Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson skrifar 21. desember 2017 07:00 Hvor sagan er trúverðugri, sú sanna eða ósanna? Bjössi í World Class réðst í dýrar endurbætur á líkamsræktarstöð sinni í Laugum en sendi svo reikninginn á alla Reykvíkinga hvort sem þeir voru kúnnar eða ekki. Bjössi hafði búið svo um hnútana að enginn hægðarleikur var að komast hjá greiðslum. Borgarbúar mótmæltu hástöfum. Bjössi reyndi að róa mannskapinn með innblásinni ræðu um að líkamsrækt hefði mikið forvarnargildi og létti þannig á heilbrigðiskerfinu til hagsbóta fyrir samfélagið. Bjössi vitnaði meira að segja í rannsóknir lýðheilsufræðinga sem sýndu að stundi menn líkamsrækt, bæti það heilsuna svo um munar og lífslíkur aukast. En borgarbúar létu ekki segjast og þar kom að Bjössi afturkallaði rukkunina. Þrátt fyrir háleit sjónarmið Bjössa um samfélagsleg gildi dugði það ekki til. Fólk á ekki að þurfa að borga fyrir líkamsrækt sem það stundar ekki sjálft. Dagur Eggerts réðst í dýrar endurbætur á Sundhöllinni en sendi svo reikninginn á alla borgarbúa hvort sem þeir voru kúnnar eða ekki. Engin leið var að komast hjá greiðslum. Lítið fór fyrir mótbárum enda flestir með djúpan skilning á hinu mikla forvarnargildi sem sund hefur. Lýðheilsufræðingarnir hafa jú margsinnis ályktað um heilsusamlegt gildi sundiðkunar. Því var endurbótum á Sundhöllinni rækilega fagnað um alla borg með tilheyrandi lofsöng fjölmiðla. Og dirfðist einhver að mótmæla fékk sá hinn sami að heyra að enginn neyddi hann til að fara í sund; hann gæti bara farið í World Class! Þess ber svo að geta að Bjössi og Dagur reka fleiri líkamsræktar-og sundstaði en World Class í Laugum og Sundhöll Reykjavíkur. Í raun reka þeir álíka marga staði þvers og kruss um borgina. Þó er einn munur á. Bjössi rukkar bara þá sem sjálfviljugir kaupa aðgang; Dagur Eggerts rukkar hins vegar alla óháð vilja eða áhuga. Já, það er ólíkt viðskiptasiðferðið hjá þeim félögum, Bjössa og Degi. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hvor sagan er trúverðugri, sú sanna eða ósanna? Bjössi í World Class réðst í dýrar endurbætur á líkamsræktarstöð sinni í Laugum en sendi svo reikninginn á alla Reykvíkinga hvort sem þeir voru kúnnar eða ekki. Bjössi hafði búið svo um hnútana að enginn hægðarleikur var að komast hjá greiðslum. Borgarbúar mótmæltu hástöfum. Bjössi reyndi að róa mannskapinn með innblásinni ræðu um að líkamsrækt hefði mikið forvarnargildi og létti þannig á heilbrigðiskerfinu til hagsbóta fyrir samfélagið. Bjössi vitnaði meira að segja í rannsóknir lýðheilsufræðinga sem sýndu að stundi menn líkamsrækt, bæti það heilsuna svo um munar og lífslíkur aukast. En borgarbúar létu ekki segjast og þar kom að Bjössi afturkallaði rukkunina. Þrátt fyrir háleit sjónarmið Bjössa um samfélagsleg gildi dugði það ekki til. Fólk á ekki að þurfa að borga fyrir líkamsrækt sem það stundar ekki sjálft. Dagur Eggerts réðst í dýrar endurbætur á Sundhöllinni en sendi svo reikninginn á alla borgarbúa hvort sem þeir voru kúnnar eða ekki. Engin leið var að komast hjá greiðslum. Lítið fór fyrir mótbárum enda flestir með djúpan skilning á hinu mikla forvarnargildi sem sund hefur. Lýðheilsufræðingarnir hafa jú margsinnis ályktað um heilsusamlegt gildi sundiðkunar. Því var endurbótum á Sundhöllinni rækilega fagnað um alla borg með tilheyrandi lofsöng fjölmiðla. Og dirfðist einhver að mótmæla fékk sá hinn sami að heyra að enginn neyddi hann til að fara í sund; hann gæti bara farið í World Class! Þess ber svo að geta að Bjössi og Dagur reka fleiri líkamsræktar-og sundstaði en World Class í Laugum og Sundhöll Reykjavíkur. Í raun reka þeir álíka marga staði þvers og kruss um borgina. Þó er einn munur á. Bjössi rukkar bara þá sem sjálfviljugir kaupa aðgang; Dagur Eggerts rukkar hins vegar alla óháð vilja eða áhuga. Já, það er ólíkt viðskiptasiðferðið hjá þeim félögum, Bjössa og Degi. Höfundur er kennari.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun