Erlent

Nemar á skrá lögreglunnar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Í Ósló. Lögreglan þar óttast slæm áhrif frá ungum glæpamönnum í framhaldsskólum.
Í Ósló. Lögreglan þar óttast slæm áhrif frá ungum glæpamönnum í framhaldsskólum. vísir/getty
Á lista lögreglunnar í Ósló eru nær 40 framhaldsskólanemar yngri en 18 ára sem hlotið hafa refsingu að minnsta kosti fjórum sinnum vegna ofbeldis og fíkniefnamála. Talið er að nemarnir sem tengjast glæpastarfsemi séu fleiri eða nær 60, að því er kemur fram í frétt Dagsavisen.

Lögreglan hefur áhyggjur af því að glæpastarfsemi muni í mörgum tilfellum setja svip á skólaumhverfið, meðal annars með fíkniefnasölu. Ungum glæpamönnum sem koma oft við sögu lögreglu hefur fjölgað jafnt og þétt á þessu ári.

Stefnt er að samstarfi lögreglu og skóla þar sem eru krefjandi nemendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×