Endalaust væl Sólveig María Árnadóttir skrifar 14. desember 2017 08:09 Í gær var Anna María Gunnarsdóttir kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Ég fagna því að hún hyggist vinna að aukinni virðingu á kennarastarfinu enda er það gríðarlega mikilvægt. Í frétt á vef Morgunblaðsins í gærkvöldi kom fram að hún teldi mikilvægt að auka stuðning við nýliða og starfandi kennara og það tel ég jákvætt. Í sömu frétt sagði Anna María þó einnig: „Það þýðir ekkert að standa og grenja yfir laununum endalaust. Virðingarverðar stéttir gera það ekki, eins og tannlæknar, þú myndir aldrei heyra þá kvarta undan laununum sínum“. Stöldrum aðeins við. Komu þessi orð virkilega frá verðandi varaformanni Kennarasambands Íslands? Er sem sagt kominn tími til þess að lúta höfðinu og sætta sig bara við hlutina eins og þeir eru? Ef kjarabarátta kennara hefur einkennst af væli, þá eiga þeir varla eitthvað betra skilið, eða hvað? Frá því að ég fór að taka þátt í hagsmunamálum kennaranema fyrir rúmum tveimur árum síðan hef ég fylgst mikið með umræðunni sem snýr að kennarastéttinni. Áhyggjur af kennaraskorti hafa verið í brennidepli og leitað hefur verið svara við því hvernig hægt sé að auka nýliðun. Auk þess sem umræðan um kjör og starfsaðstæður hefur verið nokkuð áberandi. En þessi umræða um kjör, hefur hún einkennst af væli? Nei. Orðræðuna tel ég hafa í flestum tilvikum verið setta fram með faglegum hætti, á uppbyggjandi hátt, þar sem kennarar eru ekki málaðir sem einhver vælandi grey. Til rökstuðnings þess er vert að benda lesendum á að flétta upp greinum eftir til dæmis Þórð A. Hjaltested formann KÍ, Aðalheiði Steingrímsdóttur varaformann KÍ og Guðríði Arnardóttur formann FF. Þau hafa að mínu mati staðið sig afar vel sem talsmenn kennarastéttarinnar og sagt hlutina eins og hefur lítið borið á væli. Ég tel einnig vert að benda á nýjustu greinarnar sem birtar hafa verið á vefmiðli Vísis og snúa að kennarastéttinni en fyrst ber að nefna greinina Enga brauðmola, takk! eftir Guðríði Arnardóttur og greinina Að kenna, kenna í brjósti um eða kenna um? eftir Heimi Björnsson, framhaldsskólakennara og frambjóðaenda til varaformanns KÍ. Um er að ræða tvær ólíkar greinar, þar sem hlutirnir eru sagðir eins og þeir eru, án þess þó að væla. Ég tel þessi orð tilvonandi varaformanns KÍ vera stórt skref aftur á bak í þeirri baráttu að auka virðingu kennarastéttarinnar auk þess sem talað niður til kennarastéttarinnar.Sólveig María ÁrnadóttirSamskiptafulltrúi kennaranema við Háskólann á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í gær var Anna María Gunnarsdóttir kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Ég fagna því að hún hyggist vinna að aukinni virðingu á kennarastarfinu enda er það gríðarlega mikilvægt. Í frétt á vef Morgunblaðsins í gærkvöldi kom fram að hún teldi mikilvægt að auka stuðning við nýliða og starfandi kennara og það tel ég jákvætt. Í sömu frétt sagði Anna María þó einnig: „Það þýðir ekkert að standa og grenja yfir laununum endalaust. Virðingarverðar stéttir gera það ekki, eins og tannlæknar, þú myndir aldrei heyra þá kvarta undan laununum sínum“. Stöldrum aðeins við. Komu þessi orð virkilega frá verðandi varaformanni Kennarasambands Íslands? Er sem sagt kominn tími til þess að lúta höfðinu og sætta sig bara við hlutina eins og þeir eru? Ef kjarabarátta kennara hefur einkennst af væli, þá eiga þeir varla eitthvað betra skilið, eða hvað? Frá því að ég fór að taka þátt í hagsmunamálum kennaranema fyrir rúmum tveimur árum síðan hef ég fylgst mikið með umræðunni sem snýr að kennarastéttinni. Áhyggjur af kennaraskorti hafa verið í brennidepli og leitað hefur verið svara við því hvernig hægt sé að auka nýliðun. Auk þess sem umræðan um kjör og starfsaðstæður hefur verið nokkuð áberandi. En þessi umræða um kjör, hefur hún einkennst af væli? Nei. Orðræðuna tel ég hafa í flestum tilvikum verið setta fram með faglegum hætti, á uppbyggjandi hátt, þar sem kennarar eru ekki málaðir sem einhver vælandi grey. Til rökstuðnings þess er vert að benda lesendum á að flétta upp greinum eftir til dæmis Þórð A. Hjaltested formann KÍ, Aðalheiði Steingrímsdóttur varaformann KÍ og Guðríði Arnardóttur formann FF. Þau hafa að mínu mati staðið sig afar vel sem talsmenn kennarastéttarinnar og sagt hlutina eins og hefur lítið borið á væli. Ég tel einnig vert að benda á nýjustu greinarnar sem birtar hafa verið á vefmiðli Vísis og snúa að kennarastéttinni en fyrst ber að nefna greinina Enga brauðmola, takk! eftir Guðríði Arnardóttur og greinina Að kenna, kenna í brjósti um eða kenna um? eftir Heimi Björnsson, framhaldsskólakennara og frambjóðaenda til varaformanns KÍ. Um er að ræða tvær ólíkar greinar, þar sem hlutirnir eru sagðir eins og þeir eru, án þess þó að væla. Ég tel þessi orð tilvonandi varaformanns KÍ vera stórt skref aftur á bak í þeirri baráttu að auka virðingu kennarastéttarinnar auk þess sem talað niður til kennarastéttarinnar.Sólveig María ÁrnadóttirSamskiptafulltrúi kennaranema við Háskólann á Akureyri
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar