Rósa og Skúli í „Rósagarðinum“ Jón Ingi Gíslason skrifar 28. desember 2017 13:07 Fyrir jól fóru þau mikinn Rósa Ingvars sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur og Skúli Helgason formaður skólayfirvaldsins í Reykjavík síðustu ár. Þau sátu í rósum prýddum garði sem þau útlistuðu sem skólaumhverfið í Reykjavík. Enn var lofað fleiri rósum í garðinn þó enginn garðyrkjumaður vilji lengur hirða garðinn. Þau lofuðu þess í stað „sérfræðingum“ sem myndu segja garðyrkjumönnunum til og halda með þeim fundi og námsstefnur um rósarækt. Nú svo gætu þeir garðyrkjumenn sem eftir eru stjórnað hópum farandverkamanna sem hefðu kannske séð rósarækt í sjónvarpinu í Póllandi. Þetta er í stuttu máli innihald skýrslu sem þau kynntu um „vinnuumhverfi og nýliðun í skólum í Reykjavík“. Engin heimild var fyrir notkun Kennarafélags Reykjavíkur í þessari friðþægingu á illa reknum skólum í Reykjavík. Formaður félagsins sem í framhaldinu kynnti formannsframboð sitt í Félagi Grunnskólakennara fórnaði þar félaginu og samningsstöðu þess á altari skólayfirvalda í Reykjavík. Auðvitað er mestur hluti skýrslunnar froða og innantóm loforð um kaup á tækjum og málningu. Jú og loforð um fleiri úttektir og skýrslur og að „stefnt sé að“ þessu og hinu. Skýrslan er hins vegar stórskaðleg kennurum í grundvallarþáttum hennar. Þar er gengið enn lengra í því að færa starf kennarans neðar í skipuritinu á sama tíma og miðstýring er aukin til muna. Einmitt þau atriði sem valda því að kennarar flýja skólana í Reykjavík. Það er gert með því að auka sérfræðingavæðingu skólanna en hver og einn þeirra skapar verulega aukavinnu, ólaunaða, á borð kennarans dag hvern. Þá er „plottið“ að leiðbeinendavæða skólana eins og gert hefur verið með leikskólann. Þá yrðu kennarar hafðir með nokkra leiðbeinendur og þannig breytast skólarnir í vinnustaði eins og byggingasvæði þar sem einn íslenskur fagmaður hefur tugi erlendra starfsmanna að vinna fagvinnuna. Á einum stað er talað um aukinn sveigjanleika í starfi kennarans en í lok þeirrar málsgreinar er það þó tekið til baka því það er alltaf háð því að skólayfirvöld telji ekki þörf á fullri miðstýringu. (Sem þau elska og dá) Kennarinn er fagmaður og hans er ábyrgðin að nemendurnir hans fái öll þau bestu úrræði og kennslu sem völ er á. Kennarar verða að njóta virðingar í starfi og launa í samræmi. Í Finnlandi er starfið lagt að jöfnu við læknastarfið hvað þetta varðar. Faglegt sjálfstæði og sjálfsákvarðanaréttur á nýtingu vinnudagsins er forsenda breytinga. Ef samkeppni er um að komast í kennarastöður eins og í Finnlandi og víðar eykst aðsókn og gæði kennaranáms. Það eru engin geimvísindi. Örugg leið til að eyðileggja skólana endanlega í Reykjavík er að setjast með þeim Skúla og Rósu í rósagarðinn fína með alla farandverkamennina að yrkja garðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrir jól fóru þau mikinn Rósa Ingvars sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur og Skúli Helgason formaður skólayfirvaldsins í Reykjavík síðustu ár. Þau sátu í rósum prýddum garði sem þau útlistuðu sem skólaumhverfið í Reykjavík. Enn var lofað fleiri rósum í garðinn þó enginn garðyrkjumaður vilji lengur hirða garðinn. Þau lofuðu þess í stað „sérfræðingum“ sem myndu segja garðyrkjumönnunum til og halda með þeim fundi og námsstefnur um rósarækt. Nú svo gætu þeir garðyrkjumenn sem eftir eru stjórnað hópum farandverkamanna sem hefðu kannske séð rósarækt í sjónvarpinu í Póllandi. Þetta er í stuttu máli innihald skýrslu sem þau kynntu um „vinnuumhverfi og nýliðun í skólum í Reykjavík“. Engin heimild var fyrir notkun Kennarafélags Reykjavíkur í þessari friðþægingu á illa reknum skólum í Reykjavík. Formaður félagsins sem í framhaldinu kynnti formannsframboð sitt í Félagi Grunnskólakennara fórnaði þar félaginu og samningsstöðu þess á altari skólayfirvalda í Reykjavík. Auðvitað er mestur hluti skýrslunnar froða og innantóm loforð um kaup á tækjum og málningu. Jú og loforð um fleiri úttektir og skýrslur og að „stefnt sé að“ þessu og hinu. Skýrslan er hins vegar stórskaðleg kennurum í grundvallarþáttum hennar. Þar er gengið enn lengra í því að færa starf kennarans neðar í skipuritinu á sama tíma og miðstýring er aukin til muna. Einmitt þau atriði sem valda því að kennarar flýja skólana í Reykjavík. Það er gert með því að auka sérfræðingavæðingu skólanna en hver og einn þeirra skapar verulega aukavinnu, ólaunaða, á borð kennarans dag hvern. Þá er „plottið“ að leiðbeinendavæða skólana eins og gert hefur verið með leikskólann. Þá yrðu kennarar hafðir með nokkra leiðbeinendur og þannig breytast skólarnir í vinnustaði eins og byggingasvæði þar sem einn íslenskur fagmaður hefur tugi erlendra starfsmanna að vinna fagvinnuna. Á einum stað er talað um aukinn sveigjanleika í starfi kennarans en í lok þeirrar málsgreinar er það þó tekið til baka því það er alltaf háð því að skólayfirvöld telji ekki þörf á fullri miðstýringu. (Sem þau elska og dá) Kennarinn er fagmaður og hans er ábyrgðin að nemendurnir hans fái öll þau bestu úrræði og kennslu sem völ er á. Kennarar verða að njóta virðingar í starfi og launa í samræmi. Í Finnlandi er starfið lagt að jöfnu við læknastarfið hvað þetta varðar. Faglegt sjálfstæði og sjálfsákvarðanaréttur á nýtingu vinnudagsins er forsenda breytinga. Ef samkeppni er um að komast í kennarastöður eins og í Finnlandi og víðar eykst aðsókn og gæði kennaranáms. Það eru engin geimvísindi. Örugg leið til að eyðileggja skólana endanlega í Reykjavík er að setjast með þeim Skúla og Rósu í rósagarðinn fína með alla farandverkamennina að yrkja garðinn.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar