Rósa og Skúli í „Rósagarðinum“ Jón Ingi Gíslason skrifar 28. desember 2017 13:07 Fyrir jól fóru þau mikinn Rósa Ingvars sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur og Skúli Helgason formaður skólayfirvaldsins í Reykjavík síðustu ár. Þau sátu í rósum prýddum garði sem þau útlistuðu sem skólaumhverfið í Reykjavík. Enn var lofað fleiri rósum í garðinn þó enginn garðyrkjumaður vilji lengur hirða garðinn. Þau lofuðu þess í stað „sérfræðingum“ sem myndu segja garðyrkjumönnunum til og halda með þeim fundi og námsstefnur um rósarækt. Nú svo gætu þeir garðyrkjumenn sem eftir eru stjórnað hópum farandverkamanna sem hefðu kannske séð rósarækt í sjónvarpinu í Póllandi. Þetta er í stuttu máli innihald skýrslu sem þau kynntu um „vinnuumhverfi og nýliðun í skólum í Reykjavík“. Engin heimild var fyrir notkun Kennarafélags Reykjavíkur í þessari friðþægingu á illa reknum skólum í Reykjavík. Formaður félagsins sem í framhaldinu kynnti formannsframboð sitt í Félagi Grunnskólakennara fórnaði þar félaginu og samningsstöðu þess á altari skólayfirvalda í Reykjavík. Auðvitað er mestur hluti skýrslunnar froða og innantóm loforð um kaup á tækjum og málningu. Jú og loforð um fleiri úttektir og skýrslur og að „stefnt sé að“ þessu og hinu. Skýrslan er hins vegar stórskaðleg kennurum í grundvallarþáttum hennar. Þar er gengið enn lengra í því að færa starf kennarans neðar í skipuritinu á sama tíma og miðstýring er aukin til muna. Einmitt þau atriði sem valda því að kennarar flýja skólana í Reykjavík. Það er gert með því að auka sérfræðingavæðingu skólanna en hver og einn þeirra skapar verulega aukavinnu, ólaunaða, á borð kennarans dag hvern. Þá er „plottið“ að leiðbeinendavæða skólana eins og gert hefur verið með leikskólann. Þá yrðu kennarar hafðir með nokkra leiðbeinendur og þannig breytast skólarnir í vinnustaði eins og byggingasvæði þar sem einn íslenskur fagmaður hefur tugi erlendra starfsmanna að vinna fagvinnuna. Á einum stað er talað um aukinn sveigjanleika í starfi kennarans en í lok þeirrar málsgreinar er það þó tekið til baka því það er alltaf háð því að skólayfirvöld telji ekki þörf á fullri miðstýringu. (Sem þau elska og dá) Kennarinn er fagmaður og hans er ábyrgðin að nemendurnir hans fái öll þau bestu úrræði og kennslu sem völ er á. Kennarar verða að njóta virðingar í starfi og launa í samræmi. Í Finnlandi er starfið lagt að jöfnu við læknastarfið hvað þetta varðar. Faglegt sjálfstæði og sjálfsákvarðanaréttur á nýtingu vinnudagsins er forsenda breytinga. Ef samkeppni er um að komast í kennarastöður eins og í Finnlandi og víðar eykst aðsókn og gæði kennaranáms. Það eru engin geimvísindi. Örugg leið til að eyðileggja skólana endanlega í Reykjavík er að setjast með þeim Skúla og Rósu í rósagarðinn fína með alla farandverkamennina að yrkja garðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir jól fóru þau mikinn Rósa Ingvars sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur og Skúli Helgason formaður skólayfirvaldsins í Reykjavík síðustu ár. Þau sátu í rósum prýddum garði sem þau útlistuðu sem skólaumhverfið í Reykjavík. Enn var lofað fleiri rósum í garðinn þó enginn garðyrkjumaður vilji lengur hirða garðinn. Þau lofuðu þess í stað „sérfræðingum“ sem myndu segja garðyrkjumönnunum til og halda með þeim fundi og námsstefnur um rósarækt. Nú svo gætu þeir garðyrkjumenn sem eftir eru stjórnað hópum farandverkamanna sem hefðu kannske séð rósarækt í sjónvarpinu í Póllandi. Þetta er í stuttu máli innihald skýrslu sem þau kynntu um „vinnuumhverfi og nýliðun í skólum í Reykjavík“. Engin heimild var fyrir notkun Kennarafélags Reykjavíkur í þessari friðþægingu á illa reknum skólum í Reykjavík. Formaður félagsins sem í framhaldinu kynnti formannsframboð sitt í Félagi Grunnskólakennara fórnaði þar félaginu og samningsstöðu þess á altari skólayfirvalda í Reykjavík. Auðvitað er mestur hluti skýrslunnar froða og innantóm loforð um kaup á tækjum og málningu. Jú og loforð um fleiri úttektir og skýrslur og að „stefnt sé að“ þessu og hinu. Skýrslan er hins vegar stórskaðleg kennurum í grundvallarþáttum hennar. Þar er gengið enn lengra í því að færa starf kennarans neðar í skipuritinu á sama tíma og miðstýring er aukin til muna. Einmitt þau atriði sem valda því að kennarar flýja skólana í Reykjavík. Það er gert með því að auka sérfræðingavæðingu skólanna en hver og einn þeirra skapar verulega aukavinnu, ólaunaða, á borð kennarans dag hvern. Þá er „plottið“ að leiðbeinendavæða skólana eins og gert hefur verið með leikskólann. Þá yrðu kennarar hafðir með nokkra leiðbeinendur og þannig breytast skólarnir í vinnustaði eins og byggingasvæði þar sem einn íslenskur fagmaður hefur tugi erlendra starfsmanna að vinna fagvinnuna. Á einum stað er talað um aukinn sveigjanleika í starfi kennarans en í lok þeirrar málsgreinar er það þó tekið til baka því það er alltaf háð því að skólayfirvöld telji ekki þörf á fullri miðstýringu. (Sem þau elska og dá) Kennarinn er fagmaður og hans er ábyrgðin að nemendurnir hans fái öll þau bestu úrræði og kennslu sem völ er á. Kennarar verða að njóta virðingar í starfi og launa í samræmi. Í Finnlandi er starfið lagt að jöfnu við læknastarfið hvað þetta varðar. Faglegt sjálfstæði og sjálfsákvarðanaréttur á nýtingu vinnudagsins er forsenda breytinga. Ef samkeppni er um að komast í kennarastöður eins og í Finnlandi og víðar eykst aðsókn og gæði kennaranáms. Það eru engin geimvísindi. Örugg leið til að eyðileggja skólana endanlega í Reykjavík er að setjast með þeim Skúla og Rósu í rósagarðinn fína með alla farandverkamennina að yrkja garðinn.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar