Erlent

Grunur á að Shinawatra hafi flúið land

Atli Ísleifsson skrifar
Yingluck Shinawatra varð árið 2011 fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Taílands.
Yingluck Shinawatra varð árið 2011 fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Taílands. Vísir/AFP
Grunur leikur á að fyrrverandi forsætisráðherra Taílands hafi flúið land eftir að hún mætti ekki til réttarhalda í dag.

Forsætisráðherrann fyrrverandi, Yingluck Shinawatra, er sökuð um að hafa tekið þátt í víðtæku spillingarmáli er varðar niðurgreiðslu hins opinbera til hrísgrjónaræktar.

Taílensk stjórnvöld hafa hert landamæraeftirlit til að freista þess að góma ráðherrann fyrrverandi.

Hin fimmtuga Shinawatra neitar sök í málinu sem kostað hefur taílenskan ríkissjóð marga milljarða króna.

Shinawatra varð árið 2011 fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Taílands. Hún lét af störfum árið 2014.

Uppfært 8:18

BBC greinir frá því núna að samkvæmt heimildum hafi Shinawatra flúið land. Þetta er haft eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan flokks Shinawatra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×