Jólaandinn í ferðaþjónustunni Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 12. desember 2017 07:00 Erlendir gestir koma í síauknum mæli til Íslands til þess að upplifa hér jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma geta notið náttúru, menningar, matar, afþreyingar, heitu lauganna og mögulega sjá norðurljósin. Þeir koma til Íslands til að upplifa frið og eitthvað allt annað en þeir þekkja heima fyrir. Hér hafa ferðamenn tækifæri til að upplifa jólastemmninguna í kyrrð og ró um allt land hvort sem það er í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Vík, Borgarnesi eða Keflavík. Við erum gestrisin, og kannanir sem gerðar hafa verið meðal erlendra gesta sýna að Íslendingar eru góðir gestgjafar. Við tökum vel á móti okkar gestum og viljum tryggja að ferðamenn eigi héðan góðar minningar um land og þjóð sem þeir deila með vinum og vandamönnum. Ferðaþjónusta er orðin máttarstólpi í okkar atvinnulífi og það er mikilvægt að við vöndum okkur og tölum ekki okkur sjálf niður. Hinir erlendu gestir okkar gera Ísland svo sannarlega fjölbreyttara, skapa meiri afþreyingu, auka úrval veitingastaða, gera göturnar okkar líflegri og ýta undir þá hátíðarstemmningu sem einkenna jólin. Í haust setti Íslandsstofa af stað markaðsverkefnið „Ísland frá A-Ö“. Verkefnið er unnið með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni undir merkjum Inspired by Iceland. Þar er megináhersla lögð á að nýta íslenska tungumálið til þess að kynna ólíka landshluta og hvetja til ábyrgrar ferðahegðunar. Þetta hefur gengið vonum framar og hefur kynningarmyndbandið „Erfiðasta karakoe lag í heimi“ ásamt stuttum kynningarmyndböndum um hvern landshluta fengið yfir 6 milljón áhorf á Youtube. Áherslurnar vekja athygli erlendra fjölmiðla og hafa rúmlega 400 blaðagreinar birst um markaðsverkefnið. Í byrjun desember fórum við af stað með jóladagatal á samfélagsmiðlum Inspired by Iceland, https://www.facebook.com/inspiredbyiceland, þar sem við kynnum A- Ö jólanna. Þar verða 32 orð, eitt fyrir hvern staf stafrófsins, útskýrð og sagt frá tengslum þeirra við íslenskar jólahefðir. Við hvetjum ykkur til þess að taka þátt og deila til vina og vandamanna. Fáum erlenda gesti sem eru á landinu til að taka þátt og kynnast okkar jólahefðum, en á sama tíma til að smella á loforðið um ábyrga ferðahegðun sem við kynntum á sumarmánuðum og yfir 30.000 ferðamenn hafa samþykkt á vef Inspired by Iceland. Því við vitum að Ísland er ekki eins og aðrir áfangastaðir og við þurfum að huga vel að öryggi og upplifun okkar ferðamanna, án þess þó að gleyma jólagleðinni og hátíðarandanum. Njótið hátíðanna. Höfundur er forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Erlendir gestir koma í síauknum mæli til Íslands til þess að upplifa hér jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma geta notið náttúru, menningar, matar, afþreyingar, heitu lauganna og mögulega sjá norðurljósin. Þeir koma til Íslands til að upplifa frið og eitthvað allt annað en þeir þekkja heima fyrir. Hér hafa ferðamenn tækifæri til að upplifa jólastemmninguna í kyrrð og ró um allt land hvort sem það er í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Vík, Borgarnesi eða Keflavík. Við erum gestrisin, og kannanir sem gerðar hafa verið meðal erlendra gesta sýna að Íslendingar eru góðir gestgjafar. Við tökum vel á móti okkar gestum og viljum tryggja að ferðamenn eigi héðan góðar minningar um land og þjóð sem þeir deila með vinum og vandamönnum. Ferðaþjónusta er orðin máttarstólpi í okkar atvinnulífi og það er mikilvægt að við vöndum okkur og tölum ekki okkur sjálf niður. Hinir erlendu gestir okkar gera Ísland svo sannarlega fjölbreyttara, skapa meiri afþreyingu, auka úrval veitingastaða, gera göturnar okkar líflegri og ýta undir þá hátíðarstemmningu sem einkenna jólin. Í haust setti Íslandsstofa af stað markaðsverkefnið „Ísland frá A-Ö“. Verkefnið er unnið með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni undir merkjum Inspired by Iceland. Þar er megináhersla lögð á að nýta íslenska tungumálið til þess að kynna ólíka landshluta og hvetja til ábyrgrar ferðahegðunar. Þetta hefur gengið vonum framar og hefur kynningarmyndbandið „Erfiðasta karakoe lag í heimi“ ásamt stuttum kynningarmyndböndum um hvern landshluta fengið yfir 6 milljón áhorf á Youtube. Áherslurnar vekja athygli erlendra fjölmiðla og hafa rúmlega 400 blaðagreinar birst um markaðsverkefnið. Í byrjun desember fórum við af stað með jóladagatal á samfélagsmiðlum Inspired by Iceland, https://www.facebook.com/inspiredbyiceland, þar sem við kynnum A- Ö jólanna. Þar verða 32 orð, eitt fyrir hvern staf stafrófsins, útskýrð og sagt frá tengslum þeirra við íslenskar jólahefðir. Við hvetjum ykkur til þess að taka þátt og deila til vina og vandamanna. Fáum erlenda gesti sem eru á landinu til að taka þátt og kynnast okkar jólahefðum, en á sama tíma til að smella á loforðið um ábyrga ferðahegðun sem við kynntum á sumarmánuðum og yfir 30.000 ferðamenn hafa samþykkt á vef Inspired by Iceland. Því við vitum að Ísland er ekki eins og aðrir áfangastaðir og við þurfum að huga vel að öryggi og upplifun okkar ferðamanna, án þess þó að gleyma jólagleðinni og hátíðarandanum. Njótið hátíðanna. Höfundur er forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun