Verðmæti í heilbrigðri fyrirtækjamenningu Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Það hefur ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum sú vitundarvakning sem hefur orðið með #metoo sögum úr atvinnulífinu. Átakanlegar sögur um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdníðslu sem eru ekki bundnar við ákveðnar starfsstéttir heldur virðast vera undirliggjandi mein í fyrirtækjamenningu á Íslandi. Ég held að fjármálageirinn sé þar engin undantekning þó þær sögur hafi ekki komið fram. Þar hafa löngum ríkt karllæg gildi þar sem hæfileikaríkum konum hefur alltof oft verið ýtt til hliðar í valdi karla. Ég var lengi í þessum geira þar sem ég var bara ein af strákunum og sem slík upplifði ég jafnan virðingu jafnt á við aðra. Aftur á móti veit ég um of mörg dæmi um annað, þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnenda um góða stjórnarhætti. Það er mjög jákvætt að Samtök atvinnulífsins koma strax fram og fordæma kynferðislega áreitni og valdbeitingu á vinnustað og viðurkenna að í ljósi allra saganna sé þetta raunverulegt vandamál og ítreka mikilvægi þess að fyrirtæki bregðist við af ábyrgð til að tækla þessi mál innanhúss, komi þau upp, og skapa farveg til að fyrirbyggja að slík mál komi upp. Nú eru flest stærri fyrirtæki með stefnu um ábyrga og góða stjórnarhætti og „siða- og samskiptareglur starfsmanna“ þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru höfð að leiðarljósi. En það er ekki nóg að það líti vel út á blaði. Verkferlar þurfa að vera skýrir, lifandi og sýnilegir öllum starfsmönnum svo þeir viti hvert og hvernig þeir eigi að snúa sér komi áreitni upp. Það er jú samfélagslagsleg ábyrgð að skapa þannig vinnuumhverfi að það sé sjálfsagt mál að konur og karlar geti unnið saman án þess að karlremban breytist í hellisbúann – og leggi konuna með frumstæðum hvötum og valdníðslu. Slæm fyrirtækjamenning er tap fyrir fjárfesta og kostnaðarsöm fyrir samfélagið, þar sem mikil þekking og orka fer forgörðum. Konur breyta þessu ekki einar sér – ekki heldur karlar. Við þurfum að vinna að þessu saman, sem samfélag, hlusta á hvert annað og breyta því hugarfari sem hefur verið ríkjandi.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum sú vitundarvakning sem hefur orðið með #metoo sögum úr atvinnulífinu. Átakanlegar sögur um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdníðslu sem eru ekki bundnar við ákveðnar starfsstéttir heldur virðast vera undirliggjandi mein í fyrirtækjamenningu á Íslandi. Ég held að fjármálageirinn sé þar engin undantekning þó þær sögur hafi ekki komið fram. Þar hafa löngum ríkt karllæg gildi þar sem hæfileikaríkum konum hefur alltof oft verið ýtt til hliðar í valdi karla. Ég var lengi í þessum geira þar sem ég var bara ein af strákunum og sem slík upplifði ég jafnan virðingu jafnt á við aðra. Aftur á móti veit ég um of mörg dæmi um annað, þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnenda um góða stjórnarhætti. Það er mjög jákvætt að Samtök atvinnulífsins koma strax fram og fordæma kynferðislega áreitni og valdbeitingu á vinnustað og viðurkenna að í ljósi allra saganna sé þetta raunverulegt vandamál og ítreka mikilvægi þess að fyrirtæki bregðist við af ábyrgð til að tækla þessi mál innanhúss, komi þau upp, og skapa farveg til að fyrirbyggja að slík mál komi upp. Nú eru flest stærri fyrirtæki með stefnu um ábyrga og góða stjórnarhætti og „siða- og samskiptareglur starfsmanna“ þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru höfð að leiðarljósi. En það er ekki nóg að það líti vel út á blaði. Verkferlar þurfa að vera skýrir, lifandi og sýnilegir öllum starfsmönnum svo þeir viti hvert og hvernig þeir eigi að snúa sér komi áreitni upp. Það er jú samfélagslagsleg ábyrgð að skapa þannig vinnuumhverfi að það sé sjálfsagt mál að konur og karlar geti unnið saman án þess að karlremban breytist í hellisbúann – og leggi konuna með frumstæðum hvötum og valdníðslu. Slæm fyrirtækjamenning er tap fyrir fjárfesta og kostnaðarsöm fyrir samfélagið, þar sem mikil þekking og orka fer forgörðum. Konur breyta þessu ekki einar sér – ekki heldur karlar. Við þurfum að vinna að þessu saman, sem samfélag, hlusta á hvert annað og breyta því hugarfari sem hefur verið ríkjandi.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar