúsa og verslunar- og skrifstofuhúsnæðis auk annarra innviða. Þetta mun þá að öðru óbreyttu auka álagið á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem er nú þegar undir töluverðu álagi, sér í lagi á helstu álagstímum. Reykjavík er stærsta sveitarfélag landsins og gegnir þar af leiðandi mikilvægu hlutverki varðandi heilbrigði íbúðamarkaðarins. Þar hefur ekki tekist nægilega vel að auka framboð af einhverjum ástæðum. Ef síðastliðin ár eru skoðuð hjá Reykjavík þá hafa komið inn á markaðinn um 270 íbúðir á ári að meðaltali frá og með árinu 2008 samkvæmt skýrslu frá byggingafulltrúa sem er aðgengileg á vef borgarinnar. Meðalfjölgun íbúða fyrir þann tíma og aftur til 1972 er um 660 íbúðir árlega, eða tvisvar og hálfu sinni fleiri íbúðir. Annað sem vekur athygli er að aldrei áður hefur verið eins mikið ósamræmi á milli íbúða í byggingu og fullkláraðra íbúða eins og á undanförnum árum. Á átta ára tímabili frá 2008-2016 hefur fullkláruðum eignum sem hlutfall af þeim sem hafin hefur verið bygging á fækkað umtalsvert miðað við árin þar á undan. Aukið flækjustig í skipulagsmálum og lengri byggingatími sökum þéttingar byggðar skýra þetta að hluta, en það er í það minnsta áhyggjuefni að íbúðir á byggingarstigi séu ekki að skila sér í skráða fullkláraða eign í Reykjavík því það eru þær tölur sem á endanum skipta öllu máli ef takast á að þétta byggð og draga úr hækkunarþrýstingi á íbúðamarkaði. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar