Þorlákshöfn – áföll og endurreisn Birgir Þórarinsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum orðið fyrir áföllum í atvinnumálum. Öll tengjast þessi áföll sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti. Umtalsverður fiskveiðikvóti hefur verið seldur burt og nú síðast tilkynnti fiskvinnslufyrirtækið Frostfiskur að það hygðist flytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar og þar með fara nærri 60 störf burt af svæðinu. Afleiðingar þess að hægt sé að selja kvóta burt frá sjávarbyggðum eru sláandi; atvinnumissir, fólksfækkun, verðfall á eignum fólks og þjónustuaðila svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir þessa augljósu galla á fiskveiðistjórnunarkerfinu virðist það vera stjórnvöldum erfitt að taka af skarið og koma í veg fyrir að slíkt geti átt sér stað. Miðflokkurinn leggur áherslu á að settar verði girðingar í lögum, ef svo má að orði komast, til þess að koma í veg fyrir að kvóti verði seldur burt úr byggðarlögum sem byggja afkomu sína að stórum hluta á fiskveiðum og vinnslu. Málefni Frostfisks eru frábrugðin að því leyti til að þar er ákvörðunin viðskiptalegs eðlis en hefur ekki beint með kvóta að gera. Sveitarfélagið Ölfus hefur staðið sig vel í því að bregðast við þessum áföllum. Gott dæmi í þeim efnum er tiltrú þess á rekstri hafnarinnar og sú ákvörðun að ráðast í viðamiklar endurbætur á höfninni til þess að geta aukið tekjur frá nýjum verkefnum. Endurbæturnar hófust fyrir rúmum tveimur árum síðan og hafa komið því til leiðar að í byrjun árs hófust reglubundnar millilandasiglingar til og frá Þorlákshöfn. Umsvif hafa stóraukist og er Þorlákshöfn nú komin á kortið sem inn- og útflutningshöfn, með stysta flutningstímann í sjóflutningum til og frá landinu. Ástæða er til að hrósa bæjarfélaginu fyrir þetta verkefni og þá framsýni sem það hefur sýnt með þessu. Endurbótum á höfninni er hins vegar ekki lokið og er brýnt að tryggja fjármagn til að ljúka þeim, svo stærri skip geti athafnað sig. Framhald verkefnisins er á samgönguáætlun en fjármagn ekki tryggt. Sveitarfélagið áætlar að það sem út af stendur kosti á bilinu 800-900 milljónir, sem er töluvert lægra heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs er á bilinu 60-70%. Brýnt er að í fjárlögum 2018 verði tryggt fjármagn af hálfu ríkisins, svo hefja megi framkvæmdir næsta sumar við síðari áfangann. Hér er á ferðinni arðbært og samfélagslega mikilvægt verkefni – lífæð bæjarfélagsins, sem stuðlar að vexti þess og viðgangi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum orðið fyrir áföllum í atvinnumálum. Öll tengjast þessi áföll sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti. Umtalsverður fiskveiðikvóti hefur verið seldur burt og nú síðast tilkynnti fiskvinnslufyrirtækið Frostfiskur að það hygðist flytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar og þar með fara nærri 60 störf burt af svæðinu. Afleiðingar þess að hægt sé að selja kvóta burt frá sjávarbyggðum eru sláandi; atvinnumissir, fólksfækkun, verðfall á eignum fólks og þjónustuaðila svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir þessa augljósu galla á fiskveiðistjórnunarkerfinu virðist það vera stjórnvöldum erfitt að taka af skarið og koma í veg fyrir að slíkt geti átt sér stað. Miðflokkurinn leggur áherslu á að settar verði girðingar í lögum, ef svo má að orði komast, til þess að koma í veg fyrir að kvóti verði seldur burt úr byggðarlögum sem byggja afkomu sína að stórum hluta á fiskveiðum og vinnslu. Málefni Frostfisks eru frábrugðin að því leyti til að þar er ákvörðunin viðskiptalegs eðlis en hefur ekki beint með kvóta að gera. Sveitarfélagið Ölfus hefur staðið sig vel í því að bregðast við þessum áföllum. Gott dæmi í þeim efnum er tiltrú þess á rekstri hafnarinnar og sú ákvörðun að ráðast í viðamiklar endurbætur á höfninni til þess að geta aukið tekjur frá nýjum verkefnum. Endurbæturnar hófust fyrir rúmum tveimur árum síðan og hafa komið því til leiðar að í byrjun árs hófust reglubundnar millilandasiglingar til og frá Þorlákshöfn. Umsvif hafa stóraukist og er Þorlákshöfn nú komin á kortið sem inn- og útflutningshöfn, með stysta flutningstímann í sjóflutningum til og frá landinu. Ástæða er til að hrósa bæjarfélaginu fyrir þetta verkefni og þá framsýni sem það hefur sýnt með þessu. Endurbótum á höfninni er hins vegar ekki lokið og er brýnt að tryggja fjármagn til að ljúka þeim, svo stærri skip geti athafnað sig. Framhald verkefnisins er á samgönguáætlun en fjármagn ekki tryggt. Sveitarfélagið áætlar að það sem út af stendur kosti á bilinu 800-900 milljónir, sem er töluvert lægra heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs er á bilinu 60-70%. Brýnt er að í fjárlögum 2018 verði tryggt fjármagn af hálfu ríkisins, svo hefja megi framkvæmdir næsta sumar við síðari áfangann. Hér er á ferðinni arðbært og samfélagslega mikilvægt verkefni – lífæð bæjarfélagsins, sem stuðlar að vexti þess og viðgangi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.