Jólaandinn í ferðaþjónustunni Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 12. desember 2017 07:00 Erlendir gestir koma í síauknum mæli til Íslands til þess að upplifa hér jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma geta notið náttúru, menningar, matar, afþreyingar, heitu lauganna og mögulega sjá norðurljósin. Þeir koma til Íslands til að upplifa frið og eitthvað allt annað en þeir þekkja heima fyrir. Hér hafa ferðamenn tækifæri til að upplifa jólastemmninguna í kyrrð og ró um allt land hvort sem það er í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Vík, Borgarnesi eða Keflavík. Við erum gestrisin, og kannanir sem gerðar hafa verið meðal erlendra gesta sýna að Íslendingar eru góðir gestgjafar. Við tökum vel á móti okkar gestum og viljum tryggja að ferðamenn eigi héðan góðar minningar um land og þjóð sem þeir deila með vinum og vandamönnum. Ferðaþjónusta er orðin máttarstólpi í okkar atvinnulífi og það er mikilvægt að við vöndum okkur og tölum ekki okkur sjálf niður. Hinir erlendu gestir okkar gera Ísland svo sannarlega fjölbreyttara, skapa meiri afþreyingu, auka úrval veitingastaða, gera göturnar okkar líflegri og ýta undir þá hátíðarstemmningu sem einkenna jólin. Í haust setti Íslandsstofa af stað markaðsverkefnið „Ísland frá A-Ö“. Verkefnið er unnið með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni undir merkjum Inspired by Iceland. Þar er megináhersla lögð á að nýta íslenska tungumálið til þess að kynna ólíka landshluta og hvetja til ábyrgrar ferðahegðunar. Þetta hefur gengið vonum framar og hefur kynningarmyndbandið „Erfiðasta karakoe lag í heimi“ ásamt stuttum kynningarmyndböndum um hvern landshluta fengið yfir 6 milljón áhorf á Youtube. Áherslurnar vekja athygli erlendra fjölmiðla og hafa rúmlega 400 blaðagreinar birst um markaðsverkefnið. Í byrjun desember fórum við af stað með jóladagatal á samfélagsmiðlum Inspired by Iceland, https://www.facebook.com/inspiredbyiceland, þar sem við kynnum A- Ö jólanna. Þar verða 32 orð, eitt fyrir hvern staf stafrófsins, útskýrð og sagt frá tengslum þeirra við íslenskar jólahefðir. Við hvetjum ykkur til þess að taka þátt og deila til vina og vandamanna. Fáum erlenda gesti sem eru á landinu til að taka þátt og kynnast okkar jólahefðum, en á sama tíma til að smella á loforðið um ábyrga ferðahegðun sem við kynntum á sumarmánuðum og yfir 30.000 ferðamenn hafa samþykkt á vef Inspired by Iceland. Því við vitum að Ísland er ekki eins og aðrir áfangastaðir og við þurfum að huga vel að öryggi og upplifun okkar ferðamanna, án þess þó að gleyma jólagleðinni og hátíðarandanum. Njótið hátíðanna. Höfundur er forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Erlendir gestir koma í síauknum mæli til Íslands til þess að upplifa hér jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma geta notið náttúru, menningar, matar, afþreyingar, heitu lauganna og mögulega sjá norðurljósin. Þeir koma til Íslands til að upplifa frið og eitthvað allt annað en þeir þekkja heima fyrir. Hér hafa ferðamenn tækifæri til að upplifa jólastemmninguna í kyrrð og ró um allt land hvort sem það er í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Vík, Borgarnesi eða Keflavík. Við erum gestrisin, og kannanir sem gerðar hafa verið meðal erlendra gesta sýna að Íslendingar eru góðir gestgjafar. Við tökum vel á móti okkar gestum og viljum tryggja að ferðamenn eigi héðan góðar minningar um land og þjóð sem þeir deila með vinum og vandamönnum. Ferðaþjónusta er orðin máttarstólpi í okkar atvinnulífi og það er mikilvægt að við vöndum okkur og tölum ekki okkur sjálf niður. Hinir erlendu gestir okkar gera Ísland svo sannarlega fjölbreyttara, skapa meiri afþreyingu, auka úrval veitingastaða, gera göturnar okkar líflegri og ýta undir þá hátíðarstemmningu sem einkenna jólin. Í haust setti Íslandsstofa af stað markaðsverkefnið „Ísland frá A-Ö“. Verkefnið er unnið með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni undir merkjum Inspired by Iceland. Þar er megináhersla lögð á að nýta íslenska tungumálið til þess að kynna ólíka landshluta og hvetja til ábyrgrar ferðahegðunar. Þetta hefur gengið vonum framar og hefur kynningarmyndbandið „Erfiðasta karakoe lag í heimi“ ásamt stuttum kynningarmyndböndum um hvern landshluta fengið yfir 6 milljón áhorf á Youtube. Áherslurnar vekja athygli erlendra fjölmiðla og hafa rúmlega 400 blaðagreinar birst um markaðsverkefnið. Í byrjun desember fórum við af stað með jóladagatal á samfélagsmiðlum Inspired by Iceland, https://www.facebook.com/inspiredbyiceland, þar sem við kynnum A- Ö jólanna. Þar verða 32 orð, eitt fyrir hvern staf stafrófsins, útskýrð og sagt frá tengslum þeirra við íslenskar jólahefðir. Við hvetjum ykkur til þess að taka þátt og deila til vina og vandamanna. Fáum erlenda gesti sem eru á landinu til að taka þátt og kynnast okkar jólahefðum, en á sama tíma til að smella á loforðið um ábyrga ferðahegðun sem við kynntum á sumarmánuðum og yfir 30.000 ferðamenn hafa samþykkt á vef Inspired by Iceland. Því við vitum að Ísland er ekki eins og aðrir áfangastaðir og við þurfum að huga vel að öryggi og upplifun okkar ferðamanna, án þess þó að gleyma jólagleðinni og hátíðarandanum. Njótið hátíðanna. Höfundur er forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar