Salernisskiltum skipt út í Hörpu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2017 15:46 Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir að tilraunaverkefnið hafi fengið vel VÍSIR Í vikunni verður auglýsingum fyrir framan salernin í kjallara Hörpunnar skipt út. Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir að það sé ekki vegna gagnrýninnar sem skiltin hafa fengið. Á þeim stóð meðal annars „Dream a little dream of WC“ og „Hello, is it WC you're looking for“ en í smáu letri kom fram að gestir þyrftu að greiða 300 krónur fyrir að nota salernin. „Það er verið að skipta þeim út fyrir vetrarhaminn, þetta var sérstakt útlit sem var hannað fyrir sumarið og ferðamannatímann í Hörpu. Þetta verður ekki hér áfram og stóð aldrei til,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu í samtali við Vísi. „Það lá alveg fyrir að því yrði skipt út þegar þessum sumarham lyki og Harpan gengi úr honum og inn í menningarhaustið og veturinn.“ Nýjar auglýsingar eru væntanlegar og segir Svanhildur að textinn á þeim verði bæði á ensku og á íslensku. Hún hefur þó ekki séð nýju skiltin og gat ekki sagt til um það hver textinn á þeim verði. Auglýsingarnar sem verða settar upp í þessari eða næstu viku verða í sama stíl og aðrar merkingar í Hörpunni í vetur. 300 króna gjaldið verður áfram en það verður hugsanlega endurskoðað í næsta mánuði. Aðeins rukkað á einni hæðSvanhildur segir að viðbrögðin við þessu 300 króna gjaldi hafi verið alveg ágæt. „Mér finnst mikilvægt að taka það skýrt fram að allir gestir sem sækja hér viðburði í Hörpu, eiga erindi á tónleika, fund, ráðstefnu eða fara hér á Smurstöðina eða Kolabrautina eða annað eins og skipulagðar skoðunarferðir eða sækja hér sýningar sem ætlaðar eru fyrir ferðamenn, nýta þessa þjónustu gjaldfrjálst.“ Hún segir að þeir sem starfa í húsinu greiði ekki salernisgjald. Svanhildur segir að aðeins sé rukkað inn á snyrtingarnar tvær á K1, neðri jarðhæð, þar sem komið er upp úr bílakjallaranum, ekki aðrar snyrtingar í byggingunni. „Það er aðeins vegna þess hversu gríðarlega mikill fjöldi kemur í húsið bara til að skoða það.“Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir tilraunaverkefnið hafa gengið velVÍSIR/VALLITilraunaverkefni í sumar„Við vitum að mörg þúsund manns hafa nýtt sér þessa þjónustu og nýtt sér þetta gjald í sumar. Þetta var tilraunaverkefni í sumar og við ætlum að sjá hvernig gengur, við erum með það út september og erum bara að meta reynsluna af því. Reynslan eftir sumarið var bara ljómandi fín en auðvitað gjörbreytist starfsemin í Hörpu í lok ágúst um leið og þessir menningarviðburðir fara aftur af stað og ráðstefnur og fundarhald hefst með fullum þunga,“ segir Svanhildur. „Þetta snýst um að passa vel upp á þetta hús og gæta þess að umgengnin um það sé góð og að sú þjónusta sem sé veitt sér sé í góðu lagi og þá sé bara rukkað fyrir hana hófstillt og eðlilegt endurgjald.“ Jákvæð upplifun mikilvægSést hefur til ferðamanna leggja sig í húsinu eða borða nesti sem þeir mæta með á staðinn. Svanhildur segir að ef slíkt komi upp sé fólki vinsamlegast bent á að það sé ekki alveg við hæfi. Hún segir að þetta sé samt ekki viðvarandi vandamál í Hörpu. „Þetta er fjölsótt hús og allir velkomnir en við væntum þess að gestunum sem komi í húsið að þeir sýni því virðingu að við erum ekki að búast við því að fólk leggi sig mikið eða borði nestið sitt.“ Svanhildur segir að mikilvægast sé að gestum líði vel í húsinu og að upplifun þeirra sé jákvæð af þessu fallegasta húsi landsins. Hún segir að það hafi aldrei komið til greina að setja þetta gjald á önnur salerni í húsinu. „Það er gjaldtaka á þessar snyrtingar á neðri hæðinni en aðrar snyrtingar eru opnar og gjaldfrjálsar öllum þeim sem eru að sækja hér viðburði og eiga hér viðskipti.“ Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Í vikunni verður auglýsingum fyrir framan salernin í kjallara Hörpunnar skipt út. Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir að það sé ekki vegna gagnrýninnar sem skiltin hafa fengið. Á þeim stóð meðal annars „Dream a little dream of WC“ og „Hello, is it WC you're looking for“ en í smáu letri kom fram að gestir þyrftu að greiða 300 krónur fyrir að nota salernin. „Það er verið að skipta þeim út fyrir vetrarhaminn, þetta var sérstakt útlit sem var hannað fyrir sumarið og ferðamannatímann í Hörpu. Þetta verður ekki hér áfram og stóð aldrei til,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu í samtali við Vísi. „Það lá alveg fyrir að því yrði skipt út þegar þessum sumarham lyki og Harpan gengi úr honum og inn í menningarhaustið og veturinn.“ Nýjar auglýsingar eru væntanlegar og segir Svanhildur að textinn á þeim verði bæði á ensku og á íslensku. Hún hefur þó ekki séð nýju skiltin og gat ekki sagt til um það hver textinn á þeim verði. Auglýsingarnar sem verða settar upp í þessari eða næstu viku verða í sama stíl og aðrar merkingar í Hörpunni í vetur. 300 króna gjaldið verður áfram en það verður hugsanlega endurskoðað í næsta mánuði. Aðeins rukkað á einni hæðSvanhildur segir að viðbrögðin við þessu 300 króna gjaldi hafi verið alveg ágæt. „Mér finnst mikilvægt að taka það skýrt fram að allir gestir sem sækja hér viðburði í Hörpu, eiga erindi á tónleika, fund, ráðstefnu eða fara hér á Smurstöðina eða Kolabrautina eða annað eins og skipulagðar skoðunarferðir eða sækja hér sýningar sem ætlaðar eru fyrir ferðamenn, nýta þessa þjónustu gjaldfrjálst.“ Hún segir að þeir sem starfa í húsinu greiði ekki salernisgjald. Svanhildur segir að aðeins sé rukkað inn á snyrtingarnar tvær á K1, neðri jarðhæð, þar sem komið er upp úr bílakjallaranum, ekki aðrar snyrtingar í byggingunni. „Það er aðeins vegna þess hversu gríðarlega mikill fjöldi kemur í húsið bara til að skoða það.“Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir tilraunaverkefnið hafa gengið velVÍSIR/VALLITilraunaverkefni í sumar„Við vitum að mörg þúsund manns hafa nýtt sér þessa þjónustu og nýtt sér þetta gjald í sumar. Þetta var tilraunaverkefni í sumar og við ætlum að sjá hvernig gengur, við erum með það út september og erum bara að meta reynsluna af því. Reynslan eftir sumarið var bara ljómandi fín en auðvitað gjörbreytist starfsemin í Hörpu í lok ágúst um leið og þessir menningarviðburðir fara aftur af stað og ráðstefnur og fundarhald hefst með fullum þunga,“ segir Svanhildur. „Þetta snýst um að passa vel upp á þetta hús og gæta þess að umgengnin um það sé góð og að sú þjónusta sem sé veitt sér sé í góðu lagi og þá sé bara rukkað fyrir hana hófstillt og eðlilegt endurgjald.“ Jákvæð upplifun mikilvægSést hefur til ferðamanna leggja sig í húsinu eða borða nesti sem þeir mæta með á staðinn. Svanhildur segir að ef slíkt komi upp sé fólki vinsamlegast bent á að það sé ekki alveg við hæfi. Hún segir að þetta sé samt ekki viðvarandi vandamál í Hörpu. „Þetta er fjölsótt hús og allir velkomnir en við væntum þess að gestunum sem komi í húsið að þeir sýni því virðingu að við erum ekki að búast við því að fólk leggi sig mikið eða borði nestið sitt.“ Svanhildur segir að mikilvægast sé að gestum líði vel í húsinu og að upplifun þeirra sé jákvæð af þessu fallegasta húsi landsins. Hún segir að það hafi aldrei komið til greina að setja þetta gjald á önnur salerni í húsinu. „Það er gjaldtaka á þessar snyrtingar á neðri hæðinni en aðrar snyrtingar eru opnar og gjaldfrjálsar öllum þeim sem eru að sækja hér viðburði og eiga hér viðskipti.“
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira