Lestrarhestar stórir og smáir Bryndís Jónsdóttir skrifar 21. desember 2017 07:00 Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna segir í texta lagsins „Hátíð í bæ“ eftir Ólaf Gauk í samræmi við tíðarandann þegar textinn var saminn. Í dag myndum við alveg eins syngja „hún fékk bók en hann fékk nál og tvinna“ enda stelpur og konur ekki minna áhugasamar um bóklestur en drengir, nema síður sé, og piltarnir margir hverjir lagtækir með nál og tvinna. Lestur er undirstaða allrar menntunar og það fer vel á því, í miðju jólabókaflóðinu, að minna foreldra og forráðamenn og ömmur og afa á að gleyma ekki að lesa fyrir og með börnunum um jólin. Lesturinn þarf ekki að vera á sama formi og á skólatíma, það er tilvalið að skiptast á að lesa upphátt úr skemmtilegum bókum, jafnvel með leikrænum tilburðum. Muna bara að velja bækur sem hæfa aldri og áhugasviði þess sem les. Unglingarnir geta til dæmis lesið fyrir ömmu og afa og öfugt, litlu börnin fyrir eldri systkini og mamma og pabbi hvort fyrir annað því við fullorðna fólkið erum jú fyrirmyndir barnanna þegar kemur að lestri. Það má stofna fjölskyldubókaklúbb og láta alla segja stuttlega frá einni bók eða allir lesa sömu bókina og ræða hana svo sín á milli. Lestrarkeppni fjölskyldunnar getur líka verið góð hugmynd eða að brydda upp á einhverju öðru skemmtilegu sem tengir kynslóðir saman í lestri. Hvernig væri svo að lesa uppskriftir að uppáhalds jólasmákökunum áður en þeim er stungið í ofninn og textana í öllum skemmtilegu jólalögunum áður en farið er á jólaball. Svo má lesa á götuskilti þegar verið er að keyra út kort og pakka, æfa sig að skrifa bréf til Sveinka og auðvitað lesa á jólapakkana. Það er um að gera að nota hugmyndaflugið til að finna skemmtilegar leiðir til að örva börn á öllum aldri til lesturs. Á vef Heimilis og skóla, www.heimiliogskoli.is, má finna jólalestrarbingó sem er skemmtilegt fyrir allan aldur, þar má einnig finna Læsissáttmála Heimilis og skóla og góð ráð til foreldra varðandi stuðning við lestur. Á vef Menntamálastofnunar, www.mms.is, má finna áhugaverðan leik, Jólasveinalestur, sem er samvinnuverkefni með Félagi fagfólks á skólasöfnum og KrakkaRÚV. Eigum saman notaleg lestrarjól með fjölskyldunni. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna segir í texta lagsins „Hátíð í bæ“ eftir Ólaf Gauk í samræmi við tíðarandann þegar textinn var saminn. Í dag myndum við alveg eins syngja „hún fékk bók en hann fékk nál og tvinna“ enda stelpur og konur ekki minna áhugasamar um bóklestur en drengir, nema síður sé, og piltarnir margir hverjir lagtækir með nál og tvinna. Lestur er undirstaða allrar menntunar og það fer vel á því, í miðju jólabókaflóðinu, að minna foreldra og forráðamenn og ömmur og afa á að gleyma ekki að lesa fyrir og með börnunum um jólin. Lesturinn þarf ekki að vera á sama formi og á skólatíma, það er tilvalið að skiptast á að lesa upphátt úr skemmtilegum bókum, jafnvel með leikrænum tilburðum. Muna bara að velja bækur sem hæfa aldri og áhugasviði þess sem les. Unglingarnir geta til dæmis lesið fyrir ömmu og afa og öfugt, litlu börnin fyrir eldri systkini og mamma og pabbi hvort fyrir annað því við fullorðna fólkið erum jú fyrirmyndir barnanna þegar kemur að lestri. Það má stofna fjölskyldubókaklúbb og láta alla segja stuttlega frá einni bók eða allir lesa sömu bókina og ræða hana svo sín á milli. Lestrarkeppni fjölskyldunnar getur líka verið góð hugmynd eða að brydda upp á einhverju öðru skemmtilegu sem tengir kynslóðir saman í lestri. Hvernig væri svo að lesa uppskriftir að uppáhalds jólasmákökunum áður en þeim er stungið í ofninn og textana í öllum skemmtilegu jólalögunum áður en farið er á jólaball. Svo má lesa á götuskilti þegar verið er að keyra út kort og pakka, æfa sig að skrifa bréf til Sveinka og auðvitað lesa á jólapakkana. Það er um að gera að nota hugmyndaflugið til að finna skemmtilegar leiðir til að örva börn á öllum aldri til lesturs. Á vef Heimilis og skóla, www.heimiliogskoli.is, má finna jólalestrarbingó sem er skemmtilegt fyrir allan aldur, þar má einnig finna Læsissáttmála Heimilis og skóla og góð ráð til foreldra varðandi stuðning við lestur. Á vef Menntamálastofnunar, www.mms.is, má finna áhugaverðan leik, Jólasveinalestur, sem er samvinnuverkefni með Félagi fagfólks á skólasöfnum og KrakkaRÚV. Eigum saman notaleg lestrarjól með fjölskyldunni. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar