Körfubolti

Grindvíkingar senda Whack heim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rashad Whack er á heimleið.
Rashad Whack er á heimleið. vísir/ernir
Bandaríkjamaðurinn Rashad Whack er á förum frá Grindavík. Þetta staðfesti Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, í samtali við Vísi í dag.

Whack þótti ekki standa undir væntingum í Grindavík. Hann skoraði 22,8 stig, tók 4,5 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í gula búningnum.

Ólíklegt er að Whack leiki með Grindavík gegn Þór Ak. á fimmtudaginn kemur og hann hefur því væntanlega lokið leik hér á landi.

Lewis Clinch Jr. hefur verið orðaður við endurkomu til Grindavíkur. Jóhann vildi ekki staðfesta komu hans en sagði Grindvíkingar væru með nokkur nöfn á blaði.

Grindavík situr í 8. sæti Domino's deildar karla með 10 stig eftir 10 umferðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.