Á ég að gera það? Guðjón Bragason skrifar 25. október 2017 07:00 Í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga frá 6. apríl 2017 um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2018-2022, er fjallað sérstaklega um leiðir til að gera opinbera þjónustu betri: Unnin verði sameiginleg aðgerðaáætlun vegna svokallaðra grárra svæða í þjónustu ríkis og sveitarfélaga þar sem þjónustusvið þeirra skarast… Umræða um þessi „gráu svæði“ hefur verið af skornum skammti, enda þótt fækkun þeirra sé eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna.Gráu svæðin í velferðarþjónustu Ábyrgðarsvið í opinberri þjónustu, hvort heldur á milli ráðuneyta, stofnana eða í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, eru oft og tíðum ekki nægilega skýr. Dæmin um að þessir aðilar gangi ekki í takt eru mýmörg og skipta þeir notendur jafnan þúsundum, sem fá ekki úrlausn sinna mála vegna þess að þeir eru á „gráu svæði“ í velferðarþjónustunni. Sú landlæga tilhneiging virðist vera hjá opinberum stofnunum, að skilgreina verkefni yfir á aðra þjónustuveitendur þegar gerð er krafa til þeirra um hagræðingu í rekstri. Þessi „einhver annar“ reynist iðulega vera sveitarfélögin, sem er skylt veita margháttaða velferðarþjónustu á félags-, skóla- og öldrunarsviði. Afleiðingarnar birtast svo oftar en ekki í auknum kostnaði, þegar á heildina er litið, þar sem sparnaður á einum stað í opinberum rekstri getur hæglega valdið auknum kostnaði á öðrum stöðum samfara tvíverknaði og ófullnægjandi þjónustuskilgreiningum. Einnig getur sú hætta myndast að brýnum velferðarverkefnum sé ekki nægilega vel sinnt sökum vanfjármögnunar, þar sem sá sem fékk upphaflegu fjárheimildirnar telur sér ekki lengur skylt að sinna þeim. Eftir sitja þeir með sárt ennið sem þurfa á þjónustunni að halda.Hvað er til ráða? Samband íslenskra sveitarfélaga hóf fyrir nokkrum árum markvissa kortlagningu á ábyrgðarsviðum innan velferðarþjónustunnar. Hafa niðurstöður þessarar greiningar ásamt tillögum til úrbóta verið birtar í skýrslu sambandsins, sem fékk fljótlega það lýsandi heiti „Grábók“ og nálgast má á vef sambandsins. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess, að gráu svæðin séu kerfislægur vandi, sem birtist ekki einungis í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, heldur einnig á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig, s.s. í velferðarþjónustu stærri sveitarfélaga. Einna skýrast birtist þó þessi kerfisvandi í of lítilli samhæfingu ráðuneyta á milli eða innan velferðarráðuneytisins. Sem nærtækt dæmi mætti nefna afleiðingar þess, þegar yfirstjórn heilbrigðisþjónustunnar skilgreinir sig út úr verkefnum sem snerta beinlínis líf og velferð fólks.Höfundur er sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga frá 6. apríl 2017 um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2018-2022, er fjallað sérstaklega um leiðir til að gera opinbera þjónustu betri: Unnin verði sameiginleg aðgerðaáætlun vegna svokallaðra grárra svæða í þjónustu ríkis og sveitarfélaga þar sem þjónustusvið þeirra skarast… Umræða um þessi „gráu svæði“ hefur verið af skornum skammti, enda þótt fækkun þeirra sé eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna.Gráu svæðin í velferðarþjónustu Ábyrgðarsvið í opinberri þjónustu, hvort heldur á milli ráðuneyta, stofnana eða í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, eru oft og tíðum ekki nægilega skýr. Dæmin um að þessir aðilar gangi ekki í takt eru mýmörg og skipta þeir notendur jafnan þúsundum, sem fá ekki úrlausn sinna mála vegna þess að þeir eru á „gráu svæði“ í velferðarþjónustunni. Sú landlæga tilhneiging virðist vera hjá opinberum stofnunum, að skilgreina verkefni yfir á aðra þjónustuveitendur þegar gerð er krafa til þeirra um hagræðingu í rekstri. Þessi „einhver annar“ reynist iðulega vera sveitarfélögin, sem er skylt veita margháttaða velferðarþjónustu á félags-, skóla- og öldrunarsviði. Afleiðingarnar birtast svo oftar en ekki í auknum kostnaði, þegar á heildina er litið, þar sem sparnaður á einum stað í opinberum rekstri getur hæglega valdið auknum kostnaði á öðrum stöðum samfara tvíverknaði og ófullnægjandi þjónustuskilgreiningum. Einnig getur sú hætta myndast að brýnum velferðarverkefnum sé ekki nægilega vel sinnt sökum vanfjármögnunar, þar sem sá sem fékk upphaflegu fjárheimildirnar telur sér ekki lengur skylt að sinna þeim. Eftir sitja þeir með sárt ennið sem þurfa á þjónustunni að halda.Hvað er til ráða? Samband íslenskra sveitarfélaga hóf fyrir nokkrum árum markvissa kortlagningu á ábyrgðarsviðum innan velferðarþjónustunnar. Hafa niðurstöður þessarar greiningar ásamt tillögum til úrbóta verið birtar í skýrslu sambandsins, sem fékk fljótlega það lýsandi heiti „Grábók“ og nálgast má á vef sambandsins. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess, að gráu svæðin séu kerfislægur vandi, sem birtist ekki einungis í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, heldur einnig á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig, s.s. í velferðarþjónustu stærri sveitarfélaga. Einna skýrast birtist þó þessi kerfisvandi í of lítilli samhæfingu ráðuneyta á milli eða innan velferðarráðuneytisins. Sem nærtækt dæmi mætti nefna afleiðingar þess, þegar yfirstjórn heilbrigðisþjónustunnar skilgreinir sig út úr verkefnum sem snerta beinlínis líf og velferð fólks.Höfundur er sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar