Áhrif alhæfinga í ágreiningi Lilja Bjarnadóttir skrifar 13. desember 2017 07:00 Alhæfingar eru algjört eitur þegar kemur að ágreiningi, en vandamálið er að oft alhæfum við án þess að gera okkur grein fyrir því og áhrifum þess á viðmælanda okkar. Alhæfingar einkennast af „allt-eða-ekkert“ viðhorfi og valkostir eru settir fram sem annaðhvort – eða. Þetta geta verið setningar eins og „Hún svarar mér aldrei“ eða „Hann ræður ekki við breytingar“. Alhæfingar stilla fólki upp við vegg og leiða til þess að það fer í vörn til þess að bjarga ímynd sinni. Áhrifin eru að hin raunverulegu skilaboð komast ekki til skila og samskiptin verða stirðari. Til þess að bregðast við alhæfingum er gott að velta fyrir sér hvort innistæða sé fyrir þeim við nánari skoðun: Færðu aldrei svar við neinu eða er það kannski mismunandi eftir því hvert efnið er? Er hann ófær um að ráða við allar breytingar eða ræður hann ekki við breytingar sem hann er ósammála?Leiðir til lausna Þegar við erum viðtakandinn er fyrsta skrefið að átta sig á því að um alhæfingu sé að ræða. Ein leið getur verið að umorða og spyrja hvort þú hafir skilið staðhæfinguna rétt („Bíddu, áttu við að ég komi aldrei fram við þig af virðingu?“). Til þess að forðast sjálf að nota alhæfingar er gott að sleppa orðunum alltaf og aldrei og með því að fylgja þessu ferli: 1. Lýsum staðreyndum út frá okkar upplifun (t.d. hvað þú sást eða heyrðir) en á hlutlausan hátt. Varastu að koma með eigin ályktanir um það hvað veldur hegðuninni. 2. Hvaða áhrif hegðunin hefur á þig og hvaða tilfinningar það vekur hjá þér. 3. Beiðnin er næst, sem yfirleitt væri „Getum við talað um þetta“ eða biðjum aðilann um að hjálpa okkur að skilja betur sína hlið. Það er freistandi að koma strax með lausnina, en þá eigum við á hættu að draga ályktanir sem leiða til misskilnings og frekari ágreinings. Lausnin felst í því að ná fram samvinnu milli aðila – án þess að stilla þeim upp við vegg.Höfundur er sáttamiðlari og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alhæfingar eru algjört eitur þegar kemur að ágreiningi, en vandamálið er að oft alhæfum við án þess að gera okkur grein fyrir því og áhrifum þess á viðmælanda okkar. Alhæfingar einkennast af „allt-eða-ekkert“ viðhorfi og valkostir eru settir fram sem annaðhvort – eða. Þetta geta verið setningar eins og „Hún svarar mér aldrei“ eða „Hann ræður ekki við breytingar“. Alhæfingar stilla fólki upp við vegg og leiða til þess að það fer í vörn til þess að bjarga ímynd sinni. Áhrifin eru að hin raunverulegu skilaboð komast ekki til skila og samskiptin verða stirðari. Til þess að bregðast við alhæfingum er gott að velta fyrir sér hvort innistæða sé fyrir þeim við nánari skoðun: Færðu aldrei svar við neinu eða er það kannski mismunandi eftir því hvert efnið er? Er hann ófær um að ráða við allar breytingar eða ræður hann ekki við breytingar sem hann er ósammála?Leiðir til lausna Þegar við erum viðtakandinn er fyrsta skrefið að átta sig á því að um alhæfingu sé að ræða. Ein leið getur verið að umorða og spyrja hvort þú hafir skilið staðhæfinguna rétt („Bíddu, áttu við að ég komi aldrei fram við þig af virðingu?“). Til þess að forðast sjálf að nota alhæfingar er gott að sleppa orðunum alltaf og aldrei og með því að fylgja þessu ferli: 1. Lýsum staðreyndum út frá okkar upplifun (t.d. hvað þú sást eða heyrðir) en á hlutlausan hátt. Varastu að koma með eigin ályktanir um það hvað veldur hegðuninni. 2. Hvaða áhrif hegðunin hefur á þig og hvaða tilfinningar það vekur hjá þér. 3. Beiðnin er næst, sem yfirleitt væri „Getum við talað um þetta“ eða biðjum aðilann um að hjálpa okkur að skilja betur sína hlið. Það er freistandi að koma strax með lausnina, en þá eigum við á hættu að draga ályktanir sem leiða til misskilnings og frekari ágreinings. Lausnin felst í því að ná fram samvinnu milli aðila – án þess að stilla þeim upp við vegg.Höfundur er sáttamiðlari og lögfræðingur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar