Hollendingar á nálum vegna yfirvofandi hryðjuverkahættu Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Hollenska lögreglan rannsakaði sendibíl á spænskum númerum í fyrrakvöld. Ökulag bílsins virtist grunsamlegt. Við nánari athugun reyndist bíllinn ekkert tengdur áætlunum um hryðjuverk. vísir/epa Tónleikum bandarísku hljómsveitarinnar Allah-Las, sem fram áttu að fara í Rotterdam í fyrrakvöld, var aflýst vegna hryðjuverkaógnar. Stuttu eftir að tónleikunum var aflýst handtók lögreglan 22 ára gamlan mann í Zevenbergen, um 40 kílómetra suður af Rotterdam. Vitni að handtökunni sögðu að maðurinn hefði verið leiddur burt með bundið fyrir augun og honum ekið á brott í svörtum BMW. Sérsveit hollensku lögreglunnar rannsakar málið og talsmaður lögreglunnar sagði við fjölmiðla að rannsóknin væri í fullum gangi. Talsmaður hollensku lögreglunnar sagði að ábending hefði borist um aðsteðjandi hryðjuverkaógn frá spænskum yfirvöldum. „Þetta snerist ekki um eld eða eitthvað þess háttar. Þetta snerist um hugsanlega hryðjuverkaógn og við ætlum ekki að taka neina áhættu þar,“ sagði talsmaðurinn, Gijs van Nimwegen. Einungis örfáir dagar eru liðnir frá því að herskáir íslamistar gerðu árás í Barcelona og Cambrils á Spáni sem varð fimmtán manns að bana. Lögreglan stöðvaði líka sendibíl á spænskum númerum, en ökulag bílsins þótti undarlegt. Lögreglumenn í skotheldum vestum handtóku ökumanninn og sprengjusveit var send til að rannsaka ökutækið. Þá vakti það grunsemdir að í bílnum voru gashylki. Ökumaðurinn var hins vegar síðar látinn laus. Hann var sagður hafa verið drukkinn en ekki líklegur til að vinna nein ódæði. Skýringin á gashylkjunum var sú að maðurinn væri iðnaðarmaður og notaði gas við störf sín. „Hann hafði engin tengsl við hótunina,“ segir Gijs van Nimwegen við BBC. Þótt hryðjuverkaárásir hafi verið tíðar víða á meginlandi Evrópu undanfarin ár hafa Hollendingar blessunarlega sloppið hingað til. Yfirvöld þar í landi hafa samt sem áður miðað viðbúnað sinn vegna slíkrar ógnar við næstefsta stig frá árinu 2013. Telja yfirvöld líkurnar á hryðjuverkum vera verulegar. Hljómsveitin Allah-Las hefur oft fengið hótanir vegna nafnsins og viðvörunin frá spænskum yfirvöldum varð til þess að tónleikunum var aflýst á síðustu stundu. Hljómsveitin er á tónleikaferð um Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Tónleikum bandarísku hljómsveitarinnar Allah-Las, sem fram áttu að fara í Rotterdam í fyrrakvöld, var aflýst vegna hryðjuverkaógnar. Stuttu eftir að tónleikunum var aflýst handtók lögreglan 22 ára gamlan mann í Zevenbergen, um 40 kílómetra suður af Rotterdam. Vitni að handtökunni sögðu að maðurinn hefði verið leiddur burt með bundið fyrir augun og honum ekið á brott í svörtum BMW. Sérsveit hollensku lögreglunnar rannsakar málið og talsmaður lögreglunnar sagði við fjölmiðla að rannsóknin væri í fullum gangi. Talsmaður hollensku lögreglunnar sagði að ábending hefði borist um aðsteðjandi hryðjuverkaógn frá spænskum yfirvöldum. „Þetta snerist ekki um eld eða eitthvað þess háttar. Þetta snerist um hugsanlega hryðjuverkaógn og við ætlum ekki að taka neina áhættu þar,“ sagði talsmaðurinn, Gijs van Nimwegen. Einungis örfáir dagar eru liðnir frá því að herskáir íslamistar gerðu árás í Barcelona og Cambrils á Spáni sem varð fimmtán manns að bana. Lögreglan stöðvaði líka sendibíl á spænskum númerum, en ökulag bílsins þótti undarlegt. Lögreglumenn í skotheldum vestum handtóku ökumanninn og sprengjusveit var send til að rannsaka ökutækið. Þá vakti það grunsemdir að í bílnum voru gashylki. Ökumaðurinn var hins vegar síðar látinn laus. Hann var sagður hafa verið drukkinn en ekki líklegur til að vinna nein ódæði. Skýringin á gashylkjunum var sú að maðurinn væri iðnaðarmaður og notaði gas við störf sín. „Hann hafði engin tengsl við hótunina,“ segir Gijs van Nimwegen við BBC. Þótt hryðjuverkaárásir hafi verið tíðar víða á meginlandi Evrópu undanfarin ár hafa Hollendingar blessunarlega sloppið hingað til. Yfirvöld þar í landi hafa samt sem áður miðað viðbúnað sinn vegna slíkrar ógnar við næstefsta stig frá árinu 2013. Telja yfirvöld líkurnar á hryðjuverkum vera verulegar. Hljómsveitin Allah-Las hefur oft fengið hótanir vegna nafnsins og viðvörunin frá spænskum yfirvöldum varð til þess að tónleikunum var aflýst á síðustu stundu. Hljómsveitin er á tónleikaferð um Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira