Þegar sérhagsmunagæslan þvælist fyrir Bolli Héðinsson skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Það er ekki víst að ráðamenn ferðaþjónustunnar hafi áttað sig á að gleði þeirra yfir niðurfellingu 14% virðisaukaskattþrepsins sem átti að taka gildi haustið 2013 kæmi þeim í koll síðar. Sem kunnugt er voru fyrstu verk ríkisstjórnarinnar sem tók við vorið 2013 að lækka veiðigjald útgerðanna og virðisaukaskattinn (VSK) á ferðaþjónustuna. Nú hefur Alþingi aftur á móti samþykkt að VSK á ferðaþjónustu fari í almennt þrep og verði 24% sem er þrep sem ferðaþjónustan hefði að öllum líkindum sloppið við hefðu þau sætt sig við 14% árið 2013. Fyrirhuguð hækkun á VSK á ferðaþjónustu getur þjónað tvennum tilgangi, bæði til að afla ríkissjóði fjár og mögulega hægt á vexti ferðaþjónustunnar. Ef dregur úr vexti ferðaþjónustunnar yrði það aðeins stutt hlé og færi gefst á að huga betur að innviðum þar sem brýnast er áður en vöxturinn heldur áfram eins og allt bendir til.Freistnivandi landbúnaðarins Ef aðrir en innvígðir og innmúraðir greina frá skoðunum sínum um íslenskan landbúnað og hvers vegna svo sé komið fyrir sauðfjárbúskap eins og raun ber vitni er þeim brugðið um að hafa ekki vit á málefninu. Þjóðin sér aftur á móti nú hvernig komið er fyrir sauðfjárræktinni þegar eingöngu innvígðir og innmúraðir hafa fjallað um hana í áratugi. Neyð bændanna sem í hlut eiga er yfirgengileg og innmúraðir og innvígðir halda að leiðin út sé að halda áfram eins og áður. Þetta er það sem kalla mætti „freistnivanda“ (moral hazard) sauðfjárræktarinnar. Sauðfjárbændum hefur alla tíð verið talin trú um að „þeim yrði bjargað“ með opinberum framlögum og því hefur sársaukafullum en nauðsynlegum aðgerðum verið frestað í trausti þess að hið opinbera leggi fram fé og svo megi sjá til hvort ekki rætist úr. Gripið er til gamalkunnra upphrópana um afleiðingarnar fyrir byggð í landinu sem er áreiðanlega rétt en því í ósköpunum er það lagt á eina atvinnugrein, sauðfjárræktina að tryggja byggð? Byggðamál eru málefni samfélagsins alls og verður að takast á við þau sem slík með byggðastyrkjum. Ef breytingar í sauðfjárrækt valda byggðaröskun þá er það einfaldlega ekki vandi sauðfjárræktarinnar heldur samfélagslegur vandi. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Það er ekki víst að ráðamenn ferðaþjónustunnar hafi áttað sig á að gleði þeirra yfir niðurfellingu 14% virðisaukaskattþrepsins sem átti að taka gildi haustið 2013 kæmi þeim í koll síðar. Sem kunnugt er voru fyrstu verk ríkisstjórnarinnar sem tók við vorið 2013 að lækka veiðigjald útgerðanna og virðisaukaskattinn (VSK) á ferðaþjónustuna. Nú hefur Alþingi aftur á móti samþykkt að VSK á ferðaþjónustu fari í almennt þrep og verði 24% sem er þrep sem ferðaþjónustan hefði að öllum líkindum sloppið við hefðu þau sætt sig við 14% árið 2013. Fyrirhuguð hækkun á VSK á ferðaþjónustu getur þjónað tvennum tilgangi, bæði til að afla ríkissjóði fjár og mögulega hægt á vexti ferðaþjónustunnar. Ef dregur úr vexti ferðaþjónustunnar yrði það aðeins stutt hlé og færi gefst á að huga betur að innviðum þar sem brýnast er áður en vöxturinn heldur áfram eins og allt bendir til.Freistnivandi landbúnaðarins Ef aðrir en innvígðir og innmúraðir greina frá skoðunum sínum um íslenskan landbúnað og hvers vegna svo sé komið fyrir sauðfjárbúskap eins og raun ber vitni er þeim brugðið um að hafa ekki vit á málefninu. Þjóðin sér aftur á móti nú hvernig komið er fyrir sauðfjárræktinni þegar eingöngu innvígðir og innmúraðir hafa fjallað um hana í áratugi. Neyð bændanna sem í hlut eiga er yfirgengileg og innmúraðir og innvígðir halda að leiðin út sé að halda áfram eins og áður. Þetta er það sem kalla mætti „freistnivanda“ (moral hazard) sauðfjárræktarinnar. Sauðfjárbændum hefur alla tíð verið talin trú um að „þeim yrði bjargað“ með opinberum framlögum og því hefur sársaukafullum en nauðsynlegum aðgerðum verið frestað í trausti þess að hið opinbera leggi fram fé og svo megi sjá til hvort ekki rætist úr. Gripið er til gamalkunnra upphrópana um afleiðingarnar fyrir byggð í landinu sem er áreiðanlega rétt en því í ósköpunum er það lagt á eina atvinnugrein, sauðfjárræktina að tryggja byggð? Byggðamál eru málefni samfélagsins alls og verður að takast á við þau sem slík með byggðastyrkjum. Ef breytingar í sauðfjárrækt valda byggðaröskun þá er það einfaldlega ekki vandi sauðfjárræktarinnar heldur samfélagslegur vandi. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar