Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson skrifar 21. desember 2017 07:00 Hvor sagan er trúverðugri, sú sanna eða ósanna? Bjössi í World Class réðst í dýrar endurbætur á líkamsræktarstöð sinni í Laugum en sendi svo reikninginn á alla Reykvíkinga hvort sem þeir voru kúnnar eða ekki. Bjössi hafði búið svo um hnútana að enginn hægðarleikur var að komast hjá greiðslum. Borgarbúar mótmæltu hástöfum. Bjössi reyndi að róa mannskapinn með innblásinni ræðu um að líkamsrækt hefði mikið forvarnargildi og létti þannig á heilbrigðiskerfinu til hagsbóta fyrir samfélagið. Bjössi vitnaði meira að segja í rannsóknir lýðheilsufræðinga sem sýndu að stundi menn líkamsrækt, bæti það heilsuna svo um munar og lífslíkur aukast. En borgarbúar létu ekki segjast og þar kom að Bjössi afturkallaði rukkunina. Þrátt fyrir háleit sjónarmið Bjössa um samfélagsleg gildi dugði það ekki til. Fólk á ekki að þurfa að borga fyrir líkamsrækt sem það stundar ekki sjálft. Dagur Eggerts réðst í dýrar endurbætur á Sundhöllinni en sendi svo reikninginn á alla borgarbúa hvort sem þeir voru kúnnar eða ekki. Engin leið var að komast hjá greiðslum. Lítið fór fyrir mótbárum enda flestir með djúpan skilning á hinu mikla forvarnargildi sem sund hefur. Lýðheilsufræðingarnir hafa jú margsinnis ályktað um heilsusamlegt gildi sundiðkunar. Því var endurbótum á Sundhöllinni rækilega fagnað um alla borg með tilheyrandi lofsöng fjölmiðla. Og dirfðist einhver að mótmæla fékk sá hinn sami að heyra að enginn neyddi hann til að fara í sund; hann gæti bara farið í World Class! Þess ber svo að geta að Bjössi og Dagur reka fleiri líkamsræktar-og sundstaði en World Class í Laugum og Sundhöll Reykjavíkur. Í raun reka þeir álíka marga staði þvers og kruss um borgina. Þó er einn munur á. Bjössi rukkar bara þá sem sjálfviljugir kaupa aðgang; Dagur Eggerts rukkar hins vegar alla óháð vilja eða áhuga. Já, það er ólíkt viðskiptasiðferðið hjá þeim félögum, Bjössa og Degi. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hvor sagan er trúverðugri, sú sanna eða ósanna? Bjössi í World Class réðst í dýrar endurbætur á líkamsræktarstöð sinni í Laugum en sendi svo reikninginn á alla Reykvíkinga hvort sem þeir voru kúnnar eða ekki. Bjössi hafði búið svo um hnútana að enginn hægðarleikur var að komast hjá greiðslum. Borgarbúar mótmæltu hástöfum. Bjössi reyndi að róa mannskapinn með innblásinni ræðu um að líkamsrækt hefði mikið forvarnargildi og létti þannig á heilbrigðiskerfinu til hagsbóta fyrir samfélagið. Bjössi vitnaði meira að segja í rannsóknir lýðheilsufræðinga sem sýndu að stundi menn líkamsrækt, bæti það heilsuna svo um munar og lífslíkur aukast. En borgarbúar létu ekki segjast og þar kom að Bjössi afturkallaði rukkunina. Þrátt fyrir háleit sjónarmið Bjössa um samfélagsleg gildi dugði það ekki til. Fólk á ekki að þurfa að borga fyrir líkamsrækt sem það stundar ekki sjálft. Dagur Eggerts réðst í dýrar endurbætur á Sundhöllinni en sendi svo reikninginn á alla borgarbúa hvort sem þeir voru kúnnar eða ekki. Engin leið var að komast hjá greiðslum. Lítið fór fyrir mótbárum enda flestir með djúpan skilning á hinu mikla forvarnargildi sem sund hefur. Lýðheilsufræðingarnir hafa jú margsinnis ályktað um heilsusamlegt gildi sundiðkunar. Því var endurbótum á Sundhöllinni rækilega fagnað um alla borg með tilheyrandi lofsöng fjölmiðla. Og dirfðist einhver að mótmæla fékk sá hinn sami að heyra að enginn neyddi hann til að fara í sund; hann gæti bara farið í World Class! Þess ber svo að geta að Bjössi og Dagur reka fleiri líkamsræktar-og sundstaði en World Class í Laugum og Sundhöll Reykjavíkur. Í raun reka þeir álíka marga staði þvers og kruss um borgina. Þó er einn munur á. Bjössi rukkar bara þá sem sjálfviljugir kaupa aðgang; Dagur Eggerts rukkar hins vegar alla óháð vilja eða áhuga. Já, það er ólíkt viðskiptasiðferðið hjá þeim félögum, Bjössa og Degi. Höfundur er kennari.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar