Elíta skal það vera! Sigurjón Þorbergsson skrifar 21. desember 2017 07:00 Nokkur orð alþingismönnum til umþenkingar. Athuganir stjórnmálafræðinga hafa sýnt að 70% borgaranna í lýðræðisríkjum hafa svo til engin áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda, ákvarðanir sem þó skipta meginmáli fyrir allan almenning. Auðvitað er hér um að ræða hina tekjulægri. Vera má að þetta eigi ekki með öllu við á Íslandi eftir hrun, þar sem almenningur hefur lært að láta vel til sín heyra – milli kosninga. Óumdeilt er að hærri tekjur og eignir leiða til meiri áhrifa, jafnvel yfirráða, meira er tekið tillit til skoðana hinna efnameiri og þeir í efsta 0,1 prósentinu ráða nokkurn veginn því sem þeir vilja ráða, þar með talið hve miklu þeir sjálfir skila til samfélagsins af auði sínum. Fyrir næstsíðustu kosningar áttu sér stað stórfelldustu atkvæðakaup í Íslandssögunni. Millistéttinni, eignamönnum sem vissulega höfðu orðið fyrir búsifjum í hruninu, var heitið bótum af almannafé. Niðurstaðan varð yfir 70 milljarða fjárframlög til stéttarinnar. Þótt Íslendingar eigi að heita stéttlaus þjóð er það samt staðreynd að eignafólki var bættur skaði sem það hafði orðið fyrir – og bar öðrum fremur ábyrgð á – þegar hinum snauðari sem gjarna skulduðu yfirdráttarskuldir í bönkunum, var á engan hátt umbunað. Almannafé ætti nú samt að vera það – almannafé. En greinilega er ekki sama hver úthlutar. Sjötíu milljarða aðgerðin rauf að mínu viti þá samfélagssátt sem þessari þjóð er nauðsynleg – eins og öllum þjóðum hvar sem er í veröldinni. Aðgerðin sýndi með afgerandi hætti að þeim sem valist hafa til valda með þjóðinni er skítsama þótt almenningur upplifi að í raun séu tvær þjóðir í landinu, annars vegar þeir sem eiga og mega, og hins vegar þeir sem mega og eiga að eta það sem úti frýs. Samfélagssáttmáli er mikilvægari en svo að stjórnvöld megi komast upp með að vinna vísvitandi að niðurrifi hans.Sérgæskulýður Það nýjasta af þeim toga eru ákvarðanir um laun alþingismanna, ráðherra og ýmissa embættismanna þar sem laun voru hækkuð um allt að 45% með einu pennastriki kjararáðs. Ekki var talin nein þörf á að birta rökstuðning fyrir ákvörðuninni og þingmönnum jafnvel sagt að þeim komi ekkert við hvaða launum þeim sé úthlutað. Við sauðsvartir kjósendur héldum hins vegar að við hefðum kosið þingmenn sem síðan stýrðu fjárveitingavaldinu í okkar umboði. Elíta (elite á ensku) er hugtak yfir úrvalshóp, heldra fólk í samfélögum, sem gjarna er betur launað og nýtur virðingar og valda. Mér er nær að þýða orðið með sérgæskulýður, og byggi það á hvernig elítan starfar oftar en ekki. Með órökstuddri 45% launahækkun þingmanna – á kjördegi af öllum dögum – var öllum þingmönnum, nýgræðingum jafnt sem rótgrónum, skyndilega lyft upp í elítu nýfrjálshyggjunnar sem mesta ábyrgð ber á fjármálahruninu. Þeir voru allir klipptir og skornir, ekki niður við trog, nei, öðru nær, heldur sviptir sínum hugsjónum, hafi þær annars verið að vefjast eitthvað fyrir þeim. Þeir eiga svo bara eftir að kvitta fyrir með stuðningi við óbreytt ástand sem elítunni er að skapi – stöðugleika hinna ríku. Þessi dýra hjörð (fyrir virðingar sakir ritað hér í tveimur orðum!) er svo kjarninn í stjórn landsins sem við verðum að treysta á, líka sá þriðjungur þjóðarinnar sem er eignalaus, já, líka ef við skoðum 70 prósentin sem eru áhrifalaus á botninum. Þetta er veruleikinn sem m. a. aldraðir og öryrkjar flestir búa við. En það kemur elítunni ekkert við, hún er jú skipuð eintómum ofurmennum! Um sama leyti og þingmannahjörðin hækkaði um sín litlu 45% voru ellilaun undirritaðs hækkuð um heilar 13 þúsund krónur, úr 185 í 198 þúsundir, hækkun um 7%. Við svo rausnarlega hækkun fer maður hjá sér og hryggist yfir að vera slíkur baggi á þjóðinni. En að öllu gamni slepptu: Virðing Alþingis mun aldrei hjarna við ef 45 prósentunum verður ekki hrundið og þingmenn deila nokkurn veginn kjörum með – allri – þjóðinni. Höfundur er ellilífeyrisþegi og fyrrverandi formaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nokkur orð alþingismönnum til umþenkingar. Athuganir stjórnmálafræðinga hafa sýnt að 70% borgaranna í lýðræðisríkjum hafa svo til engin áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda, ákvarðanir sem þó skipta meginmáli fyrir allan almenning. Auðvitað er hér um að ræða hina tekjulægri. Vera má að þetta eigi ekki með öllu við á Íslandi eftir hrun, þar sem almenningur hefur lært að láta vel til sín heyra – milli kosninga. Óumdeilt er að hærri tekjur og eignir leiða til meiri áhrifa, jafnvel yfirráða, meira er tekið tillit til skoðana hinna efnameiri og þeir í efsta 0,1 prósentinu ráða nokkurn veginn því sem þeir vilja ráða, þar með talið hve miklu þeir sjálfir skila til samfélagsins af auði sínum. Fyrir næstsíðustu kosningar áttu sér stað stórfelldustu atkvæðakaup í Íslandssögunni. Millistéttinni, eignamönnum sem vissulega höfðu orðið fyrir búsifjum í hruninu, var heitið bótum af almannafé. Niðurstaðan varð yfir 70 milljarða fjárframlög til stéttarinnar. Þótt Íslendingar eigi að heita stéttlaus þjóð er það samt staðreynd að eignafólki var bættur skaði sem það hafði orðið fyrir – og bar öðrum fremur ábyrgð á – þegar hinum snauðari sem gjarna skulduðu yfirdráttarskuldir í bönkunum, var á engan hátt umbunað. Almannafé ætti nú samt að vera það – almannafé. En greinilega er ekki sama hver úthlutar. Sjötíu milljarða aðgerðin rauf að mínu viti þá samfélagssátt sem þessari þjóð er nauðsynleg – eins og öllum þjóðum hvar sem er í veröldinni. Aðgerðin sýndi með afgerandi hætti að þeim sem valist hafa til valda með þjóðinni er skítsama þótt almenningur upplifi að í raun séu tvær þjóðir í landinu, annars vegar þeir sem eiga og mega, og hins vegar þeir sem mega og eiga að eta það sem úti frýs. Samfélagssáttmáli er mikilvægari en svo að stjórnvöld megi komast upp með að vinna vísvitandi að niðurrifi hans.Sérgæskulýður Það nýjasta af þeim toga eru ákvarðanir um laun alþingismanna, ráðherra og ýmissa embættismanna þar sem laun voru hækkuð um allt að 45% með einu pennastriki kjararáðs. Ekki var talin nein þörf á að birta rökstuðning fyrir ákvörðuninni og þingmönnum jafnvel sagt að þeim komi ekkert við hvaða launum þeim sé úthlutað. Við sauðsvartir kjósendur héldum hins vegar að við hefðum kosið þingmenn sem síðan stýrðu fjárveitingavaldinu í okkar umboði. Elíta (elite á ensku) er hugtak yfir úrvalshóp, heldra fólk í samfélögum, sem gjarna er betur launað og nýtur virðingar og valda. Mér er nær að þýða orðið með sérgæskulýður, og byggi það á hvernig elítan starfar oftar en ekki. Með órökstuddri 45% launahækkun þingmanna – á kjördegi af öllum dögum – var öllum þingmönnum, nýgræðingum jafnt sem rótgrónum, skyndilega lyft upp í elítu nýfrjálshyggjunnar sem mesta ábyrgð ber á fjármálahruninu. Þeir voru allir klipptir og skornir, ekki niður við trog, nei, öðru nær, heldur sviptir sínum hugsjónum, hafi þær annars verið að vefjast eitthvað fyrir þeim. Þeir eiga svo bara eftir að kvitta fyrir með stuðningi við óbreytt ástand sem elítunni er að skapi – stöðugleika hinna ríku. Þessi dýra hjörð (fyrir virðingar sakir ritað hér í tveimur orðum!) er svo kjarninn í stjórn landsins sem við verðum að treysta á, líka sá þriðjungur þjóðarinnar sem er eignalaus, já, líka ef við skoðum 70 prósentin sem eru áhrifalaus á botninum. Þetta er veruleikinn sem m. a. aldraðir og öryrkjar flestir búa við. En það kemur elítunni ekkert við, hún er jú skipuð eintómum ofurmennum! Um sama leyti og þingmannahjörðin hækkaði um sín litlu 45% voru ellilaun undirritaðs hækkuð um heilar 13 þúsund krónur, úr 185 í 198 þúsundir, hækkun um 7%. Við svo rausnarlega hækkun fer maður hjá sér og hryggist yfir að vera slíkur baggi á þjóðinni. En að öllu gamni slepptu: Virðing Alþingis mun aldrei hjarna við ef 45 prósentunum verður ekki hrundið og þingmenn deila nokkurn veginn kjörum með – allri – þjóðinni. Höfundur er ellilífeyrisþegi og fyrrverandi formaður Leigjendasamtakanna.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar