Ísland kom með jólin til mín Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2017 12:30 Ruth Reginalds ber nú eftirnafn eiginmanns síns, Moore, og býr í bænum Vista í Kaliforníu. "Í gegnum tíðina hefur fólk velt því fyrir sér hvers vegna ég heiti Ruth með h-i, en það er vegna ensk-grísks uppruna míns því pabbi er hálfur Englendingur og hálfur Grikki.“ MYND/ANTON BRINK Ruth Reginalds segir erfitt og gaman að hafa orðið fræg sem barn. Hún leggst stundum í rúmið af heimþrá til Íslands. „Ég hef oft lagst í rúmið vegna heimþrár og þjáist iðulega af miklum söknuði. Maður fer á mis við margt við að flytja langt í burtu frá sínum nánustu og ég vildi sannarlega geta skipt mér í tvennt,“ segir Ruth sem er stödd heima í jólafríi eftir sjö ára fjarveru frá fósturjörðinni. „Ó, það er yndislegt að koma heim. Úr skógareldunum í snjóinn. Að labba Laugaveginn á Þorláksmessu var draumi líkast og að vakna á aðfangadag í nýfallinni mjöll. Dóttir mín, sem ekki hafði séð snjó síðan á öðru árinu, tók andköf af gleði og vildi miklu frekar fara út að leika sér en að halda jól,“ segir Ruth og hlær. „Mér hefur alltaf reynst erfitt að vera fjarri heimahögunum um jól. Ég er fædd og uppalin á Íslandi og venst því aldrei að sjá pálmatré um allt, þótt ekki vanti jólaskrautið í henni Ameríku. Því andaði ég léttar, að komast heim í frost og snjó, og helst vildi ég geta keyrt hringinn í vetrardýrðinni.“Börn eru börnum verstRuth var sjö ára þegar hún fór á 17. júní-skemmtun í heimabænum Keflavík. „Þar voru Maggi Kjartans og Júdas að spila niðri í bæ og við vinkonurnar vildum fá að syngja lag. Þegar til kastanna kom þorðu þær ekki á sviðið svo ég endaði þar með Gvendi Þribba sem var þekktur Keflvíkingur sem gekk um með kaskeiti og munnhörpu og var kallaður Þribbi því hann var þríburi. Um svipað leyti var leitað logandi ljósi að barni til að leika í Róberti bangsa og mér var umsvifalaust kippt þar inn og þannig byrjaði ballið,“ rifjar Ruth upp hvernig það kom til að hún varð skær barnastjarna á áttunda áratugnum. „Ég held að flestir viti að það er ekki auðvelt að verða frægur mjög ungur, en það er líka gaman. Í dag getur hver sem er orðið stjarna á samfélagsmiðlum og mörg börn freista þess að komast í sviðsljósið. Að verða barnastjarna krefst hins vegar góðs stuðnings fjölskyldunnar því ellegar getur maður týnst í öllum hasarnum og athyglinni,“ segir Ruth sem var feimin út á við sem frægt barn og leið best innilokaðri í hljóðveri með heyrnartólin á sér. „Börn eru börnum verst þegar kemur að stríðni og ekki allir sem þola einelti. Mér var vissulega strítt en á sama tíma sóttust margir eftir því að verða vinir mínir. Margir sem voru mér samferða í barnaskóla hafa á fullorðinsárum beðist fyrirgefningar á framkomu sinni og áttað sig á því að þeim leið sennilega verr en mér, því börn skilja ekki fyrr en eftir á hvað þetta var rosalegt. Tónlistin hefur hins vegar alltaf verið mín tjáningaraðferð og trúin hefur hjálpað mér á þeirri vegferð.“Ruth varð óvænt barnastjarna þegar hún óskaði eftir að fá að syngja lag með Magga Kjartans og Júdasi á 17. júní-skemmtun í Keflavík, þar sem hún ólst upp.MYND/ANTON BRINKHlustar ekki á kjaftasögurRuth var óvænt skotin ástarörvum Amors þegar hún heimsótti systur sína, Steinunni Hildi Trusdale, í Kaliforníu árið 2005. „Þá bjó núverandi eiginmaður minn, Joseph Moore, ofar í götunni og gafst ekki upp við að reyna að ná athygli minni og kynnast mér. Atburðarásin varð öll mjög óvænt en við höfum verið límd saman síðan,“ segir Ruth en saman eiga þau Joseph dótturina Kieu sem fæddist þeim 2007. Steinunn, systir Ruthar, býr enn vestra. Hún er fyrsta íslenska konan til að gegna herþjónustu fyrir Bandaríkjaher og tók þátt í Íraksstríðinu þar sem hún varð fyrir sprengju. „Steinunn fór tvær ferðir sem hermaður til Íraks og fékk Purpurahjartað (e. Purple Heart medal) fyrir fórn sína í stríðinu. Hún missti heyrn og meiddist í baki ásamt því að þjást af áfallastreituröskun eftir sprenginguna. Bandaríkjaher er með sjóð fyrir slasaða hermenn og fær Steinunn lífeyri frá hernum samkvæmt því,“ útskýrir Ruth. Móðir Ruthar, listakonan Ríkey Ingimundardóttir, bjó um tíma vestra og gætti barna Steinunnar á meðan hún gengdi herþjónustu. „Mamma er flutt aftur heim til Íslands og hefur það gott, enda vill hún hvergi annars staðar vera,“ segir Ruth, sæl að vera heima með móður sinni, dætrum og barnabörnum. „Ég gæti vel hugsað mér að flytja heim á ný. Áður tók ég kjaftasögur nærri mér en ég nenni því ekki lengur. Það stoppar mig í að flytja heim að maðurinn minn þolir illa veðurfarið á veturna. Hann keppti áður í glímu, brotnaði illa og þurfti gervilið í mjöðm sem veldur honum vanlíðan í kulda. Hann er líka alls staðar stoppaður á flugvöllum og lendir í málmleit vegna liðarins,“ segir Ruth og kímir. „Annars elskar Joseph Ísland og einkum íslensk jól og áramót því á gamlárskvöld má ekkert sprengja í Kaliforníu vegna hættu á skógareldum. Í staðinn fer maður á flugeldasýningar sem eru hálfgert prump miðað við hér heima þar sem allir eru í samkeppni við næsta mann um hver sprengir mest. Ég get ekki beðið eftir að sjá Kieu upplifa íslenskt gamlárskvöld og vonast til að hún sjái norðurljósin líka.“Ruth með Joseph Moore, dætrunum Kieu Jamaya R. Moore og Glódísi Töru Fannarsdóttur, og Andra Pétri Alexsyni, öðrum sona Glódísar.MYND/ANTON BRINKMá ekkert aumt sjáEftir sjö ára útivist finnur Ruth stóran mun á íslensku þjóðfélagi. „Mér finnst margt hafa breyst og ég sem þóttist nú rata upp í Breiðholt endaði í Smáralind! Mér blöskrar líka dýrtíðin og verðmunur á nauðsynjavörum er svakalegur. Það var reyndar ódýrt að fljúga heim með WOW en mikið rosalega er dýrt að kaupa sér sjampó hér heima og smá ostbiti kostar 2.000 kall! Það skýtur skökku við að geta flogið heim frá Ameríku en ekki með góðu móti þvegið sér um hárið!“ segir Ruth og skellir upp úr. „Urmull ferðamanna kemur líka spánskt fyrir sjónir um háveturinn og mér brá þegar Glódís Tara, dóttir mín, dró mig óvænt á dragshow á Gauknum og kynnirinn talaði eingöngu ensku því meirihluti gesta voru útlendingar. Það þótti mér sérkennileg upplifun.“ Ruth býr með fjölskyldu sinni í bænum Vista í Kaliforníu, mitt á milli Los Angeles og San Diego. „Vista er paradís. Þar er frábært loftslag og mikil gróðursæld, sem er líka hættuleg vegna skógarelda. Við búum skammt frá Carlsbad-ströndinni og Oceanside og líf mitt er ósköp venjulegt. Ég er nú heimavinnandi húsmóðir því ég slasaðist á hendi en lengst af hef ég unnið við umönnun aldraðra og þar er ég í essinu mínu,“ segir Ruth sem tekur brátt aftur til starfa með öldruðum en Joseph starfar sem umsjónarmaður í Carlsbad by the Sea og sér þar um viðhald og innanhússsmíðar. „Ég hugsaði lengi um Tommy, gamlan mann með elliglöp, sem nú er látinn. Ég má ekkert aumt sjá og finnst hræðilegt þegar farið er illa með eldri borgara. Tommy var yndislegur og hélt að ég væri konan sín. Alltaf þegar ég sagði: „Jæja, Tommy minn. Það er kominn háttatími,“ svaraði hann: „Já, elskan mín. Ertu að koma upp í?“,“ segir Ruth og hlær dátt að hlýlegri minningunni. Hún segir engan stað öruggan í Ameríku og því ríkara sem fólk er, því óöruggara sé það. „Börn fara aldrei út að leika sér ein síns liðs og það er mikið um barnsrán vestra. Ég tek því enga sénsa og mundi ekki lifa það af ef eitthvað slæmt kæmi fyrir dóttur mína. Hún er því í menningarsjokki að vera komin til Íslands og mega fara ein út að leika sér í snjónum. Þvílík forréttindi!“ segir Ruth um sitt fagra föðurland. „Maður skilur það ekki fyrr en maður er fluttur annað hvað Ísland er dásamlegt. Ég sakna Íslands alveg hryllilega og þess að geta drukkið vatn úr krananum sem maður tók sem sjálfsögðum hlut en er ekki möguleiki úti. Dóttir mín hélt að ég væri að eitra fyrir sér þegar ég sagði að hún mætti drekka kranavatnið þegar hún tannburstaði sig!“Ruth er stolt af Glódísi Töru, dóttur sinni, fyrir að hafa staðið upp og sagt frá kynferðisofbeldi Róberts Downey.MYND/ANTON BRINKStolt af Glódísi TöruRuth á fjórar dætur, eina fósturdóttur og fjögur barnabörn sem hún hefur lítið hitt á síðustu árum. „Með tilkomu beins flugs WOW til og frá Los Angeles verður auðveldara að fljúga á milli og ekki nema tveggja stunda akstur á flugvöllinn sem er stutt á bandarískan mælikvarða. Maður verður bara að taka sjampóið með sér,“ segir hún og skellihlær. Glódís Tara, dóttir Ruthar, er ein þeirra sem kærðu lögmanninn Robert Downey fyrir kynferðisbrot. „Ég get ekki einu sinni byrjað að tala um það án þess að reiðin ólgi innan í mér,“ segir Ruth. „Ég er ofboðslega stolt af Glódísi og hinum stelpunum að hafa staðið upp og sagt frá. Því ef konur sitja heima og þegja komast níðingarnir upp með glæpinn. Sem betur fer bítur sök sekan og Robert Downey ætti ekki að ganga laus.“ Þess má geta að Glódís Tara ásamt stelpunum sem stigu fram undir merkjum #höfum hátt eru tilnefndar í vali Vísis og Bylgunnar á Manni ársins 2017. Hægt er að kjósa út daginn í dag á Vísi.is en tilkynnt verður um útslit í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Ruth er kristin og sækir kirkju baptista í Vista. „Ég hef trúað á Guð síðan ég var lítið barn og á mitt sterka, persónulega samband við Guð. Bandaríkjamenn eru lifandi í trú sinni og kirkjan eins og fjölskylda manns. Ég finn mikinn styrk í trúnni, ekki síst þegar ég bý svo langt frá öllum sem ég elska.“Ekki farið í andlitslyftinguRuth vekur eftirtekt fyrir glæsileik, ljósan makka og flott líkamsform. „Ég hef ekki farið í andlitslyftingu,“ segir Ruth og hlær, „en ég geng alltaf fimm mílur á stigvél á morgnana. Ég spái lítið í mataræðið en er svona títla að eðlisfari. Ég er aðallega búin að vera heima í mömmu- og ömmuleik. Úti er allt afslappaðra og ég fer í náttfötunum í 7-11 að ná mér í kaffi á morgnana. Þetta er öðruvísi en hér heima þar sem allir hafa sig til því þeir eiga von á að rekast á einhvern sem þeir þekkja. Úti hverfur maður í fjöldann og þarf ekki annað en stuttbuxur og inniskó.“ Í bíl á leið frá Leifsstöð heyrði Ruth gamalkunna rödd æsku sinnar syngja „Jólasveinninn kemur í kvöld“ og svo beint á eftir jólalagið „Þú komst með jólin til mín“. „Mér hlýnaði um hjartarætur. Það er ótrúlega sætt að fólk nenni enn að hlusta á gömlu jólalögin mín og þá veit ég að ég hef skilið eitthvað eftir mig,“ segir Ruth brosmild, en hún söng á tónleikum í Guðríðarkirkju í gærkvöldi, þótt hún hafi ekki ætlað sér að opna munninn í Íslandsferðinni að sinni. „Ég verð alltaf Íslendingur í húð og hár; alin upp í snjó. Ég bið fyrir hjartans kveðju til allra sem ég þekki og lofa að koma fljótt aftur til að hitta þá vini mína sem ég næ ekki að hitta á þessum stutta tíma yfir hátíðarnar. Ég sendi líka landsmönnum öllum heillaóskir um gæfu og gleði á nýja árinu.“ Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Fleiri fréttir „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Sjá meira
Ruth Reginalds segir erfitt og gaman að hafa orðið fræg sem barn. Hún leggst stundum í rúmið af heimþrá til Íslands. „Ég hef oft lagst í rúmið vegna heimþrár og þjáist iðulega af miklum söknuði. Maður fer á mis við margt við að flytja langt í burtu frá sínum nánustu og ég vildi sannarlega geta skipt mér í tvennt,“ segir Ruth sem er stödd heima í jólafríi eftir sjö ára fjarveru frá fósturjörðinni. „Ó, það er yndislegt að koma heim. Úr skógareldunum í snjóinn. Að labba Laugaveginn á Þorláksmessu var draumi líkast og að vakna á aðfangadag í nýfallinni mjöll. Dóttir mín, sem ekki hafði séð snjó síðan á öðru árinu, tók andköf af gleði og vildi miklu frekar fara út að leika sér en að halda jól,“ segir Ruth og hlær. „Mér hefur alltaf reynst erfitt að vera fjarri heimahögunum um jól. Ég er fædd og uppalin á Íslandi og venst því aldrei að sjá pálmatré um allt, þótt ekki vanti jólaskrautið í henni Ameríku. Því andaði ég léttar, að komast heim í frost og snjó, og helst vildi ég geta keyrt hringinn í vetrardýrðinni.“Börn eru börnum verstRuth var sjö ára þegar hún fór á 17. júní-skemmtun í heimabænum Keflavík. „Þar voru Maggi Kjartans og Júdas að spila niðri í bæ og við vinkonurnar vildum fá að syngja lag. Þegar til kastanna kom þorðu þær ekki á sviðið svo ég endaði þar með Gvendi Þribba sem var þekktur Keflvíkingur sem gekk um með kaskeiti og munnhörpu og var kallaður Þribbi því hann var þríburi. Um svipað leyti var leitað logandi ljósi að barni til að leika í Róberti bangsa og mér var umsvifalaust kippt þar inn og þannig byrjaði ballið,“ rifjar Ruth upp hvernig það kom til að hún varð skær barnastjarna á áttunda áratugnum. „Ég held að flestir viti að það er ekki auðvelt að verða frægur mjög ungur, en það er líka gaman. Í dag getur hver sem er orðið stjarna á samfélagsmiðlum og mörg börn freista þess að komast í sviðsljósið. Að verða barnastjarna krefst hins vegar góðs stuðnings fjölskyldunnar því ellegar getur maður týnst í öllum hasarnum og athyglinni,“ segir Ruth sem var feimin út á við sem frægt barn og leið best innilokaðri í hljóðveri með heyrnartólin á sér. „Börn eru börnum verst þegar kemur að stríðni og ekki allir sem þola einelti. Mér var vissulega strítt en á sama tíma sóttust margir eftir því að verða vinir mínir. Margir sem voru mér samferða í barnaskóla hafa á fullorðinsárum beðist fyrirgefningar á framkomu sinni og áttað sig á því að þeim leið sennilega verr en mér, því börn skilja ekki fyrr en eftir á hvað þetta var rosalegt. Tónlistin hefur hins vegar alltaf verið mín tjáningaraðferð og trúin hefur hjálpað mér á þeirri vegferð.“Ruth varð óvænt barnastjarna þegar hún óskaði eftir að fá að syngja lag með Magga Kjartans og Júdasi á 17. júní-skemmtun í Keflavík, þar sem hún ólst upp.MYND/ANTON BRINKHlustar ekki á kjaftasögurRuth var óvænt skotin ástarörvum Amors þegar hún heimsótti systur sína, Steinunni Hildi Trusdale, í Kaliforníu árið 2005. „Þá bjó núverandi eiginmaður minn, Joseph Moore, ofar í götunni og gafst ekki upp við að reyna að ná athygli minni og kynnast mér. Atburðarásin varð öll mjög óvænt en við höfum verið límd saman síðan,“ segir Ruth en saman eiga þau Joseph dótturina Kieu sem fæddist þeim 2007. Steinunn, systir Ruthar, býr enn vestra. Hún er fyrsta íslenska konan til að gegna herþjónustu fyrir Bandaríkjaher og tók þátt í Íraksstríðinu þar sem hún varð fyrir sprengju. „Steinunn fór tvær ferðir sem hermaður til Íraks og fékk Purpurahjartað (e. Purple Heart medal) fyrir fórn sína í stríðinu. Hún missti heyrn og meiddist í baki ásamt því að þjást af áfallastreituröskun eftir sprenginguna. Bandaríkjaher er með sjóð fyrir slasaða hermenn og fær Steinunn lífeyri frá hernum samkvæmt því,“ útskýrir Ruth. Móðir Ruthar, listakonan Ríkey Ingimundardóttir, bjó um tíma vestra og gætti barna Steinunnar á meðan hún gengdi herþjónustu. „Mamma er flutt aftur heim til Íslands og hefur það gott, enda vill hún hvergi annars staðar vera,“ segir Ruth, sæl að vera heima með móður sinni, dætrum og barnabörnum. „Ég gæti vel hugsað mér að flytja heim á ný. Áður tók ég kjaftasögur nærri mér en ég nenni því ekki lengur. Það stoppar mig í að flytja heim að maðurinn minn þolir illa veðurfarið á veturna. Hann keppti áður í glímu, brotnaði illa og þurfti gervilið í mjöðm sem veldur honum vanlíðan í kulda. Hann er líka alls staðar stoppaður á flugvöllum og lendir í málmleit vegna liðarins,“ segir Ruth og kímir. „Annars elskar Joseph Ísland og einkum íslensk jól og áramót því á gamlárskvöld má ekkert sprengja í Kaliforníu vegna hættu á skógareldum. Í staðinn fer maður á flugeldasýningar sem eru hálfgert prump miðað við hér heima þar sem allir eru í samkeppni við næsta mann um hver sprengir mest. Ég get ekki beðið eftir að sjá Kieu upplifa íslenskt gamlárskvöld og vonast til að hún sjái norðurljósin líka.“Ruth með Joseph Moore, dætrunum Kieu Jamaya R. Moore og Glódísi Töru Fannarsdóttur, og Andra Pétri Alexsyni, öðrum sona Glódísar.MYND/ANTON BRINKMá ekkert aumt sjáEftir sjö ára útivist finnur Ruth stóran mun á íslensku þjóðfélagi. „Mér finnst margt hafa breyst og ég sem þóttist nú rata upp í Breiðholt endaði í Smáralind! Mér blöskrar líka dýrtíðin og verðmunur á nauðsynjavörum er svakalegur. Það var reyndar ódýrt að fljúga heim með WOW en mikið rosalega er dýrt að kaupa sér sjampó hér heima og smá ostbiti kostar 2.000 kall! Það skýtur skökku við að geta flogið heim frá Ameríku en ekki með góðu móti þvegið sér um hárið!“ segir Ruth og skellir upp úr. „Urmull ferðamanna kemur líka spánskt fyrir sjónir um háveturinn og mér brá þegar Glódís Tara, dóttir mín, dró mig óvænt á dragshow á Gauknum og kynnirinn talaði eingöngu ensku því meirihluti gesta voru útlendingar. Það þótti mér sérkennileg upplifun.“ Ruth býr með fjölskyldu sinni í bænum Vista í Kaliforníu, mitt á milli Los Angeles og San Diego. „Vista er paradís. Þar er frábært loftslag og mikil gróðursæld, sem er líka hættuleg vegna skógarelda. Við búum skammt frá Carlsbad-ströndinni og Oceanside og líf mitt er ósköp venjulegt. Ég er nú heimavinnandi húsmóðir því ég slasaðist á hendi en lengst af hef ég unnið við umönnun aldraðra og þar er ég í essinu mínu,“ segir Ruth sem tekur brátt aftur til starfa með öldruðum en Joseph starfar sem umsjónarmaður í Carlsbad by the Sea og sér þar um viðhald og innanhússsmíðar. „Ég hugsaði lengi um Tommy, gamlan mann með elliglöp, sem nú er látinn. Ég má ekkert aumt sjá og finnst hræðilegt þegar farið er illa með eldri borgara. Tommy var yndislegur og hélt að ég væri konan sín. Alltaf þegar ég sagði: „Jæja, Tommy minn. Það er kominn háttatími,“ svaraði hann: „Já, elskan mín. Ertu að koma upp í?“,“ segir Ruth og hlær dátt að hlýlegri minningunni. Hún segir engan stað öruggan í Ameríku og því ríkara sem fólk er, því óöruggara sé það. „Börn fara aldrei út að leika sér ein síns liðs og það er mikið um barnsrán vestra. Ég tek því enga sénsa og mundi ekki lifa það af ef eitthvað slæmt kæmi fyrir dóttur mína. Hún er því í menningarsjokki að vera komin til Íslands og mega fara ein út að leika sér í snjónum. Þvílík forréttindi!“ segir Ruth um sitt fagra föðurland. „Maður skilur það ekki fyrr en maður er fluttur annað hvað Ísland er dásamlegt. Ég sakna Íslands alveg hryllilega og þess að geta drukkið vatn úr krananum sem maður tók sem sjálfsögðum hlut en er ekki möguleiki úti. Dóttir mín hélt að ég væri að eitra fyrir sér þegar ég sagði að hún mætti drekka kranavatnið þegar hún tannburstaði sig!“Ruth er stolt af Glódísi Töru, dóttur sinni, fyrir að hafa staðið upp og sagt frá kynferðisofbeldi Róberts Downey.MYND/ANTON BRINKStolt af Glódísi TöruRuth á fjórar dætur, eina fósturdóttur og fjögur barnabörn sem hún hefur lítið hitt á síðustu árum. „Með tilkomu beins flugs WOW til og frá Los Angeles verður auðveldara að fljúga á milli og ekki nema tveggja stunda akstur á flugvöllinn sem er stutt á bandarískan mælikvarða. Maður verður bara að taka sjampóið með sér,“ segir hún og skellihlær. Glódís Tara, dóttir Ruthar, er ein þeirra sem kærðu lögmanninn Robert Downey fyrir kynferðisbrot. „Ég get ekki einu sinni byrjað að tala um það án þess að reiðin ólgi innan í mér,“ segir Ruth. „Ég er ofboðslega stolt af Glódísi og hinum stelpunum að hafa staðið upp og sagt frá. Því ef konur sitja heima og þegja komast níðingarnir upp með glæpinn. Sem betur fer bítur sök sekan og Robert Downey ætti ekki að ganga laus.“ Þess má geta að Glódís Tara ásamt stelpunum sem stigu fram undir merkjum #höfum hátt eru tilnefndar í vali Vísis og Bylgunnar á Manni ársins 2017. Hægt er að kjósa út daginn í dag á Vísi.is en tilkynnt verður um útslit í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Ruth er kristin og sækir kirkju baptista í Vista. „Ég hef trúað á Guð síðan ég var lítið barn og á mitt sterka, persónulega samband við Guð. Bandaríkjamenn eru lifandi í trú sinni og kirkjan eins og fjölskylda manns. Ég finn mikinn styrk í trúnni, ekki síst þegar ég bý svo langt frá öllum sem ég elska.“Ekki farið í andlitslyftinguRuth vekur eftirtekt fyrir glæsileik, ljósan makka og flott líkamsform. „Ég hef ekki farið í andlitslyftingu,“ segir Ruth og hlær, „en ég geng alltaf fimm mílur á stigvél á morgnana. Ég spái lítið í mataræðið en er svona títla að eðlisfari. Ég er aðallega búin að vera heima í mömmu- og ömmuleik. Úti er allt afslappaðra og ég fer í náttfötunum í 7-11 að ná mér í kaffi á morgnana. Þetta er öðruvísi en hér heima þar sem allir hafa sig til því þeir eiga von á að rekast á einhvern sem þeir þekkja. Úti hverfur maður í fjöldann og þarf ekki annað en stuttbuxur og inniskó.“ Í bíl á leið frá Leifsstöð heyrði Ruth gamalkunna rödd æsku sinnar syngja „Jólasveinninn kemur í kvöld“ og svo beint á eftir jólalagið „Þú komst með jólin til mín“. „Mér hlýnaði um hjartarætur. Það er ótrúlega sætt að fólk nenni enn að hlusta á gömlu jólalögin mín og þá veit ég að ég hef skilið eitthvað eftir mig,“ segir Ruth brosmild, en hún söng á tónleikum í Guðríðarkirkju í gærkvöldi, þótt hún hafi ekki ætlað sér að opna munninn í Íslandsferðinni að sinni. „Ég verð alltaf Íslendingur í húð og hár; alin upp í snjó. Ég bið fyrir hjartans kveðju til allra sem ég þekki og lofa að koma fljótt aftur til að hitta þá vini mína sem ég næ ekki að hitta á þessum stutta tíma yfir hátíðarnar. Ég sendi líka landsmönnum öllum heillaóskir um gæfu og gleði á nýja árinu.“
Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Fleiri fréttir „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”