Ég var alltaf hrifnari af vélum en hestum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2017 09:45 "Það var meiri samkennd áður fyrr,“ segir Brynleifur en lætur samt vel af vistinni á Skjóli. Vísir/Vilhelm Hingað til hefur fólk í minni fjölskyldu bara dáið á venjulegum aldri, til dæmis systkini mín. Það á enginn að verða svona gamall,“ segir hinn hundrað ára Brynleifur Sigurjónsson bifreiðastjóri inntur eftir hvort langlífið sé ættgengt. En hann situr teinréttur í hægindastól í herbergi sínu á Skjóli í Reykjavík. Þó hann segi ýmislegt hrjá hann, les hann enn sér til skemmtunar og á borði er tafl til taks, enda kveðst hann hafa gaman af að taka eina og eina skák. Brynleifur ólst upp að Geldingaholti í Skagafirði frá fimm ára aldri, yngstur í sex systkina hópi, en fæddist að Gili í Svartárdal, hinum megin við Vatnsskarðið og á sína fyrstu minningu þaðan. „Ég sofnaði iðulega á stórum steini sem gekk út í lækinn rétt við bæinn, niðurinn var svo róandi.“ Geldingaholt er í miðri sveit og stutt til næstu bæja. Brynleifur fylgdist með þéttbýlinu í Varmahlíð verða til og var meðal sjálfboðaliða sem byggðu þar upp sundlaug. Hann kveðst ekki skáld og ber líka af sér að vera söngmaður. „En það er söngfólk í ættinni,“ segir hann og nefnir Álftagerðisbræður. Hestamaður? „Nei, ég hafði meiri áhuga á vélum. Það var bylting þegar þær komu,“ segir hann brosandi og minnist ársins 1946 þegar bræður hans keyptu bæði jeppa og Ferguson á heimilið. Þá var gaman að lifa. Fljótlega eftir að Brynleifur flutti suður fór hann út í leigubílaakstur, ásamt félaga sínum Vagni Kristjánssyni, og gekk í bílstjórafélagið Hreyfil. „Maður kynntist mörgum kringum aksturinn. Ég keyrði til dæmis oft Steingrím Steinþórsson forsætisráðherra, sem var fínasti karl, alveg framúrskarandi. Síðar fórum við Vagn út í vöruflutninga og vorum í þeim í áratugi. Keyrðum öl frá Ölgerðinni til Akureyrar og Bragakaffi og aðrar iðnaðarvörur suður,“ lýsir Brynleifur sem bjó lengst af í Þingholtunum með konu sinni, Öldu Gísladóttur, sem hann missti árið 2011 eftir 55 ára sambúð. Brynleifur brosir þegar hann rifjar upp afmælin í æsku „Það var hitað súkkulaði og borðað eitthvað gott með,“ segir hann og býst líka við að hellt verði á könnuna síðdegis í dag í sal á Skúlagötu 40, í tilefni aldarafmælisins. Menning Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Sjá meira
Hingað til hefur fólk í minni fjölskyldu bara dáið á venjulegum aldri, til dæmis systkini mín. Það á enginn að verða svona gamall,“ segir hinn hundrað ára Brynleifur Sigurjónsson bifreiðastjóri inntur eftir hvort langlífið sé ættgengt. En hann situr teinréttur í hægindastól í herbergi sínu á Skjóli í Reykjavík. Þó hann segi ýmislegt hrjá hann, les hann enn sér til skemmtunar og á borði er tafl til taks, enda kveðst hann hafa gaman af að taka eina og eina skák. Brynleifur ólst upp að Geldingaholti í Skagafirði frá fimm ára aldri, yngstur í sex systkina hópi, en fæddist að Gili í Svartárdal, hinum megin við Vatnsskarðið og á sína fyrstu minningu þaðan. „Ég sofnaði iðulega á stórum steini sem gekk út í lækinn rétt við bæinn, niðurinn var svo róandi.“ Geldingaholt er í miðri sveit og stutt til næstu bæja. Brynleifur fylgdist með þéttbýlinu í Varmahlíð verða til og var meðal sjálfboðaliða sem byggðu þar upp sundlaug. Hann kveðst ekki skáld og ber líka af sér að vera söngmaður. „En það er söngfólk í ættinni,“ segir hann og nefnir Álftagerðisbræður. Hestamaður? „Nei, ég hafði meiri áhuga á vélum. Það var bylting þegar þær komu,“ segir hann brosandi og minnist ársins 1946 þegar bræður hans keyptu bæði jeppa og Ferguson á heimilið. Þá var gaman að lifa. Fljótlega eftir að Brynleifur flutti suður fór hann út í leigubílaakstur, ásamt félaga sínum Vagni Kristjánssyni, og gekk í bílstjórafélagið Hreyfil. „Maður kynntist mörgum kringum aksturinn. Ég keyrði til dæmis oft Steingrím Steinþórsson forsætisráðherra, sem var fínasti karl, alveg framúrskarandi. Síðar fórum við Vagn út í vöruflutninga og vorum í þeim í áratugi. Keyrðum öl frá Ölgerðinni til Akureyrar og Bragakaffi og aðrar iðnaðarvörur suður,“ lýsir Brynleifur sem bjó lengst af í Þingholtunum með konu sinni, Öldu Gísladóttur, sem hann missti árið 2011 eftir 55 ára sambúð. Brynleifur brosir þegar hann rifjar upp afmælin í æsku „Það var hitað súkkulaði og borðað eitthvað gott með,“ segir hann og býst líka við að hellt verði á könnuna síðdegis í dag í sal á Skúlagötu 40, í tilefni aldarafmælisins.
Menning Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Sjá meira