Verðmæti í heilbrigðri fyrirtækjamenningu Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Það hefur ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum sú vitundarvakning sem hefur orðið með #metoo sögum úr atvinnulífinu. Átakanlegar sögur um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdníðslu sem eru ekki bundnar við ákveðnar starfsstéttir heldur virðast vera undirliggjandi mein í fyrirtækjamenningu á Íslandi. Ég held að fjármálageirinn sé þar engin undantekning þó þær sögur hafi ekki komið fram. Þar hafa löngum ríkt karllæg gildi þar sem hæfileikaríkum konum hefur alltof oft verið ýtt til hliðar í valdi karla. Ég var lengi í þessum geira þar sem ég var bara ein af strákunum og sem slík upplifði ég jafnan virðingu jafnt á við aðra. Aftur á móti veit ég um of mörg dæmi um annað, þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnenda um góða stjórnarhætti. Það er mjög jákvætt að Samtök atvinnulífsins koma strax fram og fordæma kynferðislega áreitni og valdbeitingu á vinnustað og viðurkenna að í ljósi allra saganna sé þetta raunverulegt vandamál og ítreka mikilvægi þess að fyrirtæki bregðist við af ábyrgð til að tækla þessi mál innanhúss, komi þau upp, og skapa farveg til að fyrirbyggja að slík mál komi upp. Nú eru flest stærri fyrirtæki með stefnu um ábyrga og góða stjórnarhætti og „siða- og samskiptareglur starfsmanna“ þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru höfð að leiðarljósi. En það er ekki nóg að það líti vel út á blaði. Verkferlar þurfa að vera skýrir, lifandi og sýnilegir öllum starfsmönnum svo þeir viti hvert og hvernig þeir eigi að snúa sér komi áreitni upp. Það er jú samfélagslagsleg ábyrgð að skapa þannig vinnuumhverfi að það sé sjálfsagt mál að konur og karlar geti unnið saman án þess að karlremban breytist í hellisbúann – og leggi konuna með frumstæðum hvötum og valdníðslu. Slæm fyrirtækjamenning er tap fyrir fjárfesta og kostnaðarsöm fyrir samfélagið, þar sem mikil þekking og orka fer forgörðum. Konur breyta þessu ekki einar sér – ekki heldur karlar. Við þurfum að vinna að þessu saman, sem samfélag, hlusta á hvert annað og breyta því hugarfari sem hefur verið ríkjandi.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum sú vitundarvakning sem hefur orðið með #metoo sögum úr atvinnulífinu. Átakanlegar sögur um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdníðslu sem eru ekki bundnar við ákveðnar starfsstéttir heldur virðast vera undirliggjandi mein í fyrirtækjamenningu á Íslandi. Ég held að fjármálageirinn sé þar engin undantekning þó þær sögur hafi ekki komið fram. Þar hafa löngum ríkt karllæg gildi þar sem hæfileikaríkum konum hefur alltof oft verið ýtt til hliðar í valdi karla. Ég var lengi í þessum geira þar sem ég var bara ein af strákunum og sem slík upplifði ég jafnan virðingu jafnt á við aðra. Aftur á móti veit ég um of mörg dæmi um annað, þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnenda um góða stjórnarhætti. Það er mjög jákvætt að Samtök atvinnulífsins koma strax fram og fordæma kynferðislega áreitni og valdbeitingu á vinnustað og viðurkenna að í ljósi allra saganna sé þetta raunverulegt vandamál og ítreka mikilvægi þess að fyrirtæki bregðist við af ábyrgð til að tækla þessi mál innanhúss, komi þau upp, og skapa farveg til að fyrirbyggja að slík mál komi upp. Nú eru flest stærri fyrirtæki með stefnu um ábyrga og góða stjórnarhætti og „siða- og samskiptareglur starfsmanna“ þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru höfð að leiðarljósi. En það er ekki nóg að það líti vel út á blaði. Verkferlar þurfa að vera skýrir, lifandi og sýnilegir öllum starfsmönnum svo þeir viti hvert og hvernig þeir eigi að snúa sér komi áreitni upp. Það er jú samfélagslagsleg ábyrgð að skapa þannig vinnuumhverfi að það sé sjálfsagt mál að konur og karlar geti unnið saman án þess að karlremban breytist í hellisbúann – og leggi konuna með frumstæðum hvötum og valdníðslu. Slæm fyrirtækjamenning er tap fyrir fjárfesta og kostnaðarsöm fyrir samfélagið, þar sem mikil þekking og orka fer forgörðum. Konur breyta þessu ekki einar sér – ekki heldur karlar. Við þurfum að vinna að þessu saman, sem samfélag, hlusta á hvert annað og breyta því hugarfari sem hefur verið ríkjandi.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar