Körfubolti

Grindvíkingar senda Whack heim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rashad Whack er á heimleið.
Rashad Whack er á heimleið. vísir/ernir

Bandaríkjamaðurinn Rashad Whack er á förum frá Grindavík. Þetta staðfesti Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, í samtali við Vísi í dag.

Whack þótti ekki standa undir væntingum í Grindavík. Hann skoraði 22,8 stig, tók 4,5 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í gula búningnum.

Ólíklegt er að Whack leiki með Grindavík gegn Þór Ak. á fimmtudaginn kemur og hann hefur því væntanlega lokið leik hér á landi.

Lewis Clinch Jr. hefur verið orðaður við endurkomu til Grindavíkur. Jóhann vildi ekki staðfesta komu hans en sagði Grindvíkingar væru með nokkur nöfn á blaði.

Grindavík situr í 8. sæti Domino's deildar karla með 10 stig eftir 10 umferðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.